Saga - 1954, Blaðsíða 19

Saga - 1954, Blaðsíða 19
13 fyrir coenam dómini“ (þ. e. skírdag). Páska- dag bar upp á 30. marz þetta ár, og hefur Ketill prestur því verið kominn til Rómaborgar fyrir 27. marz. Til ferðarinnar sýnast því hafa farið allt að 50 dögum, eða nálægt 7 vikum. Hefur ferðin tekið óvenjulega skamman tíma, að því er virðist. Á uppstigningardag tekur prestur við páfabréfi, þar sem erindi hans fyrir biskup er greitt, en síðan leggur hann land undir fót og „hleypr svo norðr eftir löndum“, að á 33. degi er hann kominn norður undir Eystrasalt, við Rostock. Þaðan tekur hann sér fari til Þrándheims og er kominn þangað á Jónsmessu (24. júní). Ferðin norður hefur þá tekið ná- lægt 45 dögum. Sögnin um ferðalag þetta er ekki annarstaðar en í sögu Arngríms, en fyrir það getur hún verið sönn í aðalatriðum. I áðurnefndum leiðarvísi er Rómaborg lýst að nokkru leyti. Hún er sögð 4 mílna löng og 2 mílna breið. Þar eru sagðir vera 5 biskups- stólar og 9 höfuðkirkjur, en því er við bætt, að enginn muni vera svo fróður, að hann viti tölu allra kirkna í borginni. Dýrlegust kirkna í Rómaborg er kirkja Péturs postula talin. Hún er sögð 460 fet að lengd og 270 feta breið. Hafi þar nær staðið kross Péturs, sem hann hafi verið píndur á, og þar eru sögð varðveitt „hálf“ bein postulanna Péturs og Páls, en „hálf“ í kirkju Páls postula. í háaltari kirkju Péturs eru og sögð varðveitt bein 30 lærisveina Krists, þeirra, er fylgdu Pétri í Rómaborg. Að kirkju Jóhannesar skírara (Lateran) eru greindir ýmsir helgir dómar. Þar er blóð Krists, klæði Maríu meyjar, mikill hluti beina Jóhannesar skírara, umskurður Krists, mjólk úr brjóstum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.