Saga - 1954, Blaðsíða 59
53
Að launa, hvað þú laugst á mig,
Loðmfirðingarógur,
hrykki ekki að hýða þig
Hallormsstaðaskógur.
En víst er um það, að ekkert sjáanlegt sam-
band er milli þeirra saka, sem séra Árni var
kærður fyrir, og sagnanna, sem búnar eru til
um madömu Ingibjörgu. Þær hafa allar á sér
ósvikinn blæ rógburðarins, uppspunans og síð-
an hins ferlegasta þjóðsagnaskáldskapar. Segir
Einar Ólafur Sveinsson í bók sinni: Um íslenzk-
ar þjóðsögur, að aðaleinkenni galdrasagnanna
á síðari hluta seytjándu aldar hafi verið: „sam-
vizlculeysi, hatur og mannvonzka", og öll þessi
einkenni koma berlega fram í sögnum þeim,
sem skráðar hafa verið um madömu Ingibjörgu
Jónsdóttur. Er þessar sögur að finna í þessum
heimildum:
1. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar VIII. fl.
bls. 262-263, 298-299 og 329—338.
2. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar II. bindi bls.
118-123.
3. Þjóðsagnakver Magnúsar Bjarnasonar bls.
125-131.
4. íslenzkar þjóðsögur Einars Guðmundsson-
ar III. bindi bls. 58—64, og kannske víðar.
I Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er einna
mest um madömu Ingibjörgu, en þar eru sög-
urnar líka illkvittnislegastar og manni liggur
við að segja illmannlegastar, enda mun þar
stytzt til hinna upprunalegu höfunda. Hún er
látin sækjast eftir lífi bónda síns, séra Árna,
fyrirfara tveim tengdasonum sínum og gera til-
raun til að drepa Þuríði dóttur sína og fleiri