Saga - 1954, Blaðsíða 69
63
skyldi prestur hennar áxninna þrisvar, en ef
áminningar hrífa ekki, þá skyldi bannsetja kon-
una samkvæmt kirkjuskipuninni frá 1537. Þó
að þessi aðgerð sé kölluð bannsetning, þá var
hún mjög svo öðruvísi en in forna bannsetning
í katólskum sið, því að hún var einungis fólgin
í synjun heilagrar kvöldmáltíðar. Konan var
„sett út af sakramentinu", svo sem það var
nefnt. Þessi meðferð var að vísu aðilja til mik-
illar ófrægðar og mátti sjálfsagt verða þeim,
sem fyrir henni varð, til sálarháska að þeirra
tíma skilningi. Ef konan vildi þá ekki betra sig,
þá kom til innar veraldlegu refsingar, því að
þá skyldi hún sek 3 mörkum og verða útlæg af
landsfjórðunginum, enda skyldi húðláti varða,
ef hún galt ekki sektina.
Svo er að sjá sem ákvæði þau um barnsfeðr-
un, sem nú hafa verið nefnd, hafi varla þótt
nægilega áhrifamikil, enda hafa menn víst
stundum tregðast við að beita þeim,1) einkum
þegar konur áttu í hlut, sem sátu í skjóli vold-
ugra manna. Dæmi þess ljóst er mál Þórdísar
Halldórsdóttur, sem stóð yfir fullan áratug.2)
Kona þessi synjaði fyrst með öllu samfara við
karlmenn, enda þótt hún hefði barn fætt, og lét
sig ekki fyrr en henni var hótað pyndingum
samkvæmt inni ólöglegu skipun hirðstjórans.
En þó að beinlínis pyndingar væru aldrei lög-
heimilaðar, þá hefur ekki þótt mega við ákvæði
þau hlíta, sem rakin hafa verið. Fyrir því var
svo mælt í bréfi konungsefnis, er þá fór með
konungsvald í Danmörku, 12. des. 1625, að kon-
1) Sbr. t. d. Alþb. V. 807-309.
2) Sjá Sögu I. 361 o. s. frv.