Saga - 1954, Blaðsíða 68
62
nefnd ákvæði Kristinréttarins voru ekki úr lög-
um numin með siðaskiptunum. En eftir að in
hörðu refsimæli stóradóms um hórdóm og frænd-
semispell og sifja voru komin til framkvæmd-
ar, jókst auðvitað freisting kvenna til þess að
komast hjá barnsfaðernislýsingu, ýmist með
því að neita alveg að lýsa nokkurn föður að
barni sínu, eða þá að lýsa einhvern óþekktan
mann föður, eða jafnvel að staðhæfa, að þær
hefðu aldrei karlmann kennt, eins og Þórdís
Halldórsdóttir gerði.1) Hefur þá skjótt þótt
þörf á að herða nokkuð ákvæði 9. kap. Kristin-
réttarins. Kemur sú hugsun í ljós í samþykkt
alþingis 1574, er sýnist vera endurtekin 1578,2 3)
þar sem svo er mælt, að konur, sem ekki vilja
segja til feðra barna sinna, skuli vera rétt tekn-
ar undir þá refsing, sem dómur dæmir eftir at-
vikum, hverja kynning þær hafa hver í sínu
héraði. Breytingin, sem á verður samkvæmt al-
þingissamþ. 1574 og 1578 frá ákvæðum 9. kap.
Kristinréttarins, var því fólgin í því, að húð-
látsrefsing mátti dæma, í stað þess að synjun
um faðernislýsingu varðaði aðeins 3 marka sekt
áður.
Þegar kona fæddi barn utan hjónabands, þá
hefur það lengstum verið venja, að ljósmóðir
og sóknarprestur krefði hana skýrslu um barns-
föður. Um þá meðferð, sem hafa skyldi, ef kona
neitar að segja til faðernis, var samþykkt gerð
á alþingi 1594,8) sem er til fyllingar og skýr-
ingar alþingissamþ. 1574 og 1578. Slíka konu
1) Sbr. Sögu I. 268 o. s. frv.
2) Alþb. I. 236, 352.
3) Alþb. II. 417.