Saga - 1954, Blaðsíða 27
21
til sögulegra atburða eða staðið í einhverju
sambandi við þá. Merki ferða þessara má sjá í
gestabók klaustursins í Reichenau í Bodenvatni.
Þar eru 39 nöfn manna frá íslandi, sem hafa
gist klaustrið á suðurgöngu, allt nöfn óþekktra
manna og kvenna (ísl. fornbr.safn I. 171). Má
sjálfsagt leiða þá ályktun af þessu, að talsvert
meira hafi kveðið að suðurgöngum héðan af
landi en ráðið verður beinlínis af inum íslenzku
heimildarritum.
Inir fyrstu íslenzkir menn, sem að sögn hafa
farið pílagrímsferð suður og austur í lönd,
munu þeir vera kristniboðarnir Stefnir Þor-
gilsson og Þorvaldur Koðransson. í Kristnisögu
(ísl. sögur I. 273) segir, að þeir hafi fundizt
„eftir hvarf Ólafs konungs“ (Tryggvasonar),
er ætti því að hafa verið skömmu eftir 1000, og
hafi þeir báðir farið saman víða um heiminn
og allt út í Jerúsalem, en þaðan til Miklagarðs
og svo til Kænugarðs ins eystra (Kiew) eftir
Nepr (Dnjepr). Hafi Þorvaldur andazt austur
í Russia skammt frá Paltneskju (Pallteskaja)
og liggi hann grafinn í f jalli einu. Til sönnunar
því er vísað til vísu einnar eftir Brand „inn víð-
förla“, sem virðist hafa verið íslenzkur maður,
en er annars óþekktur:
Hefik þar komit,
es Þorvaldi
Koðranssyni
Kristr hvíldar lér.
Þar es hann grafinn
í há fjalli
upp í Drafni
at Jóhannis kirkju.
En um Stefni segir svo, að hann hafi þá farið
„norðr í Danmörk". Þar hafi hann ort níðvísu
um Sigvalda jarl Strút-Haraldsson: