Saga - 1954, Blaðsíða 13
7
þá voru tengdir, voru varðveittir. í suðurlönd-
um voru ýmsir slíkir staðir, þar sem líkami
heilags manns hvíldi eða leifar hans voru
geymdar. Batavænlegra var því að leggja á sig
ferð til slíkra staða en að halda sig heima og
heita þar á atbeina ins helga manns. Fyrir því
mátti suðurganga vera farin beinlínis í lækn-
ingaskyni. Þórlaug Pálsdóttir, kona Þóris prests
ins auðga í Deildartungu (sjá síðar) er t. d.
sögð hafa verið sjúk og sorgmædd vegna barna-
missis. Sennilega hefur hún fengið mann sinn
til suðurgöngu með fram til þess að afla sér
lækningar við sjúkdómi sínum. Og svipað má
hafa verið farið um marga aðra.
Gnægð var helgra muna í suðurlöndum, eink-
um í inum meiri háttar borgum, svo sem Jerú-
salem, Rómaborg og Miklagarði, eins og síðar
verður vikið að. Þeir, sem efni höfðu á því, lögðu
stund á að afla slíkra helgra muna. Var hent-
ara að hafa þá í vörzlum sínum eða í nálægð
við sig til áheita en í fjarlægð. Og heit á þá eða
þá, sem þeim voru tengdir, varð áhrifameira,
ef þeir voru við höndina, en ef þeir voru hvar
fjarri. Um einn mann, Hrafn Sveinbjarnarson,
er það berum orðum sagt, að hann hafi varið
fé sínu, því sem afgangs varð ferðum hans, til
öflunar helgra muna, svo sem síðar verður vik-
ið að. Og er hann naumast eins dæmi í þessu
efni. Hitt er annað mál, að þorri þeirra manna
og kvenna, sem suður hafa gengið, hafa ekki
verið svo efnum búnir, að þeir gætu aflað sér
helgra muna á ferð sinni. En þar varð að taka
viljann fyrir verkið.
Sjálfsagt hefur tignun guðdómsins á inum
helgu stöðum orðið hjá mörgum innilegri og