Saga - 1954, Blaðsíða 13

Saga - 1954, Blaðsíða 13
7 þá voru tengdir, voru varðveittir. í suðurlönd- um voru ýmsir slíkir staðir, þar sem líkami heilags manns hvíldi eða leifar hans voru geymdar. Batavænlegra var því að leggja á sig ferð til slíkra staða en að halda sig heima og heita þar á atbeina ins helga manns. Fyrir því mátti suðurganga vera farin beinlínis í lækn- ingaskyni. Þórlaug Pálsdóttir, kona Þóris prests ins auðga í Deildartungu (sjá síðar) er t. d. sögð hafa verið sjúk og sorgmædd vegna barna- missis. Sennilega hefur hún fengið mann sinn til suðurgöngu með fram til þess að afla sér lækningar við sjúkdómi sínum. Og svipað má hafa verið farið um marga aðra. Gnægð var helgra muna í suðurlöndum, eink- um í inum meiri háttar borgum, svo sem Jerú- salem, Rómaborg og Miklagarði, eins og síðar verður vikið að. Þeir, sem efni höfðu á því, lögðu stund á að afla slíkra helgra muna. Var hent- ara að hafa þá í vörzlum sínum eða í nálægð við sig til áheita en í fjarlægð. Og heit á þá eða þá, sem þeim voru tengdir, varð áhrifameira, ef þeir voru við höndina, en ef þeir voru hvar fjarri. Um einn mann, Hrafn Sveinbjarnarson, er það berum orðum sagt, að hann hafi varið fé sínu, því sem afgangs varð ferðum hans, til öflunar helgra muna, svo sem síðar verður vik- ið að. Og er hann naumast eins dæmi í þessu efni. Hitt er annað mál, að þorri þeirra manna og kvenna, sem suður hafa gengið, hafa ekki verið svo efnum búnir, að þeir gætu aflað sér helgra muna á ferð sinni. En þar varð að taka viljann fyrir verkið. Sjálfsagt hefur tignun guðdómsins á inum helgu stöðum orðið hjá mörgum innilegri og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.