Saga - 1954, Blaðsíða 40
34
á páfagarði fyrir illvirki sín, brennu, rán o. fl.
Þetta hefur hann sjálfsagt gert og stytt þar
með utanvist sína.
Eftir víg Bjarnar Þorvaldssonar á Breiða-
bólstað árið 1221 var Guðlaugur Eyjólfsson á
Þingvelli, af ætt Oddaverja, sagður hafa ætlað
til Rómaborgar, en andaðist á leiðinni (Sturl.
II. 99). Var hann talinn svo sakbitinn eftir víg
Bjarnar, að hann var meðal manna þeirra, sem
Þorvaldur Gizurarson, faðir ins vegna, gerði
utan.
Eftir víg Kálfs Guttormssonar (1234) fór
Kolbeinn ungi og fylgdarmenn hans þrír (Þór-
ólfur Bjarnarson, Sigurður Eldjárnsson og
Þórður þumli Halldórsson) utan og fóru allir
suður til Rómaborgar ríðandi suður og sunnan
og komu allir út sumarið 1236 (Sturl. II. 267).
Hafa þeir sjálfsagt gengið til skrifta, en eigi
sést það, að för þessi hafi mikið mildað skap
Kolbeins, eftir því sem síðar kom fram.
Eftir víg þeirra Ormssona, Sæmundar og
Guðmundar (1252), var Jóni karli ögmundar-
syni Digur-Helgasonar „gert at ganga suðr“ og
vera utan þrjá vetur (Sturl. III. 167).
Sumarið eftir Haugsnessfund, 1247, voru
þeir Gizur Þorvaldsson og Þórður kakali báðir
í Noregi. Þórður fór þá til íslands, en Gizuri
var haldið eftir í Noregi. Undi hann þá hag
sínum allilla og réð það þá af að ganga suður
til Rómaborgar, ásamt Brodda Þorleifssyni,
Þorleifi hreimi, systursyni sínum, Árna beisk,
sem vegið hafði Snorra Sturluson, og nokkrum
fleirum fylgdarmönnum sínum. Gizur hafði
stofnað til Örlygsstaðabardaga og orðið valdur
að vígi Snorra Sturlusonar og hefur því haft