Saga - 1954, Blaðsíða 23
17
landabúar nefndu Ægisif (Hagia Sophia). Þar
var geymdur fjöldi heilagra minja, og voru
sumar þeirra allramerkilegustu minjar krist-
innar trúar. f kirkjunni var geymdur kross
Krists, sem Helena drottning Konstantínusar
hafði haft með sér frá Jerúsalem. Þar eru
ýmsir helgir menn taldir hvíla, Filippus og
Jakob (annar með því nafni), Lúkas guðspjalla-
maður og Timóteus, auk Konstantínusar mikla
og drottningar hans. Þar eru líka taldar vera
minjar margra helgra manna annars, svo sem
hægri hönd ins heilaga Stefáns, höfuð Jóhann-
esar skírara og hægri armleggur og höfuð
margra annarra dýrlinga. Þar var og fjöldi
hluta, sem Kristur eða ýmsir helgir menn höfðu
átt eða tengdir voru við þá, svo sem spjót það,
sem Kristur var stunginn með, naglar, sem
hann var negldur með á krossinn, þyrnigjörð-
in, sem lögð var honum um höfuð, möttull hans,
svipan, sem hann var húðstrýktur með, ker það,
sem hann drakk af og lærisveinar hans, er þeir
neyttu kvöldmáltíðarinnar eða honum var færð-
ur í drykkur á krossinn, kyrtill hans, skór,
steinn, sem látinn var undir höfuð hans, lík-
blæjur með sveitadúk og blóði Krists, mundlaug
sú, er geymdi vatnið, sem hann þó úr fætur
postula sinna, dúkur sá, er hann þerði þá með,
reifar þær, sem Kristur var vafinn, og gull það,
er austurlenzku vitringarnir færðu Jesú-barn-
inu. Þar var belti og stafur Maríu guðsmóður,
vöndur Móse, kofi ins heilaga Elíasar spá-
manns, stóll Davíðs konungs, beizli Konstantíns
mikla, blóð Pantaleons píslarvotts, horn það,
sem Jósúa blés í áður en múrar Jerikóborgar
hrundu. Líkneskja helgra manna nokkurra er
Saga - 2