Saga - 1954, Side 60

Saga - 1954, Side 60
54 menn, þar á meðal prestinn á Eiðum, sem tal- inn er að vera séra Halldór Eiríksson. Einnig er hún látin tortíma skipi á útsiglingu, vegna þess að hún reiðist við kaupmanninn, selja mýs fyrir sauði og leggja inn grjót fyrir smjör og ost í kaupstaðnum o. s. frv. Um þessar sögur allar er það að segja, að þær eru auðsær tilbúningur. Við þá sögu, er hún er látin reyna að fyrirfara séra Árna, koma menn, sem ekki eru samtímamenn þeirra. Um tengdasynina, sem báðir áttu að vera giftir Þuríði dóttur hennar, er það að segja, að Þuríð- ur var aðeins eingift og missti mann sinn, Guð- mund Oddsson frá Húsavík, í snjóflóði kring- um 1690. Séra Halldór Eiríksson var ekki prest- ur á Eiðum, heldur Hjaltastað. Hann deyr af fótarmeini 1698, og er Ingibjörg þá sennilega dáin. Þó hefur þessi saga komizt inn í Mælifells- annál, og er ekkert sennilegra en Gísli Konráðs- son hafi stungið henni þangað inn. Skipskað- inn, sem madama Ingibjörg er talin að hafa valdið með göldrum sínum, verður 1726, en það er 20—30 árum eftir dauða hennar. Ekki er hún að minnsta kosti finnanleg í manntalinu 1703 og er þá efalaust látin. Það er algeng galdrasaga, að menn voru látn- ir reka mýs í kaupstað fyrir sauði, og er þeim orðrómi dreift um ýmsa, m. a. Þorvald Rögn- valdsson á Sauðanesi, Jón í Dalhúsum í Suður- Múlasýslu og fleiri. Hefur sú saga sennilega verið vinsæl meðal almennings, þar sem hún sýndi eða átti að sýna, að til væru menn og kon- ur, sem gátu náð sér niðri á dönsku verzlunar- stéttinni. I Þjóðsögum ólafs Davíðssonar er madama

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.