Saga - 1954, Blaðsíða 81
75
frá faðerni Teits, laungetins sonar Guðrúnar
Halldórsdóttur" samkvæmt því, sem ákveðið sé
í héraðsdóminum.1) Annars má óvíst vera,
hvort Sigurður hefur unnið eiðinn, því að vera
má, að Guðrún hafi séð sitt óvænna og tekið
aftur lýsingu sína, áður en eiður yrði unninn.
Svo er að sjá sem ísleifur, sonur Guðrúnar,
hafi skotið þessum héraðsdómi til alþingis, því
að svo segir í greininni um Sigurð Guðmunds-
son 1679, að stefnu ísleifs Þorleifssonar í því
máli sé að svo stöddu „afslegið".
Þegar barnsfaðernislýsingin á hendur Sig-
urði Guðmundssyni reyndist haldlaus — Hest-
annáll kallar hana „lygilýsing" 2) —, þá sýnist
Guðrún loks hafa gugnað og lýst inn rétta fcð-
ur, sira Einar Torfason, að barni sínu, og prest-
ur hefur þá ekki synjað heima í héraði, því að
6. júní 1679 lofaði hann að greiða Einari syni
Þorleifs Einarssonar og Guðrúnar hálft þriðja
hundrað „í réttarfarsnafni, sem honum eftir
lögum til stóð vegna sinnar móður“.3) Með
þessu virðist sira Einar hafa kannast fyrir syni
Guðrúnar við spjöll sín á henni.
1 alþingisbókinni 1679 er ekki annað um mál
Guðrúnar Halldórsdóttur en áðurnefnd grein
um Sigurð Guðmundsson og stefnu Isleifs Þor-
leifssonar. En Eyrarannáll4) segir, að Guðrún
hafi árið 1679 verið „höfð“ til alþingis eftir að
hún hefði lýst sira Einar Torfason hafa framið
hórdómsverknað með sér og hann vera barns-
1) Alþb. VII. 474.
2) Ann. Isl. II. 413-414.
3) H. Þ. Æfisögur lærðra manna í Þjskjs., greinin
Einar Torfason.
4) Ann. Isl. III. 312.