Saga - 1954, Blaðsíða 24

Saga - 1954, Blaðsíða 24
18 og getið, þar á meðal líkneskis Maríu með Jesú- barnið. Segir, að gyðingur nokkur hafi stungið það með hnífi í barkann, og hafi þá runnið úr því blóð. Þar er og rit það, er drottinn reit sjálf- ur sínum höndum, o. s. frv. (Alfr. ísl. I. 25-26). Orkar það ekki tvímælis, að mjög hefur verið freistandi og vænlegt til sálubóta að heimsækja Miklagarð. Sá staður, sem í vestur- og suðurhluta Evrópu þótti næstur eða ef til vill að jöfnu ganga við Rómaborg um helgi og til sálubóta, var St. Jaggo di Compostella á vesturströnd Spánar nyrzt. Þar hvílir Jalcob Zebedeusson postuli Jesú Krists. Þangað fór Hrafn Sveinbjarnarson og síðar Björn Jórsalafari. En annars þekki eg ekki sagnir um ferðir íslendinga þangað. Ekki verður það efað, að suðurgöngur íslend- inga hafi skipt miklu máli. Um trú manna og guðsdýrkun hefur þessa fyrst og fremst gætt. Þeir hafa aflað sér helgra dóma eitthvað, og trú þeirra á mátt þeirra hefur styrkzt. Helgisiðum manna sunnar í álfunni hafa þeir kynnzt og trúrækslu yfirleitt. Þeir hafa sennilega orðið flestir hrifnir af ýmsum mannvirkjum og bygg- ingum, sem á vegi þeirra hafa orðið. Þeir hafa, að minnsta kosti sumir hverir, kynnzt siðum og háttum suðurmanna og lært ýmsa kurteisi af þeim. Ekki er heldur ólíklegt, að suðurgöng- urnar hafi skipt nokkru bókmenntalega, eink- um um helgirit og annálagerð. Sjóndeildar- hringur suðurfaranna hlýtur að hafa víkkað fyrir ferðalög þeirra. Þeir hafa séð svo fjölda margt, sem þá hefur ekki órað fyrir, að til væri. Og þeir hafa heyrt svo margt, sem þeir höfðu enga hugmynd um áður. Vitanlega hafa lærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.