Saga - 1954, Page 33

Saga - 1954, Page 33
27 má marka sögnina í sögu Þorsteins stangar- höggs 8. kap. Bjarni er sagður hafa gerzt trú- maður mikill, hafa gengið suður og látizt í borg, er Valeri(a) (Ager Falerius?) heitir, skammt frá Róm. Ætti þetta að hafa gerzt á fyrsta þriðjungi 11. aldar. Bjarni Brodd-Helga- son hafði lent í vígaferlum, hrakið frá sér konu sína og verið, að því er virðist, harkamaður mikill. Söguhöfundur lætur hann sýna iðrunar- merki á efstu dögum sínum, og getur sennilega engin gleggri fundið en þau, að Bjarni hefji suðurgöngu. Um suðurgöngu þeirra Auðar, Flosa, Kára og Bjarna Brodd-Helgasonar er það sameigið, að sagnir um hana eru skrásettar svo löngu síðar, að engar reiður verða á þeim hentar. Þær geta allar eins vel verið tilbúningur höfunda sagn- anna eða annarra, sem frá sjónarmiði sinna tíma telja eðlilegt, að Auður bætti sér harma sína með suðurgöngu og að Flosa, Kára og Bjarna sé vænlegt til sáluhjálpar, að þeir takist svo langar og erfiðar ferðir á hendur. Söguhöfund- ar vilja ef til vill ógjarna skiljast svo við sögu- hetjur sínar, að vafasamt megi telja um sálu- hjálp þeirra eftir þau vandræði og stórvirki, sem þær höfðu ratað í. Suðurgöngur söguhetj- anna auka í augum höfundanna manngildi þeirra. Við karlmennsku þeirra og glæsileik á veraldarvísu bætist þá guðhræðsla þeirra, iðrun, ferðakjarkur og sá manndómur, sem slíkar ferð- ir lýstu. Það var og frægð í slíkum ferðum, eigi síður en í öðrum utanförum. Þó að suðurgöngur hafi jafnan verið taldar vænlegar til sálubóta, þá voru þær jafnframt stundum gerðar í öðrum sérstökum erindum.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.