Saga - 1954, Blaðsíða 54
48
má vera, að þar hafi hann öðlazt einhverja þá
þekkingu, er meðal annars hafi orðið orsök
galdraáburðarins síðar. Árið 1658 er Árni orð-
inn prestur í Viðvík og hefur sennilega um líkt
leyti kvænzt Ingibjörgu Jónsdóttur frá Tjörn,
því að Þuríður dóttir þeirra er talin vera fædd
1660.
Talið er, að séra Árni flytji í Fagranes 1661,
og er hann þar prestur um tólf ára skeið, en
hefur svo brauðaskipti við séra Þorstein Jóns-
son og fer að Hofi á Skagaströnd 1673. Þar
hafði hann svo verið prestur í fimm ár, er ógæf-
an dynur yfir. Alls hafði séra Árni verið prest-
ur um 20 ára skeið, er hann var borinn galdri.
Það mun hafa verið prófasturinn í Húna-
vatnssýslu, séra Þorlákur Halldórsson á Auð-
kúlu, sem tilkynnir Gísla biskupi Þorlákssyni
galdrarykti Árna prests vorið 1678 og átti að
fjalla um mál hans á prestastefnu, sem stóð til
að halda á Flugumýri um haustið. En af henni
varð eigi vegna óveðra, svo að galdramál þetta
var fyrst tekið fyrir á prestastefnu, sem haldin
var á Spákonufelli 5. maí 1679. Var séra Árna
þar dæmd undanfærsla með tylftareiði, en ef
hann félli á eiðnum, skyldi málið afhent verald-
legu valdi til dóms. Átti hann að hafa unnið eið-
inn fyrir 4. ágúst sumarið 1679.
Þegar Gísli biskup fór að rannsaka eiðmenn,
voru aðeins 5 prestar í Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum, sem gátu svarið í málinu vegna
skyldleika eða mægða við séra Árna og ákær-
endur hans. Hina eiðvottana varð því að taka
úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. En svo
gersamlega brást séra Árna undanfærslan, að
ekki fékk hann nema einn prest til að lofa eiðn-