Saga - 1954, Blaðsíða 49
43
Magnússon berbeins fór til Jórsala mikinn leið-
angur, sem Snorri segir frá í Heimskringlu,
sögu Sigurðar Jórsalafara. I för með Sigurði
konungi kunna nokkrir fslendingar að hafa ver-
ið fleiri en um er vitað. Þrjú íslenzk skáld hafa
kveðið um konung og ferðalag hans, en ókunn-
ugt mun vera, hvort nokkurt þeirra hefur tekið
þátt í förinni. Hins vegar er kunnugt um einn
íslenzkan mann, sem með Sigurði konungi var
í Jórsalaför hans, Hermund Þorvaldsson frá
Vatnsfirði (Sturlungas. I. 26).
Um miðja 12. öld fór Rögnvaldur jarl kali af
Orkneyjum og Erlingur skakki af Noregi, ásamt
mörgum gildum mönnum, til Jórsala. Sagt er,
að með Rögnvaldi jarli hafi verið tveir menn,
Ármóður skáld og Oddi inn litli Glúmsson, sem
líka var skáld. Hjaltlenzkir eru þessir menn
kallaðir sumstaðar, en íslenzkir annarstaðar
(Orkneyingasaga, Kbh. 1913—1916 bls. 221).
Ef þeir hafa verið íslenzkir, þá er hér dæmi um
Jórsalaferð fslendinga. Hefur ferð þeirra Rögn-
valds jarls tekizt vel og orðið allfræg. Er ferða-
saga þeirra allnákvæm og krydduð mörgum vís-
um eftir Rögnvald jarl og áðurnefnd tvö skáld,
auk annarra.
Kunnasti íslendingurinn, sem sagt er, að hafi
farið til Jórsala í fornöld, er Aron Hjörleifs-
son. Hefur hann farið för þá einhvern tíma ná-
lægt 1230, að því er virðist. Hafði Aron verið
gerður sekur skógarmaður eftir Grímseyjar-
fund árið 1222 og komizt til Noregs eftir all-
mikla hrakninga hér á landi. Hafði hann fengið
hirðvist með Skúla jarli. Eftir vetrardvöl þar
beiddist Aron fararleyfis, með því að hann hefði
heitið Jórsalaför. Tók jarl því seint, en Aron