Saga - 1954, Blaðsíða 76
Jóns sýslumanns Magnússonar í Miðhúsum á
Reykjanesi og systur Magnúsar Jónssonar
sýslumanns í Strandasýslu og síðar lögmanns.
Svo sem í Fitjaannál segir1) hafði Guðrún ver-
ið til heimilis hjá sira Einari „með miklum orð-
rómi“. Bendir þetta til þess, að sveitarrómur
hafi skjótt breiðzt út um það, að sira Einar ætti
of vingott við hana. Og 1676 segir Eyrarann-
áll,2) að Guðrún hafi fætt barn að Stað í Stein-
grímsfirði, og hefur sjálfsagt ríkur sveitargrun-
ur skapazt um það, að sira Einar væri faðir að
barninu. Var barnið sveinn og var skírður Teit-
ur, að því er virðist í ætt sira Einars, líklega
heitinn eftir Teiti Torfasyni Skálholtsráðs-
manni, sem drukknaði 1668.3) En drengur þessi
andaðist kornungur, að sögn Sighvats Borgfirð-
ings í grein hans í Prestaævum sínum um sira
Einar Torfason. Barnsfæðing þessi og reki-
stefna út af faðerni barnsins hefur orðið all-
fræg á sínum tíma, enda hafa samtíma annálar
greinir um mál þetta, misjafnlega nákvæmar.
Það var að vísu alls ekki svo ótítt, að rekistefna
yrði út af feðrum óskilgetinna barna á 17. öld,
en hitt var víst sjaldgæft, að nokkuð roskin
ekkja í heldri kvenna röð og prestur ættu hlut
að máli. Samkvæmt þá gildandi lögum skyldi
þegar setja prest, er sekur gerðist í hórdómi, af
embætti að undangengnum dómi, og mátti ekki
veita honum prestsembætti af nýju, nema kon-
ungsleyfi kæmi til, kongsbr. 10. des. 1646. Sjálf-
sagt hafa prestar þó ósjaldan, bæði fyrr og síð-
1) Annales Islandici II. 219.
2) Sama rit III. 307.
3) J. H. Skólameistarasögur II. 135.