Saga - 1954, Blaðsíða 47

Saga - 1954, Blaðsíða 47
41 um í Ilansborg". Þessi borg er víst borgin Tou- louse á Frakklandi, sem stendur við fljótið. Garonne nokkru fyrir norðan Pyreneafjallgarð- inn. Þar eru jarðneskar leifar þessa dýrlings geymdar, eftir því sem Guðbrandur prófessor Jónsson segir mér. Heitir borgin á kirkjulatínu Tolosanum, sem fyrr segir, og gæti nafnið Ilans- borg látið í eyra Norðurlandabúa svo, að hann hefði gert úr því Ilan(sborg), en gæti þó eins vel eða öllu heldur átt við bæinn St. Gilles (sbr. að framan bls. 9). Þar sem Hrafn er sagður hafa siglt af Englandi (Kantaraborg) „suðr um haf“, þá hefur hann líklega siglt þaðan suð- ur til Normandí og gengið síðan suður Frakk- land til Toulouse. Þegar Hrafn kom þangað, þá minntist hann alþýðuróms um það, að Egidius inn helgi veitti af verðleikum sínum mönnum eina bæn, þá er maður vildi helzt biðja. Bað Hrafn þess, að eigi skyldi auður eða metorð svo veitast honum, að „þeir hlutir hnekkti fyrir honum fagnaði himinríkis dýrðar“. Og segir söguhöfundur að Kristur muni hafa veitt Hrafni þessa bæn fyrir verðleika dýrlingsins. Frá Ilansborg fór Hrafn „vestr til Jakobs“, þ. e. vestur Frakkland og alla norðurströnd Spánar til St. Jago, sem er nær nyrzt á vesturströnd Spánar og hét St. Jago di Compostella, sem fyrr er sagt. Þar eru jarðneskar leifar Jakobs post- ula annars með því nafni. Þaðan fór Hrafn til Rómaborgar, sjálfsagt sömu leið aftur til Tou- louse og þaðan sem leið liggur allt til Róma- borgar, sbr. að framan bls. 9. Þar segir ekki annað um hann, en að hann hafi falið „líf sitt á hendi guðs postulum og öðrum helgum mönn- um“. Síðan hafi hann farið sunnan frá Rómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.