Saga - 1954, Side 47
41
um í Ilansborg". Þessi borg er víst borgin Tou-
louse á Frakklandi, sem stendur við fljótið.
Garonne nokkru fyrir norðan Pyreneafjallgarð-
inn. Þar eru jarðneskar leifar þessa dýrlings
geymdar, eftir því sem Guðbrandur prófessor
Jónsson segir mér. Heitir borgin á kirkjulatínu
Tolosanum, sem fyrr segir, og gæti nafnið Ilans-
borg látið í eyra Norðurlandabúa svo, að hann
hefði gert úr því Ilan(sborg), en gæti þó eins
vel eða öllu heldur átt við bæinn St. Gilles (sbr.
að framan bls. 9). Þar sem Hrafn er sagður
hafa siglt af Englandi (Kantaraborg) „suðr
um haf“, þá hefur hann líklega siglt þaðan suð-
ur til Normandí og gengið síðan suður Frakk-
land til Toulouse. Þegar Hrafn kom þangað, þá
minntist hann alþýðuróms um það, að Egidius
inn helgi veitti af verðleikum sínum mönnum
eina bæn, þá er maður vildi helzt biðja. Bað
Hrafn þess, að eigi skyldi auður eða metorð svo
veitast honum, að „þeir hlutir hnekkti fyrir
honum fagnaði himinríkis dýrðar“. Og segir
söguhöfundur að Kristur muni hafa veitt
Hrafni þessa bæn fyrir verðleika dýrlingsins.
Frá Ilansborg fór Hrafn „vestr til Jakobs“, þ. e.
vestur Frakkland og alla norðurströnd Spánar
til St. Jago, sem er nær nyrzt á vesturströnd
Spánar og hét St. Jago di Compostella, sem fyrr
er sagt. Þar eru jarðneskar leifar Jakobs post-
ula annars með því nafni. Þaðan fór Hrafn til
Rómaborgar, sjálfsagt sömu leið aftur til Tou-
louse og þaðan sem leið liggur allt til Róma-
borgar, sbr. að framan bls. 9. Þar segir ekki
annað um hann, en að hann hafi falið „líf sitt
á hendi guðs postulum og öðrum helgum mönn-
um“. Síðan hafi hann farið sunnan frá Rómi