Saga - 1954, Page 19

Saga - 1954, Page 19
13 fyrir coenam dómini“ (þ. e. skírdag). Páska- dag bar upp á 30. marz þetta ár, og hefur Ketill prestur því verið kominn til Rómaborgar fyrir 27. marz. Til ferðarinnar sýnast því hafa farið allt að 50 dögum, eða nálægt 7 vikum. Hefur ferðin tekið óvenjulega skamman tíma, að því er virðist. Á uppstigningardag tekur prestur við páfabréfi, þar sem erindi hans fyrir biskup er greitt, en síðan leggur hann land undir fót og „hleypr svo norðr eftir löndum“, að á 33. degi er hann kominn norður undir Eystrasalt, við Rostock. Þaðan tekur hann sér fari til Þrándheims og er kominn þangað á Jónsmessu (24. júní). Ferðin norður hefur þá tekið ná- lægt 45 dögum. Sögnin um ferðalag þetta er ekki annarstaðar en í sögu Arngríms, en fyrir það getur hún verið sönn í aðalatriðum. I áðurnefndum leiðarvísi er Rómaborg lýst að nokkru leyti. Hún er sögð 4 mílna löng og 2 mílna breið. Þar eru sagðir vera 5 biskups- stólar og 9 höfuðkirkjur, en því er við bætt, að enginn muni vera svo fróður, að hann viti tölu allra kirkna í borginni. Dýrlegust kirkna í Rómaborg er kirkja Péturs postula talin. Hún er sögð 460 fet að lengd og 270 feta breið. Hafi þar nær staðið kross Péturs, sem hann hafi verið píndur á, og þar eru sögð varðveitt „hálf“ bein postulanna Péturs og Páls, en „hálf“ í kirkju Páls postula. í háaltari kirkju Péturs eru og sögð varðveitt bein 30 lærisveina Krists, þeirra, er fylgdu Pétri í Rómaborg. Að kirkju Jóhannesar skírara (Lateran) eru greindir ýmsir helgir dómar. Þar er blóð Krists, klæði Maríu meyjar, mikill hluti beina Jóhannesar skírara, umskurður Krists, mjólk úr brjóstum

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.