Saga - 1954, Síða 62
56
að ræða madömu Ingibjörgu Jónsdóttur, ekkju
séra Árna. I fyrsta lagi: Á þessu tímabili þekk-
ist engin önnur kona á Austurlandi með þessu
nafni bendluð við fjölkynngi. I öðru lagi: Vott-
orðin, sem konan leggur fram, eru bæði af
Norður- og Austurlandi. Sýnir það, að hún hef-
ur verið þekkt á báðum stöðum, og kemur það
heim og saman þar sem madama Ingibjörg er.
Virðist þetta taka af allan vafa, að um hana sé
að ræða.
Á næstu árum er ekkert um þetta mál getið
í Alþingisbókunum, enda ekki ástæða til þess,
þar sem hér var ekki um kæru að ræða, heldur
leyfi til að hnekkja með eiði mannorðsspillandi
rógburði og slúðursögum. Má telja víst, að Ingi-
björg hafi unnið eiðinn og hreinsað mannorð
sitt, það sem hún átti eftir ólifað. Hitt gat hún
ekki komið í veg fyrir, að nafn hennar yrði síð-
ar notað sem uppistaða í ýkjafullan og ill-
kvittnisfullan þjóðsagnaskáldskap.
Börn þeirra Ingibjargar og séra Árna eru
talin fimm: Þuríður fædd 1660, Gísli fæddur
1661, Gunnar fæddur 1664, Jón og Margrét.
Aðeins þrjú hin fyrstu finnast í manntalinu frá
1703, svo að öruggt megi telja.
1. Þuríður húsfreyja í Nesi í Loðmundar-
firði, ekkja, 43 ára gömul. Hjá henni eru
tveir synir hennar: Jón 19 ára og Oddur
15 ára. Af aldri Jóns má ráða, ’að Þuríður
hefir gifzt manni sínum Guðmundi Odds-
syni frá Húsavík eystra stuttu eftir að
fjölskyldan fluttist austur. Þuríður var
vinsæl og vel metin kona og enda þótt hún
væri talin fjölkunnug sem foreldrar henn-
ar, er það tekið fram, að hún hafi aldrei