Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 46
46 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, opin
vinnustofa kl. 9-16.30, útskurður kl. 13,
bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin
smíðastofa kl. 9-16.30. Jólabingó verður
11. des. kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Helgistund með sr.
Hansi Markúsi kl. 10. Kertanámskeið, al-
menn handavinna. Jólatrésskemmtun
mánudaginn 21. des.
Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl.
8-16, botsía kl. 10.45, spilað kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og 13, jóga kl. 10.50 og félagsvist
kl. 20.30. Skráning er hafin í skötuveisl-
una á Þorláksmessu.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10,
leikfimi kl.10.30, bingó kl. 13.30. Að-
ventukaffi verður 8. des. kl. 14, kór Snæ-
landsskóla syngur, Vilborg Davíðsdóttir
les úr bók sinni og feðgarnir Jónas Þórir
og Jónas Þ. Dagbjartsson leika nokkur
þekkt lög. Hátíðarhlaðborð. Jón Björg-
vinsson verður m/ skreytingar kl. 13-16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30-
15.30, matur, kaffi, aðventustemmning.
Síðasti söludagur í Þorláksmessuskötu,
ekki er tekið við greiðslukortum.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30. Prjónakaffi kl. 10.
Stafaganga kl. 10.30. Spilasalur opinn
frá hádegi. Gerðubergskór í heimsókn í
Maríuhús kl. 13.30. Félagsstarfið er opið
nk. mánud. þriðjud. og miðvikud. kl. 9-
16.30. Opið milli jóla og nýárs, virka
daga kl. 9-16.30., s 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Hátíð-
armessa í dag kl. 14, prestur sr. Ólafur
Jóhannsson, Furugerðiskórinn leiðir
söng undir stjórn Ingunnar Guðmunds-
dóttur. Kaffi.
Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30,
brids kl. 12. www.febh.is
Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa opin frá
kl. 9, postulínsmálun. Námskeið í mynd-
list kl. 13, bíó kl. 13.30, kaffisala. Hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir í hverjum
hópi fyrir sig. Jólaball með Leikskólanum
Jörfa í dag. Móeiður Anna leikur á víólu,
Pétur Bjarnason leikur á harmónikku,
Svavar Knútur kíkir inn og von er á jóla-
sveininum í heimsókn, sími 411-2790
Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka
kl. 13. Uppl. í síma 564-1490 og á
www.glod.is
Norðurbrún 1 | Útskurður og myndlist
9-12, leikfimi með Sólveigu kl. 13. Jóla-
guðsþjónusta kl. 14 með sr. Sigurði
Jónssyni og sparikaffi.
Vesturgata 7 | Skartgripagerð/
kortagerð og glerbræðsla kl. 9.15-12,
spænska kl. 11, tölvukennsla kl. 13.30,
sungið v/flygilinn kl. 14.30, veitingar og
dansað í aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir-
mótun, handavinnustofan opin, morg-
unstund, leikfimi, bingó kl. 13.30.
Þórðarsveigur 3 | Jólabingó í Þórð-
arsveig föstudaginn 18. des kl. 14.
Víkingasveitin var kölluð útvegna meindýraeyðis sem var
á ferli með vasaljós. Davíð Hjálmar
Haraldsson orti:
Yrki ég stundum undir rós,
eitt skal hér sýna dæmi:
Slæmt er að vera vasaljós
ef víkingasveitin kæmi.
Þá Hjálmar Freysteinsson:
Happi þessu hrósa má,
hersins styrkur nægði.
Vasaljósavánni frá
Víkingasveitin bægði.
Loks Friðrik
Steingrímsson:
Að fáviska geti flani valdið,
á fréttum þeim yrði ég lítið hissa,
og karlarnir sjálfsagt hafa haldið
að hér væri á ferðinni rafmagnsbyssa.
Jón Gissurarson orti um það leyti
sem fór að frjósa í haust:
Falla élin okkur á
allan kelur þróttinn.
Fram í Seli feyskir strá
fyrsta hélunóttin.
Guðríður Bryndís Jónsdóttir mál-
aði mynd af brimlendingu í Vík í
Mýrdal, þar sem Jón Þor-
steinsson afi hennar var formaður í
mörg ár. Og þá kom henni í hug:
Komnir heim úr háskaför
með hlaðinn bát af fiski
Í víkina þá færist fjör
með fisk á hverjum diski.
Þannig styrktu hvers manns hag
hetjur fyrri tíða,
menningu skópu, bættu brag,
bægðu frá sulti og kvíða.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af vasaljósi og sérsveit
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VERTU ALLTAF
GÓÐUR VIÐ AÐRA
EN EF ÞÚ GETUR
ÞAÐ EKKI...
VERTU
FLJÓTUR
HEYRÐU!
ÞREYTTIR FERÐALANGAR
GETA HVÍLT SIG HJÁ MÉR
MÁNAÐARLEGUR
FUNDUR LYGARAFÉLAGSINS
ER HÉR MEÐ SETTUR
ERU ALLIR
BÚNIR AÐ BORGA
FÉLAGSGJÖLDIN?
HMMM...JÁ!
JÁ! JÁ!
JÁ!
JÁ!
JÁ!
JÁ! JÁ!
JÁ!
JÁ!
JÁ!
HANN NÆR
EKKI Í BLAÐIÐ
FYRIR MIG
FYRR EN HANN
ER BÚINN AÐ
FÁ KAFFIÐ
SITT
TAKK,
SÖMULEIÐIS
MÉR LEIST
MJÖG VEL Á
AUGLÝSINGUNA
YKKAR
MÉR LÍKA.
VIÐ EIGUM
ÓTRÚLEGA MARGT
SAMEIGINLEGT
AF HVERJU
GETUM VIÐ ÞÁ
EKKI FUNDIÐ
NEITT AÐ
TALA UM
ÞESSI DÚKUR
ER ANSI FÍNN,
FINNST YKKUR
EKKI?
SOLLA OG
LÚÐVÍK... GAMAN
AÐ KYNNAST
YKKUR
ÉG VERÐ AÐ
KOMA MÉR Á
FÆTUR
KEMUR EKKI TIL
GREINA, PETER!
ÞÚ ERT ENNÞÁ
MEÐ FLENSUNA
ÞÚ FÆRÐ
AÐ MINNSTA
KOSTI MAT
Í RÚMIÐ
EN
ÞAÐ ER
EINN
GALLI
ÞAR Á...
BLAÐIÐ HANS JAMESON
FYLGIR MEÐ
VINNUR
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN
MEÐ
VULTURE?
Svarti listinn og
hvíta bókin
Mótmæli almennings
virðast lítið hreyfa við
musteri Mammons.
Núna snýst málið
um að stofna gagnaver
og binda stjórnvöld
vonir sínar við, að er-
lent fjármagn streymi
inn í landið. En það er
einn hængur á: Stór
hluthafi innborðs er sá
hinn sami og kom al-
menningi í skuldasúpu
– Icesave skuldasúpu.
Fréttamaður RÚV
spurði nokkra alþing-
ismenn og iðnaðarráðherra um af-
stöðu þeirra vegna þessarar teng-
ingar. Birgitta Jónsdóttir sá réttæti
í því, að ef Novator hefði aðgang að
lánsfjármagni, þá væri réttast að
nýta það í að greiða Icesave klúðrið
– sammála! Sigmundur Ernir gerði
athugasemd við þessa samsetningu
en vildi skoða málið betur. Ragn-
heiður Elín Árnadóttir sá atvinnu-
ástand Suðurnesjabúa allt að því
leysast með þessu gagnaveri, enda
er henni án efa hugleikið að koma
sínum gömlu æskustöðvum á réttan
kjöl. En síðan staldraði ég við orð
iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíus-
dóttur. Iðnaðarráðherra sá ekkert
athugavert við þetta þar sem erlend-
ir aðilar myndu ráða yfir 60% hlut og
bætti síðan við e-ð á þá leið, að það
þjónaði engum tilgangi
að vera að horfa í for-
sögu þeirra aðila sem
ættu hin 40 prósentin.
Þetta er alveg stór-
merkilegt! Þeir sem
hafa komið almenningi
í þá klemmu sem við
blasir, þeir einfaldlega
fara í hvítu bókina. Al-
menningur hins vegar
lendir á svarta listan-
um, lista sem mun
fylgja þeim eins og illa
reið eiginkona sem á
erfitt með að fyrirgefa
ektamanni sínum feil-
spor í hjúskap. Reiða
eiginkonan, í þessu til-
felli lánastofnanir og bankar, sífellt
minnir á hjúskaparbrotið og fyrir
vikið mun tilvist svarta listans fylgja
sem skugginn og standa í vegi fyrir
,,fyrirgefningu“ og hinn seki, þ.e.a.s.
hinn skuldsetti almenningur, mætir
alls staðar lokuðum dyrum sökum
þessa svarta lista og getur ekki einu
sinni fengið fyrirframgreitt kred-
itkort – tala ég um raunverulegt
dæmi í þessu sambandi. Þetta er
hróplegt óréttlæti og skýlaust brot á
jafnræðisreglu stjórnarskrár lýð-
veldisins.
Vér mótmælum allir!
Magnea Ólafsdóttir.
Ást er…
… eins og vindur sem
leikur um hárið.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara