Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 25

Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 25
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2011 25 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Kanarí og Tenerife Vetrarævintýri á B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 45 19 7 Heimsferðir, í samstarfi við Valitor, bjóða VISA korthöfum frábært tilboð til tveggja vinsælustu vetraráfangastaða Íslendinga, Kanaríeyjanna Tenerife og Gran Canaria (Kanarí). Um er að ræða ferðir til Gran Canaria, 29. nóvember í 12 nætur eða í 21 nótt og ferð til Tenerife 22. nóvember í 14 nætur. Gisting og fjöldi flugsæta er mjög takmarkaður í hverja ferð. Sértilboðið er bundið við að greitt sé með viðkomandi greiðslukorti. Fjölbreytt dagskrá er í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Ath. Flug 29. nóvember til Gran Canaria og heimflugið 20. desember er í beint flug með Icelandair. Heimflugið frá Gran Canaria 11. desember er með millilendingu í Kaupmannahöfn. Beint flug er til Tenerife 22. nóvember en heimflugið 4. desember er með millilendingu í Kaupmannahöfn. Takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær! – frá 104.900 með gistingu frá aðeins 69.900 kr. flugsæti eingöngu Kanarí 29. nóvember - 12 eða 21 nátta ferð Frá kr. 69.900 Flugsæti á mann 29. nóvember til Kanarí og til baka 20. desember. Frá kr. 109.900 í 12 nætur – með allt innifalið m.v. tvo fullorðna í íbúð á Jardin del Atlantico í 12 nætur með allt innifalið. Frá kr. 129.900 í 21 nótt m.v. tvo fullorðna í ibúð á Roque Nublo í 21 nótt. Tenerife 22. nóvember - 14 nátta ferð Frá kr. 104.900 í 14 nætur m.v. tvo fullorðna í íbúð á Barranco í 14 nætur. Frá kr. 134.900 í 14 nætur – með allt innifalið m.v. tvo fullorðna í ibúð á Villa Adeje Beach í 14 nætur með allt innifalið. Sértilboð til korthafa VISA! Tryggðu þér sæti strax á þessum kjörum! Ég tel sjálfa mig vera einstak-lega lánsama manneskju. Ég fæddist inn í yndislega fjölskyldu, á yndislegan mann og börn, ég fékk tækifæri til þess að nema það sem ég þráði og hef í námi og starfi fengið ógrynni tækifæra sem ég hef nýtt eftir bestu getu. En lífs- ins námi lýkur ekki við útskrift úr háskóla. Námsmenn og -konur hafa takmarkað vald til þess að stýra þeim fögum sem á lífsins vegi þeirra verða, heldur þurfa að taka því sem gefst og reyna eftir fremsta megni að draga lærdóm af óútreiknanlegum atburðarásum og mis-hnitmiðuðum „kennurum“. Á undanförnum misser- um hef ég orðið fyrir því láni í óláni að læra margt af skelfi- legum aðstæðum sem ég og fjöl- skylda mín höfum neyðst til þess að takast á við. Málið er í alla staði sérstakt, bæði efnis- lega, sem og hvernig meðhöndl- un og umtal það hefur fengið. Málið snýst um frænda, sem ég get ekki annað en lýst sem elsku- legum frænda. Nafn hans þekk- ir þjóðin öll, en nafn hans teng- ist ekki lengur þeirri manneskju sem hann var, heldur einhvers- konar ofbeldisfullu skrímsli sem ég kannast ekki við. Ég hef aldrei hitt þetta skrímsli og myndi með engu móti kannast við lýsingu af því, ef ekki bæri það sama nafn og elskulegur frændi minn. Ólafur Skúlason var mér meira sem afi heldur en móður bróðir. Hann fylgdist ávallt vel með mér og bræðrum mínum í gegn- um uppvöxt okkar og var honum mikið í mun að við myndum ná okkar markmiðum og vegna vel í lífinu. Ólafur var hlýr og glett- inn og það var stutt í stríðnis- glampann í augum hans. Hann hikaði ekki við að segja manni til, en þrúgandi og ofbeldis- fullur ógnvaldur var hann ekki. Ég bjó á heimili Ólafs og Ebbu þegar ég var á fyrsta ári við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1994-1995 og var heimagangur á heimili þeirra síðari námsárin tvö. Ég eyddi fjölda kvöldstunda ein heima með Ólafi þegar Ebba var á Oddfellow fundum, í dönskutímum, leikfimi eða að passa barnabörn- in og leið aldrei nokkurn tímann að neinu leyti óþægilega í návist hans. Þessar kvöldstundir voru að engu leyti öðruvísi en þær sem ég eyddi með mínum eigin föður. Myndin sem dregin hefur verið upp af Ólafi á undanförnum miss- erum er mjög skýr. Hann á að hafa verið ógn valdur inni á heimili sínu, þar sem hann beitti heimilisfólkið líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hluta af daglegu lífi. Þessi mynd er fullkomlega óskyld þeirri mynd sem ég upplifði sjálf sem ungt barn er ég var í pössun hjá Ólafi og Ebbu á meðan for- eldrar mínir voru erlendis, sem stálpað barn sem fékk að dvelja hjá frænda um helgar og fylgdi honum í sunnudagaskólann og síð- ast sem ungri konu sem fékk að búa inni á heimili hans á meðan ég var í námi. Ebba var ekki kúguð af Ólafi og var andrúmsloftið á heimilinu notalegt í alla staði. Ólafur Skúlason var aldrei ákærð- ur né sakfelldur um glæp í lif- anda lífi. Á Íslandi eiga að heita lög sem segja til um sakleysi uns sekt sé sönnuð, en þessu hefur engan veginn verið fylgt í meðferð þessa sérstaka máls. Framið hefur verið mannorðsmorð. Miklir ann- markar eru hins vegar á ásökun- um Guðrúnar Ebbu. Enginn getur litið framhjá því hversu mjög saga hennar líkist sambærilegum frá- sögnum erlendis sem reyndust byggja á fölskum minningum. Eftir situr fjölskylda Ólafs Skúla- sonar og hefur reynt eftir fremsta Til varnar mannorði Ólafs frænda míns Skúlasonar megni að lifa lífi sínu á eðlilegan hátt, en ekki hefur það verið auð- velt. Það er sárt að fylgjast með barnabörnum Ólafs sem elskuðu hann og dáðu, mæta hæðnis röddum vegna þess sem um afa þeirra hefur verið sagt. Ég hef dáðst að æðruleysi og innri styrk barnanna hans og ekkju, hvernig þau hafa haldið ró sinni og rætt þessa hörmulegu atburðarás af yfir- vegun, hvað sem á hefur dunað. Ýtt hefur verið að fjölskyldu meðlimum mínum að allt yrði gott og þjáning- um myndi linna ef við gengjum í lið með fjöldanum sem ákveðið hefur að Ólafur hafi verið sekur af öllu því sem hann er sakaður um. Gott og vel. En samviskan myndi aldrei leyfa slíkt því sannleikur- inn á ekkert skylt með þeim sögum sem í dag fara af heimilislífi og persónuleika Ólafs Skúlasonar. Í ferli undanfarinna missera hef ég af eigin reynslu lært að í mál- efnalegri umfjöllun verða að koma fram allar hliðar á málum. Varast ber að láta lýðskrum stjórna för, þar sem afleiðingar þess eru ótti við að mæla gegn almenningsáliti, nokkuð sem ávallt ætti að forðast í lýðræðisþjóðfélagi. Ég horfi á heiminn með gagnrýnni augum og varast að gleypa við fyrir sögnum sem fullkomnum sannleika, því að baki hverri fyrirsögn er ósögð saga sem í fæstum tilfellum fær að líta dagsins ljós. Við berum öll ábyrgð á eigin samfélagi og verðum að taka hana alvarlega. Ólafur Skúlason reyndist mér og fjölskyldu minni ávallt vel. Hann var okkur mikil stoð og stytta þegar á móti blés og átti ávallt hlut- verk á stærstu stundum lífs okkar. Síðustu ár hafa verið fjölskyldu minni ólýsanlega erfiður tími, en mín heitasta ósk er sú að mannorð míns elskulega frænda fáist endur- reist. Á Íslandi eiga að heita lög sem segja til um sakleysi uns sekt sé sönnuð, en þessu hefur engan veginn verið fylgt í meðferð þessa sérstaka máls. Minningar Sigrún Sævarsdóttir Griffiths deildarstjóri í Guildhall School of Music and Drama í London
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.