Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 69

Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 69
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 13góð ráð fyrir græn jól ● Við vitum öll að matvörur spretta ekki tilbúnar fram í hill- um verslana en að öllu jöfnu velt- um við framleiðslu á matvör- um lítið fyrir okkur. Fæstir vita til dæmis að um 24.000 lítra af vatni þarf til að framleiða 1 kg af súkkulaði (www.brugmerespild- mindre.dk). Áætla má að í rusla- tunnu á meðalheimili séu í það minnsta 20% úrgangsins mat- væli. Það má líklega álykta sem svo að almenn vanþekking okkar á framleiðsluaðferðum matvæla sé ein af ástæðum þess að við hendum svo gífurlega miklu af matvælum árlega. Um þessi jól skulum við hugsa okkur vel um þegar kemur að matarinnkaupum og reyna að kaupa bara það sem við ætlum að nota. Gleymum ekki afgöng- um í ísskápnum heldur gerum ráð fyrir þeim og skipuleggjum matseðil vikunnar með þá í huga eða frystum þá og tökum fram seinna. Einhverju þarf samt allt- af að fleygja og þá er upplagt að kynna sér heimajarðgerð á vef Umhverfisstofnunar um grænan lífsstíl (www.grænn.is). Höldum grænni jól í eldhúsinu. Notum matvælin okkar betur um jólin ● HUGMYNDIR AÐ SVANSMERKTUM JÓLAGJÖFUM ● Dekraðu við ástina þína með heilnæmum Svans- merktum snyrti- og húðvörum ● Hannaðu þína eigin myndabók, dagatal, spil eða vegg- spjald fyrir ömmu og afa hjá Svansmerktri prentsmiðju ● Gleddu vinkonuna með gjafakorti á Svansmerkt kaffi- hús ● Kauptu Svansmerktan fatnað eða ritfangasett fyrir barnabörnin ● Gefðu frænkunni Svansmerkt handklæði eða sængurver ● Verðlaunaðu fjölskylduna með helgarferð á Svansmerkt hótel úti á landi ● HVAÐ ER PARABEN? Paraben eru flokkur efna sem eru m.a. notuð sem rotvarnar- efni í snyrti- og hreinsivörum fyrir bæði börn og fullorðna. Rotvarnarefni viðhalda gæðum vörunnar til lengri tíma. Rann- sóknir á dýrum hafa sýnt að paraben raska hormónastarf- semi og að áhrifin aukast með stærð sameindarinnar. Svans- merktar snyrtivörur innihalda ekki paraben. Græn jólagjafa- hugmynd! Gefðu bágstöddum. Öll þekkj- um við fólk sem allt á og ekk- ert vantar. Gefðu til góðs mál- efnis í þeirra nafni og sendu þeim kort sem útskýrir hvern- ig gjöfin mun nýtast til góðs. Um þessi jól skulum við hugsa okkur vel um við matarinnkaupin og kaupa bara það sem við ætlum að nota.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.