Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2011, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 12.11.2011, Qupperneq 106
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR58 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Rjúpnahæð, Hnoðraholt, Smala- holt, Þing og Kópavogsbrún. Úthlutun á byggingarrétti Kópavogsbær auglýsir til úthlutunar byggingarrétt á lóðum samkvæmt nýju deiliskipulagi á Rjúpnahæð. Um er að ræða fjölbreytt úrval lóða fyrir einbýlishús, parhús, raðhús, fjórbýlishús, klasahús og fjölbýlishús. Frá Rjúpnahæð er glæsilegt útsýni til allra átta. Einstök útivistarsvæði e ru í næsta nágrenni svo sem Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Guðmundarlundur, Heiðmörk og glæsilegur golfvöllur. Enn fremur eru lausar til umsóknar lóðir í Hnoðraholti, Smalaholti, Þingum og í Kópavogsbrún. Lóðirnar eru nú þegar byggingarhæfar. Skipulagsuppdrættir, s kilmálar, umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og upplýsingar um verð eru aðgengilegar á vefsíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar eru einnig veittar hjá umhverfissviði Kópavogsbæjar. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu bæjarins. Þeir sem ekki hafa tök á að sækja um rafrænt geta nálgast umsóknareyðublöð í þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, Kópavogi, 1. hæð og skilað umsóknum á sama stað. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðahúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarrétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Lágmarksviðmið um greiðslu- hæfi er kr. 40.000.000 fyrir einbýlishús og kr. 35.000.000 fyrir rað- og parhús. Skattframtal síðasta árs skal enn fremur fylgja umsókn. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir síðasta framtalsár árituðum af löggiltum endurskoðanda. Umsóknir eru teknar fyrir á fundum framkvæmdaráðs einu sinni í mánuði að jafnaði. Umsóknir ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast a.m.k. 2 dögum fyrir fund. Nánari upp- lýsingar um fundartíma f ást hjá umhverfissviði Kópavogsbæjar. Bæjarstjórinn í Kópavogi 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvað er þetta Elza? Jóla- matur? Ég ákvað að hressa aðeins upp á þetta í ár! GÓÐI GUÐ! Ég bjó til nýja blöndu af gamla dótinu. Jólapylsa, medisterkaka, rifjasteik, súrkál, þorskur og þessar þýsku pylsur sem þú elskar! Borið fram á flat- brauði? Undirstaða hverrar mál- tíðar, Günther! Gleðileg jól! Gjörðu svo vel, pabbi. Ég brenndi geisla- disk með gömlum smellum fyrir þig. Vá! Takk, Palli! „The Middle“ með Jimmy Eat World. „Baseline“ með Quarashi. „Drive“ með Incubus. „Beautiful Day“ með U2... Hm. Eitthvað að? Þessir gömlu smellir eru of nýir til að ég kannist við þá. Útsala Þið vitið að barnasjampó vex ekki á trjám. Bíddu, sjáðu, þú átt eftir að fíla þetta! LÁRÉTT 2. íþróttafélag, 6. kyrrð, 8. slagbrand- ur, 9. svelg, 11. berist til, 12. veisla, 14. hestur, 16. nafnorð, 17. skaut, 18. utanhúss, 20. á fæti, 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. hald, 3. í röð, 4. hvítingi, 5. þrot, 7. æðibunugangs, 10. dýrahljóð, 13. fjör, 15. slæma, 16. nudda, 19. 999. LAUSN LÁRÉTT: 2. fram, 6. ró, 8. slá, 9. iðu, 11. bt, 12. partí, 14. gráni, 16. no, 17. pól, 18. úti, 20. il, 21. asmi. LÓÐRÉTT: 1. grip, 3. rs, 4. albínói, 5. mát, 7. óðagots, 10. urr, 13. táp, 15. illa, 16. núa, 19. im. Þetta er langvinsælasti spegillinn okkar. Stundum rekur maður augun í fréttir sem verða þess valdandi að maður rekur upp stór augu og hristir höfuðið. Þetta eru ekki alltaf stórfréttir. Í síðustu viku var t.d. smáklausa á bls. 2 í Frétta- blaðinu undir fyrirsögninni „Mildari refsing ofbeldismanns“. Forsaga málsins er sú að maður nokkur gekk svo í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni að hún sá sér þann kost vænstan að fleygja sér fram af svölum til að flýja ofbeldið. Hæsti réttur komst að þeirri niðurstöðu að ofbeldismaðurinn væri ekki ábyrgur fyrir áverkunum sem konan hlaut af fall- inu, aðeins áverkunum af barsmíðunum. Refsing mannsins var því milduð úr tveggja ára fangelsi í 18 mánuði og skaðabæturnar sem honum var gert að greiða henni voru lækkaðar úr 860.000 kr. í 300.000 kr. MIKIÐ hlýtur að vanta upp á að nógu ítarlega sé greint frá öllum mála- vöxtum í þessu greinarkorni til að nokkrum óbrjáluðum manni geti fundist heil brú í þessari niðurstöðu. Á kona þessi sér langa sögu af áráttukenndri hegðun sem lýsir sér í því að hún er sýknt og heil- agt að fleygja sér fram af svölum og því bendi ekkert til þess að sú ákvörðun hennar að láta vaða hafi staðið í einhverju sambandi við barsmíðarnar sem hún sætti alveg þangað til hún stökk? Iðkaði konan „base-jump“ af slíkri ástríðu að hún lét það ekki aftra sér frá því að stunda íþrótt sína að verið væri að lúberja hana? Ég hef ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug fleiri skýringar sem gætu réttlætt þessa niðurstöðu. Hvernig í ósköpunum getur það talist ósannað að maðurinn beri ábyrgð á fallinu? AUÐVITAÐ breytir það ósköp litlu í hinu stóra samhengi hvort maðurinn kemur sex mánuðum fyrr eða síðar úr fangelsi til að halda uppteknum hætti, sem rann- sóknir sýna að allar líkur eru á að hann geri fái hann ekki meðferð við ofbeldis- hegðun sinni í afplánuninni. En hægt er að berja allmargar konur á sex mánuðum og þessi dómur getur því skipt sköpum í lífi þeirra sem verða á vegi hans þessa sex mánuði sem hann öðrum kosti hefði verið á bak við lás og slá. SAMT fæ ég ekki betur séð en að Hæsti- réttur hafi með þessum úrskurði sett fram uppskrift að því hvernig drepa megi mann og komast upp með það: Hrekja hann fram af klettum. Sé Hæstiréttur sjálfum sér samkvæmur þyrfti hann að komast að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið hrakningarnar sem drápu manninn, heldur lendingin. Ályktunargáfa Hæstaréttar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.