Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 107

Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 107
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2011 59 Aðeins í Skífunni 250 bestu plötur sögunnar Úrvalið er í Skífunni! 999 1.499 1. 499 1.499 1.999 1.999 1.999 KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS Tónlist ★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Einleikari: Jósef Ognibene. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu Hefði þurft hraðspólun Vinkona mín spurði mig í hléinu á Sinfóníutónleikunum á fimmtudags- kvöldið hvort níunda sinfónían eftir Mahler væri ekki eins konar dauðarokk. Það er nokkuð til í því. Svona í mjög óeiginlegri merkingu! Í dauða- rokkinu er farið lengra en í annarri rokktónlist, og Mahler var svo sem ekkert að hemja sig heldur. Níunda sinfónían er tröllaukin, nánast helm- ingi lengri en sambærileg stórvirki eftir Beethoven og Brahms. Rétt eins og í dauðarokkinu er stemningin líka myrk, enda var Mahler heilsutæpur þegar hann samdi sinfóníuna. Hann vissi að hann átti ekki langt eftir ólifað. Vissulega er sinfónían falleg. Það eru í henni hrífandi augnablik; hún er magnað skáldverk. En hún er svo stórbrotin og löng að flutningurinn þarf að vera innblásin snilld ef hún á ekki að virka óþolandi langdregin. Hljómsveitin spilaði jú vel, tæknilega séð. Leikur hennar kom ágætlega út í hljómburði Eldborgar- innar. Örveikir kaflar heyrðust alveg skýrt. Strengirnir voru silkimjúkir og notalega breiðir, málmblásturinn skær og fallegur. Tréblásararnir voru pottþéttir og heildartónninn var almennt fágaður og flottur. Túlkun hljómsveitarstjórans, Petri Sakari, var líka smekkleg og ágætlega mótuð. En það vantaði andagiftina. Sinfónían komst aldrei almennilega á flug. Í staðinn varð hún skelfilega langdregin. Mann langaði hálfpartinn til að hraðspóla yfir marga kaflana. Í rauninni var meira varið í fyrri tónsmíðina á efnisskránni, horn- konsert eftir Áskel Másson, sem hér hljómaði í fyrsta sinn. Tónmálið var skemmtilega látlaust, einleikarinn, Jósef Ognibene, spilaði fullt af sjarmerandi hendingum sem höfðu hæverskt, allt að því feimnislegt yfirbragð. Í kringum þetta spann hljóm- sveitin dularfullan tónavef. Og yfir öllu sveif einhver þjóðleg nostalgía, eða fortíðarþrá. Hún kristallaðist í þjóðlagi sem var kynnt til sögunnar í upphafi og heitir því skondna nafni Píp upp með sætum söng og tón. Það er að finna í söngvasafni frá 17. öld. Einnig varð maður var við hend- ingar sem byggðust á náttúrulegri röð yfirtóna. Og áberandi pákuleikur skapaði sérstakt andrúmsloft. Úr þessum efnivið varð fram- vinda sem var þægilega afslöppuð, en samt tilfinningaþrungin. Hún var nánast rómantísk. Og einleikarinn, ásamt hljómsveitinni, spilaði glæsi- lega. Útkoman var sérlega skemmti- leg upplifun. Sennilega er þetta með bestu verkum Áskels. Jónas Sen Niðurstaða: Stórbrotin níunda sinfónía Mahlers var ágætlega flutt, en túlkunina skorti innblástur. Horn- konsert eftir Áskel Másson var hins vegar heillandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.