Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 126

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 126
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR78 Ensímin hjálpa við að brjóta niður og melta fæðuna, eykur næringarupptöku. Lagar uppþembu og vanlíðan eftir máltíðir. Virkar vel við candida sveppasýkingu. Kemur á jafnvægi í maga og ristli. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum Meðmæli: Þægileg inn taka ekkert bragð , fljótvirkt • HUSK trefjar • 5 sérvaldir acidofilus gerlar • Inulin FOS næring fyrir acidofilus gerlanna lifestream™ nature’s richest superfoods www.celsus.is VIÐ ERUM FLUTT! Fótaaðgerðastofan á Heilsuhvoli aðsetur sitt í Álfheima 74, 2.hæð, Glæsibæ. Guðbjörg Hafsteinsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur, sjúkraliði og svæðanuddari. Tímapantanir í síma 821 2627 eða 511 1000 omgh@isl.is – www.heilsuhvoll.is PERSÓNAN Á samskiptavefnum Facebook er þýskur nafni fyrrverandi forsætis- ráðherra Íslands, Geirs Haarde. Pilturinn er þýskur námsmaður sem kaus sér nafnið sem notanda- nafn á Facebook en í raun heitir hann sjálfur Alex Mannan. Facebook hélt innreið sína til Þýskalands síðar en á Íslandi, þar sem þýskir námsmenn notuðu heldur samskiptavef sem nefn- ist StudiVZ. Alex segir að þegar hann skráði sig loks sem not- anda á Facebook hafi honum þótt sumar spurningarnar sem spurð- ar voru heldur persónulegar og því ákveðið að finna sér sérstakt not- andanafn. „Ég valdi nafnið Geir Haarde þegar ég skráði mig sem Facebook-notanda árið 2008, þá var kreppan þegar komin á fullt. Ég hafði ekki heyrt fyrrverandi forsætisráðherra ykkar nefnd- an á nafn fyrr en íslenskir fjöl- miðlar fóru að fjalla um krepp- una og var því meðvitaður um hver Geir Haarde var og að hann væri umdeild persóna í íslensku samfélagi en vissi að prófílmynd- in mundi koma í veg fyrir að fólk færi mannavillt,“ útskýrir Alex. Hann stundar nám í norrænum fræðum með áherslu á sænsku og íslensku við Háskólann í Tübingen. Hann þekkti þegar nokkuð vel til Svíþjóðar en lítið til Íslands og ákvað því að koma í skiptinám hingað til lands haustið 2008. „Það er mikið samstarf milli háskólans míns og Háskóla Íslands og hingað koma oft íslenskir skiptinemar. Ég hafði kynnst nokkrum Íslending- um sem stunduðu nám í Tübingen og þeir voru allir svo indælir að ég ákvað að fara heldur í skiptinám til Íslands en Svíþjóðar.“ Alex segir dvölina á Íslandi hafa farið fram úr öllum hans vonum en að það hafi komið honum töluvert ALEX MANNAN: ÞAÐ VANTAR FROÐU Á BJÓRINN Á ÍSLANDI Þýskur nafni Geirs Haarde NAFNAR Alex Mannan tók sér not- endanafnið Geir Haarde á Facebook því honum þótti margar spurningarnar of persónulegar. „Mér líst rosalega vel á myndina, handritið er æðislegt og þetta er virkilega vel skrifuð og fal- leg saga hjá honum,“ segir Nína Dögg Filippus- dóttir, sem hefur verið ráðin til að leika listakon- una Nínu Tryggvadóttur í stórmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum munu þau Nick Stahl og Anita Briem leika ljóðskáldið Stein Steinarr og mynd- listarkonuna Louisu Matthíasdóttur. Nína segir það vera mikinn heiður að fá tæki- færi til að leika þessa miklu listakonu Íslendinga. „Ég hef ekki áður verið í hlutverki sögulegrar manneskju og undirbúningurinn verður örugg- lega allt öðruvísi. En maður verður samt að passa sig á að verða ekki eftirherma, þetta er ekki heimildarmynd,“ segir Nína. Hún á von á barni eftir viku og hafði því ekki gefið sér mikinn tíma til að kynna sér lífshlaup listakonunnar. Nína hyggst hins vegar nýta tímann vel á meðan hún liggur við hlið nýja fjölskyldumeð- limsins. „Þetta er mjög spennandi hlutverk og auðvitað er ég líka pínulítið smeyk við að leika svona goðsagnakennda konu. En þetta er fyrst og fremst áskorun og þau hafa verið yndisleg, Margrét [Hrafnsdóttir] og Jón Óttar,“ segir leikkonan. Eiginmaður hennar, Gísli Örn Garðarsson, hefur einn- ig samþykkt að leika í myndinni. Ekki hefur þó verið ákveðið hvaða hlutverk hann fer með þar sem ekki liggur fyrir hversu mikinn tíma Gísli hefur vegna anna á öðrum vígstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Margréti er ráðgert að tökur hefjist í Kanada í janúar á næsta ári en þeim verður síðan fram- haldið í mars hér á landi. - fgg Nína Dögg ráðin til að leika Nínu Tryggva „Nú setjum við bara framkvæmdina í gang og byrj- um að undirbúa viðburðinn,“ segir Sigurjón Einars- son kvikmyndagerðarmaður. Sigurjón fékk nýlega vilyrði frá ríkisstjórn Íslands um þriggja milljóna króna styrk til að undir- búa stórtónleika á vegum samtaka Nelson Mandela, 46664, hér á landi á næsta ári. Sigurjón fer fyrir íslenskum hópi sem undirbýr viðburðinn og var að vonum ánægður með niður- stöðuna. Áður hafði Reykjavíkurborg ákveðið að styrkja tónleikaframkvæmdina um tvær milljón- ir króna. „Við vorum auðvitað háð því að fá bæði þennan pólitíska stuðning sem og almennan stuðn- ing, því verkefnið er stórt, alþjóðlegt og hefur vissulega pólitíska anga. Fyrstu skrefin eru svo að stilla okkur saman við ýmsa aðila eins og ferðaþjón- ustuna, Hörpu og Laugardalshöll.“ Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá voru það mannúðarsamtök Mandela, 46664, sem föluðust eftir Íslandi sem staðsetningu fyrir næstu alþjóð- lega stórtónleika sína. „Það er mikill vilji innan samtakanna að Ísland verði í brennidepli á næsta ári. Dagskráin verður þannig líklega svolítið dreifð, einhver viðburður um vorið, mögulega um sumarið en aðaltónleikarnir verða í september.“ Sigurjón segist ánægður með að sjónum heims- ins verði beint að stuðningi Íslands við mannúðar- mál. „Ég held að við ættum ekki að týna okkur í umræðunni um hversu mikið við græðum á þessu. Fyrst og fremst er um að ræða alþjóðlegan mannúðar viðburð á risastórum skala sem verið er að setja upp á Íslandi. Það stærsta í þessu er auð- vitað að geta hjálpað til við að varpa ljósi á það sem Nelson Mandela hefur barist fyrir í þau 93 ár sem hann hefur lifað.“ - bb Grænt ljós á Mandela-tónleika BARÁTTUMAÐUR Mannúðarsamtökin 46664 draga nafn sitt af fanganúmeri Nelsons Mandela frá Robben-eyju, þar sem hann dvaldi í 18 af þeim 27 árum sem hann var lokaður inni. NÍNA OG NÍNA Nína Dögg leikur nöfnu sína og listakonuna Nínu Tryggvadóttur í stórmyndinni Kill the Poet eftir Jón Óttar Ragnarsson. Kvikmyndaleikstjórinn Kevin Smith er staddur hér á landi og svaraði spurningum aðdáenda sinna í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi ásamt því að flytja uppistand. Smith hyggst lyfta sér upp á ferðalaginu og pantaði sér borð á Austri í gær og í kvöld. Smith hyggst ásamt fylgdarliði sletta ærlega úr klaufunum, enda er miðborg Reykjavíkur ekki þekkt fyrir annað en að taka vel á móti þeim sem finnst gaman að skemmta sér. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Elísabet Olka Guðmundsdóttir Aldur: 32 ára. Starf: Mynd- listarkona. Fjölskylda: Sambýlismaður og tvö börn. Foreldrar: Gunnhildur Heiða Axels- dóttir, stjórnar- formaður Vinunar, og Guðmundur Sigurfreyr Jóns- son rithöfundur. Stjörnumerki: Steingeit. Elísabet Olka opnaði fyrstu myndlistar- sýningu sína í Kaupmannahöfn á dögunum. á óvart hversu fullt af andstæðum landið var. „Þið eruð fá en samt er svo mikill stórborgarbragur yfir bæjunum, það rignir stanslaust en þrátt fyrir það er landið lítið gróið og mikið um eyðimerkur. En ég naut næturlífsins, námsins við HÍ, fisksins og bjórsins Kalda.“ Inntur eftir því hvort honum hafi þótt eitthvað neikvætt við land og þjóð nefnir Alex hátt verðlag á matvöru og froðuleysi á bjórn- um. „Það vantar froðuna á bjór- inn ykkar, án hennar smakkast bjórinn einfaldlega ekki jafn vel. Einu sinni hellti barstúlka í glas fyrir mig og þar sat svolítil froðu- kolla efst en hún mokaði henni úr og bætti bjór í glasið, hjartað í mér brast,“ segir hann glettnislega að lokum. sara@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.