Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 11
Þ etta er allt að fara á fullt,“ segir Geirþrúður Þorbjörnsdóttir, eigandi Föndurlistar í Mörkinni. „Fólk byrjar yfirleitt að föndra fyrir jólin í lok október eða byrjun nóvember. Jólin eru tvímælalaust aðalvertíðin hjá okkur.“ Geirþrúður segir vörur til skartgripagerðar vinsælastar hjá þeim. „Fólk er mikið að koma og kaupa efni til skartgripagerðar sem það svo gerir heima og gef- ur í gjafir,“ segir Geirþrúður. „Þetta er alltaf að aukast.“ Geirþrúður segist ennfremur merkja það að fólk föndri jóla- gjafirnar sjálft í meira mæli en áður. Boðið hefur verið upp á ým- iskonar námskeið hjá Föndurlist gegnum tíðina. „Við höfum verið með nám- skeið í skartgripagerð og leir, námskeið í gerð jólakorta og myndaalbúmagerð og eins kenn- um við að gera heklaðar bjöllur, það hefur verið mjög vinsælt. Að búa til kerti og kerta- skreytingar er líka vinsælt og við seljum allt til kertagerðar og fyrir skreytingarnar.“ Geirþrúður segir þau ekki rýma til í versluninni fyrir jólin, efni til jólaföndurs fáist allan ársins hring og það sé alltaf tals- verður fjöldi sem nýtir sér það. „Fólk fer stundum strax í jan- úar að huga að næstu jólum.“ birta@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Sífellt fleiri föndra jóla- gjafirnar Hjá Föndurlist er boðið upp á margskonar hrá- efni til jólaföndurs auk þess sem þar er boðið upp á ýmis námskeið. Föndurbúðin Fjölbreytt úrval fyrir jólaföndrið. Jólablað Morgunblaðsins 2010 101 Zeus heildverslun - Sia • Austurströnd 4 • Sími 561 0100 www.sia-homefashion.com Kristín Ingva- dóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar í litla tölvu. Hver er uppáhalds- jólasveinninn þinn? Kertasníkir, því hann byrj- ar á K eins og ég. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei, það er bara ef maður er óþekkur. Hvað borðarðu á jól- unum? Ég borða jólamat. Mér finnst kjöt og grænar baunir best. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er hefð á mörgum heimilum að spila skemmtileg spil á jólum þó svo að sumir leyfi enga spilamennsku fyrr en eftir miðnætti á aðfangadag. Á hverju ári koma út þónokkur íslensk borðspil sem er gaman að gefa og enn betra að þiggja. Eitt þeirra er Jóla jólaspilið, nýtt íslenskt spil eftir Svavar Björgvinsson. Svavar gaf út í fyrra spil sem heitir Vikings. Jóla jólaspilið er hannað, teiknað og gefið út af hon- um einum. „Það er prentað hér á Íslandi en sett saman heima í stofu með aðstoð fjölskyldu og vina. Það hentar fyrir leikmenn frá 5 ára aldri en þetta er eina spilið á markaðnum núna sem er fyrir þennan aldurshóp og er ekki spurninga- eða orðaleikjaspil,“ segir Svavar. Tvö jólaspil Jóla jólaspilið inniheldur í raun tvö borðspil. Í fyrsta lagi er það Pakkakapp þar sem hver liðsmaður er jóla- sveinn og hefur það markmið að koma jólagjöfum í hús til barna. „Það eru sex hús sem leikmenn þurfa að koma pökk- unum í en á leiðinni skjótast þeir á gormi langt áfram í spilinu eða falla niður um göng svo það tekst ekki alltaf að koma pökkunum á sinn stað áður en komið er á leið- arenda,“ útskýrir Björgvin. Hitt spilið nefnist svo Sleðakeppni en það er hratt teningaspil þar sem markmiðið er að verða fyrstur í mark og vinna bikarinn. En eins og oft er leynast ýms- ar hindranir á leiðinni sem tefja fyrir. birta@mbl.is Pakkakapp og sleða- keppni Nýtt íslenskt jólaspil komið á markað. Árni Erik Kolbeinsson Schenk, 4 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Mig langar í disk sem er með svörtum haus. Hver er uppáhalds- jólasveinninn þinn? Stekkjarstaur. Hvað borðarðu á jól- unum? Bara allt. Hefurðu fengið kart- öflu í skóinn? Nei. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.