Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 12
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 28. nóv-
ember.
Margir koma sér upp aðventukransi fyrir jólin og
kveikja samviskusamlega á kerti hvern sunnudag fyrir
jól.
Hjá Vísindavef Háskóla Íslands má meðal annars
finna upplýsingar um kertin fjögur, heiti þeirra og sögu.
Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyr-
irheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyr-
ir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehems-
kertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús
fæddist í, þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja
kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum
fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðr-
um. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir
okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.
Kransana er hægt að föndra sjálfur eða kaupa af fag-
mönnum.
Meðfylgjandi myndir sýna stórglæsilega kransa unna
af fagfólki. Þeir eru sparilegir, hátíðlegir, skrautlegir
og umfram allt jólalegir.
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúrulegur Rauð kerti og greinar gera þennan aðventukrans afar jólalegan. Kransinn er frá Blómavali.
Við kveikjum
fjórum kertum á
Karnival Þessi litskrúðugi og fallegi krans er frá Garðheimum. Sannkölluð karnival-stemning.
Flott Fjólublar er hátíðlegur litur og
gaman að hvíla rauða litinn öðru
hverju. Þessi krans er frá Garð-
heimum.
102 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Ármúla 18, Reykjavík, sími 511 33 88
Opið mán. – fös. 9-18 og lau. 11-15
ADDI prjónasett
Verð kr. 15.650
Heklunálar sem
henta gigtveikum
Fjölbreytt bókaúrval
Útsaums-
pakkning
er góð
jólagjöf
DMC saumataska
Gjafakort
PURElite 3-in-1
Díóðuljós og
stækkunargler.
Verð kr. 17.850
Þennan lampa er hægt
að hafa sem gólflampa,
borðlampa og festa á borð
með klemmu.
Einnig fylgir box fyrir
rafhlöður ef rafmagn er
ekki til staðar. Sparneytinn
á rafmagn og gefur lítinn
hita frá sér.