Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 16
106 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Góðar jólagjafahugmyndir
M
b
l1
23
44
71
9.800 kr.
7.800 kr.
5.200 kr.
12.800 kr.
frá 3.200 kr.
Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum,
seðla- og leðurveskjum, ferðatöskum að ógleymdu hinu
landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum.
Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á
www.th.is.
Jólalegir markaðir
Jólamarkaðir eru haldnir víða um land og eru af öllum stærðum
og gerðum þegar kemur að úrvali og fjölda sölumanna og
viðskiptavina.
Jólin eiga markaðirnir þó allir sameiginleg og það getur verið afar
jólalegt að rölta um notalega markaði og kanna jólalegt úrval af
handunnum íslenskum vörum.
„Stemningin á jólamarkaðnum sem
hér hefur verið haldinn undanfarin
ár hefur verið virkilega góð. Hér er
margskonar varningur til sölu auk
þess sem listamenn koma fram, til
dæmis rithöfundar og tónlistar-
fólk,“ segir Kristján Bjarnason,
markaðsstjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur.
Jólamarkaðurinn vinsæli við
Elliðavatn verður opnaður í dag,
laugardag, og verður opið allar
helgar til jóla milli kl. 11 og 17.
Mikið úrval af íslensku handverki
og hönnun er í söluskúrum og víð-
ar. Þá verður Skógræktarfélagið
með jólatréssölu.
Í salnum í Elliðavatnsbænum
verður handverksfólk með vörur
sínar og að sjálfsögðu boðið upp á
vöfflur og kakó. Kynntar eru gest-
um og gangandi handunnar jóla-
skreytingar úr efniviði skógarins.
Til sölu er einnig eldiviður, köngl-
ar, trésneiðar, furugreinar, barr-
nálar, trédrumbar, börkur og mosi
sem allt nýtist í föndur og skraut.
Rjóðrið er trjálundur rétt við
Elliðavatnsbæ þar sem hægt er
að setjast á bekki við varðeld.
Barnastundin verður þar klukkan
14 og þá kemur barnabókahöf-
undur og les upp fyrir börnin og
auk þess verður farið í náttúruleiki.
Jólasveinar koma í heimsókn þegar
nær dregur jólum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Jólalíf í lundum skógar
„Svona dagar krydda mannlífið og bæta bæjarbrag.
Við byrjuðum í haust með kompudaga og svo góðar
voru undirtektirnar að við ákváðum að halda áfram
á þessari sömu braut,“ segir Lilja Vattnes sem ásamt
Lovísu systur sinni stendur að jólamarkaði á Garða-
torgi í Garðabæ.
Jólasveinarnir mæta á Garðatorg í dag og það er
fyrsti markaðsdagurinn – en svo verða þeir 4., 11. og
18. desember. Margir hafa boðað þátttöku á
markaðsdaginn svo sem handverksfólk með listmuni
ýmiskonar, einhverjir verða með föt, íþróttafélög
selja sjávarfang og svo mætti áfram telja. Þá munu
fulltrúar Norræna félagsins mæta á Garðatorg og
kynna starf sitt.
„Við viljum skapa jólastemningu hér alla laugar-
daga á aðventunni og ætlum að bjóða upp á kakó,
heita súpu og kruðerí,“ segir Lilja. „Við útvegum
þeim sem hér vilja versla borð en það ræðst af þátt-
töku hve stórt pláss hver og einn getur fengið. Mestu
skiptir samt að skapa góða stemningu og þá skiptir
ekki litlu að jólasveinar og fleiri hafa boðað hér
komu sína sem ætti að vera mörgum tilhlökkunar-
efni.“ sbs@mbl.is
Bætir bæjarbrag
Morgunblaðið/Golli
Opið hús og jólamarkaður fer
fram hjá Leirkrúsinni á Álftanesi
dagana 27. og 28. nóvember.
Undanfarin ár hefur Leirkrúsin á
Álftanesi haft jólamarkað á aðvent-
unni og það verður engin und-
antekning frá því þetta árið.
Yfir veturinn eru haldin fjöl-
breytt námskeið í leirmótun, en það
eru nokkrir aðilar á Opinni vinnu-
stofu sem standa fyrir markaðnum.
Fyrir utan fjölbreytt úrval af
handunnum leirmunum er á boð-
stólum ýmiss konar annað hand-
verk sem hópurinn hefur unnið í
vetur og svo má einnig geta þess að
hluti af innkomu á markaðnum
mun renna til Barnabrosa, en
Barnabros eru hjálparsamtök sem
gleðja börn með sérstakri upplifun.
Opin vinnustofa hjá Leirkrúsinni
mun einnig taka þátt í Jólamarkaði
á Elliðavatni í Heiðmörk helgina
11. til 12. desember. Leirkrúsin er
að Hákotsvör 9 á Álftanesi.
birta@mbl.is
www.leir.is
Opið hús í Leirkrús
„Jólamarkaðurinn er sannkallaður hápunkt-
ur hjá okkur og allt starf ársins stefnir að
þessum eina degi,“ segir Heimir Þór
Tryggvason, forstöðumaður handverksverk-
stæðisins Ásgarðs í Álafosskvos í Mosfellsbæ.
Í Ásgarði starfa þrjátíu þroskahamlaðir
karlar við margskonar handverk. Eins og
alltaf er markaður Ásgarðs fyrsta laugardag
í desember; að þessu sinni 4. desember og er
opið milli 12 og 17. Á boðstólum er kökuhlað-
borð og verður boðið upp á ekta gamaldags
heitt súkkulaði með rjóma.
„Salan á okkar frábæru og fallegu list-
munum verður í bröggunum á Álafossvegi
14. Allir listamenn Ásgarðs hafa lagt sig
fram við að töfra fram einstaka og fallega
hluti sem þið getið keypt af þeim. Við kom-
um einnig til með að fá góða gesti eins og
vanalega til að syngja og spila fyrir okkur.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að
kíkja í heimsókn til okkar,“ segir Heimir.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Töfra fram
fallega hluti