Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 20
H elga Möller tekur á móti blaðamanni í fallegri íbúð í Austurbænum. Það er strax morgunljóst að húsráðandi er mikið jólabarn. Helga býður upp á piparkökur úr forlátu jólasveinakökubauk. „Þessi er alltaf tekinn fyrstur upp af jólaskrautinu,“ segir Helga. Köku- boxið er þeirrar náttúru að jóla- sveinninn rekur upp hljóð í hvert sinn sem það er opnað. Það gerði hann þar til Helga tók úr honum rafhlöðurnar. „Það er óþarfi að vekja athygli allra heimilismanna á því hvenær maður fær sér kökur,“ segir Helga brosandi. „Ég tíni jóladótið fram smátt og smátt,“ segir Helga sem segist þurfa að vera skipulögð í jólaundirbúningi þar sem aðventan er oftar en ekki mikill annatími með jólatónleikum og öðru tilheyrandi. „Ég keypti til að mynda síðustu jólagjöfina áðan,“ segir Helga. „Mig langar að sleppa alfarið við stressið á aðventunni. Það er nóg að vera að hugsa um sönginn og allt sem honum fylgir,“ segir Helga, sem hef- ur sungið víða á aðventunni undan- farin 25 ár. Ómar verður með hugvekju Hinn 16. desember ætlar Helga að halda jólatónleika í Laugarneskirkju. „Ég gaf út jólaplötu árið 2007 og hélt þá tónleika í kjölfarið og hef gert ár hvert síðan. Tónleikarnir eru komnir til að vera,“ segir Helga. Hún hafði lengið gengið með þann draum í maganum að gefa út jóla- plötu. „Mig langaði að gera einfalda og stílhreina plötu sem væri ekki ofhlað- in bjöllum og látum. Ég vildi gera plötu sem auðveldar fólki að slaka á á aðventunni,“ segir Helga. Á plötunni má meðal annars finna lögin Aðfangadagskvöld og Ég kemst í hátíðarskap, lög sem Helga hefur tryggt sess sem einhver vinsælustu jólalög síðustu áratuga. Helga býður til sín gestum á jóla- tónleikana ár hvert. „Dóttir mín, Elísabet Ormslev, hefur alltaf verið með, en hún söng einmitt bakraddirnar inn á plötuna mína aðeins 14 ára gömul. Svo verður Raggi Bjarna með mér í ár og Ómar Ragnarsson, sem verður heiðurs- gesturinn. Ómar verður með hug- vekju og svo syngjum við öll dúetta,“ segir Helga. „Ég vil hafa jólatónleikana mína persónulega og hlýlega. Það er svo fallegur hljómur í kirkjunni og hún er svo passlega stór.“ Tekin upp með jólaskrautinu Eins og áður segir hefur Helga sungið mörg af vinsælustu jólalögum okkar Íslendinga. Hvernig tilfinning ætli það sé að vera hluti af undirbún- ingi jólanna hjá svo mörgum með þessum hætti? „Að ég sé tekin upp með jóla- skrautinu meinarðu?“ segir Helga og brosir. „Mér þykir ofboðslega vænt um það. Ég grínast stundum með nafnið mitt í þessu samhengi, eins og Helg eru jól og Helga nótt. Það er kannski ekki tilviljum að ég heiti Helga. En ég man að fyrst eftir að lögin komu út fannst mér þetta svolitið mikið. Ég hef oft fengið að heyra að ég sé með svo jólalega rödd. Ég lenti meira að segja einu sinni í því að ég samdi lag sjálf og ætlaði að fá spilun á því á Bylgjunni. Þeir urðu hins vegar ekki við því þar sem lagið þótti of jólalegt! Það var hvergi minnst á jólin í text- anum, það var bara röddin mín sem þótti svona jólaleg.“ Það er engin leið að hætta Eins og hjá mörgum starfsstéttum hefur tónlistarfólk mikið að gera í desember. Auk jólatónleikanna er Helga að syngja á jólahlaðborðum, jólaböllum og víðar. „Ég er hvergi föst en ég var lengst af að syngja á jólahlaðborði á Hótel Loftleiðum og var þar í ein 18 ár,“ segir Helga. „Ég held reyndar að flestir tónlist- armenn í dag segi sömu sögu, að það er minna að gera hjá okkur eftir að kreppan skall á. Þetta er kannski eitthvað sem fólk sparar við sig þegar halda á skemmtanir. En ég hef enga trú á að þetta ástand sé komið til að vera,“ segir Helga. „Tónlistarfólk býr sér í auknum mæli sjálft til verkefni, eins og að halda tónleika. Og það er auðvitað æðislegt. Það er gaman að geta sótt tónleika nánast á hverju einasta kvöldi hér í bæ. En það er ekki alltaf mikið upp úr því að hafa fyrir tónlist- arfólk peningalega,“ segir Helga. „En tónlist er þörf, tónlistarmenn þurfa að koma henni frá sér. Það get- um við örugglega öll verið sammála um. Það er engin leið að hætta bara að syngja.“ Hæ englarödd! Þó svo að verkefnum hafi eitthvað fækkað koma líka önnur í staðinn. „Ég hef verið beðin um að syngja í jólaboðum í heimahúsum og það þyk- ir mér ofsalega gaman,“ segir Helga. „Mér er sérstaklega minnisstætt í fyrra þegar ég var beðin að koma í pínulitla risíbúð þar sem fullt af ungu fólki var samankomið í jólagleði. Það var alveg frábær stemning, þau sungu öll með og þetta var svo gam- an,“ rifjar Helga upp. Ef rifjuð eru upp öll jólalögin sem Helga hefur sungið í gegnum tíðina er freistandi að spyrja hana hvaða jólalag sé í uppáhaldi hjá henni. „Mér þykir alltaf mjög vænt um lagið Jólaengill sem Ómar Ragnars- son gerði gullfallegan texta við. Ég veit að mörgum þykir þessi texti afar fallegur,“ segir Helga. „Svo þykir mér sérstaklega vænt um lagið því í hvert sinn sem Ómar hringir í mig heilsar hann með orð- unum „hæ englarödd“! Ég tengi það við þennan texta.“ Niðurhalið alvarlegt mál Lagið Jólaengil má meðal annars finna á áðurnefndri jólaplötu Helgu frá árinu 2007, og hún er enn fáanleg í plötuverslunum, „eða þeim fáu slík- um sem eftir eru“, segir Helga. „Mér finnst orðin mjög dapurleg þróun í þessum efnum. Fólk halar niður tónlist eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Auðvitað væri voða þægilegt að geta halað niður mjólkinni gegn- um netið. En ég spyr: Hvernig eigum við sem erum að búa til tónlist að geta haldið því áfram ef enginn kaupir hana? Þetta endar með því að það verður engin tónlist gefin út. Það verður að finna leið til að láta fólk sjá að þetta er alls ekki sjálfsagt.“ Engin jól án jólaíssins Talið berst þá að jólahátíðinni sem er á næsta leiti. „Þegar ég var barn var hefðin sú að allt var skreytt hátt og lágt á Þor- láksmessu og kveikt á jólaljósum klukkan 18 á aðfangadag. Ég varð hins vegar að breyta þessu starfs míns vegna,“ segir Helga. „Hefðin er núna sú að ég er með alla stórfjölskylduna mína hjá mér í mat á aðfangadag. Það eru þrettán manns og þeim fylgir mikið af pökk- um. En þetta er mjög skemmtilegt og ég myndi ekki vilja hafa þetta á neinn hátt öðruvísi.“ Helga segist vera alin upp við rjúp- ur í jólamatinn en eftir að jólahald fluttist yfir á hennar heimili hefur hamborgarhryggurinn oftar orðið fyrir valinu. „Svo skiptum við með okkur verk- um. Kjötið er eldað hér hjá mér og mamma kemur með forláta eplaköku sem má ekki missa sín. Vinkona mín gerir waldorfsalatið og dóttir mín jólagrautinn.“ Og svo er það jólaísinn! „Ég byrjaði snemma á mínum bú- skaparárum að prófa mig áfram við ísgerð. Núorðið eru tegundirnar tvær sem öllum þykja algerlega ómissandi á jólunum. Ég veit að börnunum mín- um þættu jólin ekki ganga í garð ef við slepptum ísnum,“ segir Helga, sem gerir bæði jarðarberjaís og To- bleroneís. Uppskriftirnar að ísnum ómissandi má finna hér með. Tobleroneís 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1 tsk. vanilludropar ½ lítri rjómi 100 g smátt saxað toblerone Eggjarauður, púðursykur og van- illudropar þeytt vel saman í hrærivél. Rjóminn þeyttur vel og Tobleronið sett varlega saman við rjómann. Að lokum er eggjablöndunni blandað varlega en samt vel saman við rjómann og sett í ísform og í fryst- inn. Jarðarberjaís Ég er bæði búin að prófa að setja fersk jarðarber, frosin og í dós og út- koman er sú að þessi í dósinni eiga best við þennan ís. En það er auðvit- að smekksatriði. 6 eggjarauður 6 msk. flórsykur 1 stór dós jarðarber (kannski þykir einhverjum nóg að hafa litla – ég reyndar nota ekki alveg alla stóru dósina, en þetta er smekksatriði) smásletta af safanum í dósinni ½ lítri rjómi 100 g smátt saxað dökkt súkku- laði (mín börn vilja ekki hafa súkkulaðið í ísnum, persónulega finnst mér það betra en þau ráða) Eggjarauður, flórsykur og smásafi úr dósinni hrært vel saman. Rjóminn þeyttur og jarðarberin maukuð lítillega (nota kartöflu- stappara í verkið), þau eiga að vera í smábitum ásamt vökvanum sem kemur af berjunum. Súkkulaði blandað saman við rjómann og eggjablöndunni blandað varlega saman við og að lokum jarð- arberjunum. Blanda varlega en vel þannig að ísinn skilji sig ekki. Sett í ísform og inn í frystinn. Íssósa 4 stk. Mars 3 dl rjómi 100 g dökkt súkkulaði Allt sett í pott við vægan hita og látið sjóða saman í 30 mín. eða þar til sósan þykknar. Passið að standa yfir sósunni, sem auðveldlega brennur við. birta@mbl.is Helg eru jól Jólabarn Helga er búin að kaupa allar jólagjafir enda mikið að gera í desembermánuði. Helga Möller fær oft að heyra að hún þyki með afar jólalega rödd. Það er kannski vegna þess að hún hefur sungið mörg af vinsælustu jólalögum síðustu áratuga og segist sjálf vera mikið jólabarn. Hún deilir með lesendum uppskrift að margrómuðum jólaís sem er algerlega ómissandi á jólum heima hjá henni. Getty Images/StockFood 10 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Skólavörðustíg 21 - Sími 551 4050 - Reykjavík Vönduð og silkimjúk sængurföt í miklu úrvali Íslensk framleiðsla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.