Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 31
18 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Persónuleg Farðu á heimasíðu okkar www.samskipti.is Persónuleg www.samskipti.is | Síðumúli 4 | 580 7820 Prentvefur okkar gerir þér kleift að hanna og skapa þín eigin prentverk Persónuleg Persónuleg E ins og gefur að skilja eru kirkju- garðsgestir jafnan fastheldnir á leiðisskreytingar þær sem þeir koma með milli ára, en Þorgeir hefur þó séð ákveðna breytingu milli ára. „Rétt er það, þetta er oft bundið hefðinni, en þó sjást stundum breytingar á og þá einkum í takt við efnahagsástandið á til- teknum tíma,“ segir Þorgeir. „Árið 2007 og á árunum þar á undan sáust oft ýkt dæmi um leiðisskreytingar. Ýmist voru það óvenjustór kerti eða þá óvenjumörg, eða þá einfaldlega stórar skreytingar. Eðlismunurinn er því eig- inlega ekki neinn ár frá ári, en stærðin og umfangið blés heldur út í hinu svokallaða góðæri, það leyndi sér ekki.“ Að hans sögn hefur dregið úr slíku seinni misserin. „Skreytingarnar eru minni í seinni tíð og því ekki annað að sjá en þær dragi dám af ástandi efnahagsmála, eins og ann- að,“ bætir hann við. Þogeir bendir þó á að ekki þurfi alltaf að spenna bogann í botn í þessu sam- bandi. „Einfaldleikinn er nú oftast mjög fallegur, það er einlægni í einföldum skreytingum, og hugurinn skiptir öllu máli.“ Náttúrulegt fyrir nútímann Í framhaldinu nefnir Þorgeir sitt hjart- ans mál sem garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur; að færa leiðisskreytingar nær nútímanum með því að gera þær í auknum mæli náttúrulegar og þar af leið- andi endurvinnanlegar. Málið er þó við- kvæmt og vandmeðfarið, að hans sögn. „Sá siður að skreyta leiði þeirra sem fallnir eru frá er ævaforn og hefðin því gömul og rík fyrir því að ættingjar leggi skreytingar á leiði á aðventunni og gjarn- an logandi kerti á jólum. En við hjá kirkjugörðunum vildum gjarnan sjá meira af lífrænum endurvinnanlegum efnivið í skreytingarnar. Við erum að tala um grenigreinar með áföstum bjöllum, slauf- um og borðum, sem allt er úr gerviefnum, á meðan nútíminn kallar einfaldlega á aukna endurvinnslu. Við erum þar af leið- andi með háleit markmið um að minnka förgun þar eð plastskreytingar heyra að okkar mati til fortíðinni, en málið er viðkvæmt: jólahefðir eru mörgum næsta heilagar, hvað þá þær sem lúta að látn- um vinum og ættingjum, en við verðum engu að síður að opna umræðuna og tala um þetta.“ Horft til frænda vorra Máli sínu til stuðnings nefnir Þorgeir samanburðinn við hinar Norðurlanda- þjóðirnar hvað þetta varðar. „Þar eru leiðisskreytingar alfarið úr lífrænum efnum, og bera ekkert plast eða neitt annað ólífrænt; þar er ekki að sjá neinar rauðar bjöllur eða borða. Það sem frændur vorir í Skandinavíu gera gjarnan þess í stað er að tefla saman tveimur eða þremur mismunandi gerð- um af sígrænum greinum, til að lífga við litinn í skreytingunni og það kemur ákaflega fallega út – allt lífrænt. Ég minni aftur á það sem ég nefndi áðan um hve fallegur og hátíðlegur einfald- leikinn er í þessu sambandi.“ Með þetta í huga hefur Þorgeir heim- sótt Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um, til að mæla fyrir lífrænum skreyt- ingum. „Það má í raun með sanni segja að þar séum við að sækja í grasrótina,“ segir garðyrkjustjórinn og kímir við. „Um leið höfðum við sérstaklega til framleiðenda leiðisskreytinga um að færa efnisval sitt til nútímalegra horfs. Ég minni á að til er margt fallegra haustblóma, á borð við erikur, sem lífga upp á leiðin allt til jóla.“ Þjónusta um jólin Að endingu er Þorgeir inntur eftir því hvort kirkjugarðarnir veiti þeim sér- staka þjónustu um jólin sem hafa hug á að vitja leiða yfir hátíðarnar. „Á aðvent- unni bendum við fólki á að skoða vef- svæðið www.gardur.is, en þar er að finna gagnagrunn með legstaðaskrá flestra kirkjugarða. Sömuleiðis má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi okkur á kirkjugardar.is. En á Þorláks- messu og aðfangadag erum við með svarþjónustu í síma fyrir þá sem þurfa upplýsingar um staðsetningu tiltekins leiðis. Einnig eru starfsmenn til taks í görðunum þessa tvo daga til að aðstoða fólk við að finna það sem það leitar að. Rétt fyrir jól hefur fólk tíma af skorn- um skammti og þá hefur oft komið sér vel að hafa okkar fólk til taks svo öllum megi leiðbeina á réttan stað,“ segir Þor- geir Adamsson, garðyrkjustjóri Kirkju- garða Reykjavíkur, að lokum. jon.olason@gmail.com Kyrrðarstund í kirkjugarði Morgunblaðið/Eggert Í garðinum „Það er einlægni í einföldum skreytingum,“ segir Þorgeir Adamsson. Fyrir marga er það ómissandi þáttur aðventunnar að vitja leiðis vina og ættingja sem fallnir eru frá, og koma þar fyrir skreytingum í tilefni jólahátíðarinnar. Þorgeir Adamsson er garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Sá siður barna að stilla út skó og fá glaðning yfir nóttina þekkist ekki bara á Íslandi. Í sumum kaþólskum löndum taka vitringarnir þrír og aðrar vættir það að sér að lauma litlu gotti eða gjöf í skó, en gera það á þrettándanum. Börnin í Mexíkó setja skóinn sinn til dæmis við styttur sem finna má á hverju heimili um jólin og sýna jesú- barnið í jötunni ásamt fríðu föru- neyti. Með skónum fylgir oftar en ekki lítill óskalisti og kannski glas af víni, ávextir eða mjólk sem vitringarnir og kameldýr þeirra eiga að geta fengið sér sem hressingu. Stundum er jafnvel lítið heyknippi sett í skóinn fyrir kameldýrin. Á Filippseyjum hafa börnin svip- aðan sið á þrettánda degi jóla og geta vænst þess að fá nammi eða peningagjöf í skóinn sinn. Börnin í Púertóríkó setja hins vegar pappa- kassa undir rúmið sitt og fylla af grasi, en árangurinn er sá sami og víðförlir vitringarnir skilja þar eftir eitthvað skemmtilegt. Befana heitir undraveran sem heimsækir ítölsku börnin á þrett- ánda og er eins konar galsadraugur eða hátíðarandi, og minnir janvel á norn. Hún setur nammi í sokka góðra barna, en kolamola ef börnin hafa verið óþæg. ai@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Vitringarnir þrír í jóla- sveinahlutverkinu Gjöf í skóinn á þrettándanum frá vitringunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.