Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 33

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 33
20 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Á lafosskvosin hefur stundum verið nefnd falin paradís og best geymda leyndar- mál Mosfellsbæjar. Það teljum við vera orð að sönnu, kvosin hefur sinn sjarma allt árið, ekki síst nú á aðventu,“ segir Guðlaug Daða- dóttir, sem ásamt Gunnari Helga- syni, eiginmanni sínum, rekur kaffi- húsið og galleríið á Álafossi. Kúnst og kaffi Í áratugi var ullarvinnsla starf- rækt á Álafossi og er staðurinn þekktur sem slíkur. Nú er önnur starfsemi í gömlu húsunum, í dag eru þar íbúðir, Ásgarður, sem er verndaður vinnustaður, ýmiskonar listastarfsemi, kaffihús, gallerí og verslun með ullarvörur. „Við Gunnar búum hér í kvosinni, og rekum hér ofar í brekkunni einn- ig trésmíðaverkstæði. Oft gerðist það að fólk sem var á göngu hér í kvosinni kom inn á heimili okkar og taldi sig vera komið á kaffihús. Í þessu sáum við tækifæri og ákváðum því að setja á laggirnar kaffihús sem við opnuðum 1. maí sl.,“ segir Guðlaug. Kryddað af bestu getu Kaffihúsið er í rými þar sem vef- stólarnir fyrir Álafossteppin voru og galleríið er þar sem ullarflokkunin fór áður fram. Utandyra er skemmtilegur sólpallur þar sem gestir geta tyllt sér niður með hundana sína. Nú hefur verið strengt tjald yfir pallinn og þar verður haldinn jólamarkaður sem Jón Jóhannsson frá Dalsgarði í Mos- fellsdal hefur umsjón með. Jón er öllum hnútum kunnugur í slíkri starfsemi; hefur í mörg ár verið með bændamarkað í Mosskógum síðsum- ars, sem hefur verið fjölsóttur. „Þeir sem kynna og selja sitt á markaðnum okkar munu koma úr ýmsum áttum, svo sem handverks- fólk, blómabændur og margir fleiri, rétt eins og vera ber. Þetta skapar jólastemningu sem við munum jafn- framt krydda að bestu getu með tón- list og veitingum við hæfi og erum með hátíðarmatseðil næstu helgar,“ segir Guðlaug. Varmá er aldrei eins Inn af kaffihúsinu er skemmti- legt gallerí með verkum ýmissa listamanna. Í öndvegi eru verk listamannsins Dieters Roths en Gunnar, eiginmaður Guðlaugar, vann um árabil fyrir Dieter og son hans Björn. Dieter Roth flutti til Íslands laust fyrir 1960 og var áhrifamaður í allri sinni list- sköpun. Varmá rennur um Álafosskvosina og er sjálfur Álafossinn á bak við húsin sem áður hýstu ullarverk- smiðjuna. „Varmá er aldrei eins. Einn daginn er hún sem lítil sytr- andi spræna, annan daginn vatns- mikil og kröftug. Oftast er hún þó eins og þægilegur bæjarlækur og við niðinn af fossinum er ljúft að sitja, sérstaklega á sumrin en ekki síður nú þegar kvosin er komin í búning ljúfra ljósa jólanna,“ segir Guðlaug Daðadóttir. sbs@mbl.is Galleríið Mörg falleg verk þekktra listamanna eru til sýnis í galleríinu sem er inn af kaffihúsinu á Álafossi. Morgunblaðið/Golli Ull Áður var unnin ull á Álafossi svo sem teppin góðu sem rómuð voru. Aðventuævintýri í Álafosskvosinni Kátt í kvosinni við Varmá. Fjölbreytt starfsemi, meðal annars kaffihús og gallerí. Fjör í falinni paradís. Verk listamannsins Dieters Roths til sýnis. Pallurinn Umhverfið er snoturt og hér er gott að sitja á ljúfum stundum. Gaman er að gera piparkökukarla og -kerlingar, en af hverju ekki að breyta aðeins til. Er ekki komið nóg af sætum og krúttlegum pik- arkökukörlum sem, þó að skraut- legir séu, standa bara aðgerð- arlausir á kökudiskinum? Hvernig væri að prufa karate- piparkökur! Hönnunarfyrirtækið Fred á heiðurinn að þessu bráð- skemmtilegu piparkökumótum sem, eins og myndirnar bera með sér, skera út piparkökukarla í miklum stríðsham. Skyndilega lít- ur kökubakkinn út eins og æsileg Jackie Chan eða Bruce Lee-mynd, þar sem litlir karlar berjast um hver er gómsætastur. Finna má þessi útskurðarmót til sölu á netinu, m.a. á Thinkgeek- .com (leita að „Ninjabread Men Cookie Cutters“) þar sem þau kosta um 9 bandaríkjadali þrjú í pakka, án skatta og flutnings- kostnaðar. ai@mbl.is Piparköku- karlarnir teknir í bakaríið? Jólabakstur sem væri Chuck Norris að skapi. Flottir Nú vantar bara hvítan glassúr til að mála búningana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.