Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 56
Jólatónlistarhátíð
í Hallgrímskirkju 2010
28. nóvember - 31. desember
28. NÓVEMBER – 1. SUNNUDAGUR Í AÐVENTU
11:00 HÁTÍÐARMESSA OG BARNASTARF
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
17:00 AÐVENTAN OG MARÍA
– aðventutónleikar Schola cantorum
Schola cantorum syngur evrópskar endurreisnarmótettur og íslensk
kórverk eftir Viadana, Guerrero, Handl, Lassus, Victoria, Hassler,
Palestrina, Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H.
Ragnarsson.
Frumflutt verða verk eftir Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur og Hafstein
Þórólfsson.
Schola cantorum flytur sömu dagskrá í hinni víðfrægu dómkirkju í Köln í
Þýskalandi 3. desember.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir 2.500 kr. / listvinir 1.500 kr.
4. DESEMBER – LAUGARDAGUR
12:00 ORGELTÓNLEIKAR Á HÁDEGI
– aðventa og jól
Verk eftir Johann Sebastian Bach og Charles-Marie Widor.
Flytjandi: Björn Steinar Sólbergsson.
Ókeypis aðgangur en frjáls framlög þegin til styrktar Listvinafélaginu.
5. DESEMBER – 2. SUNNUDAGUR Í AÐVENTU
12:00 LÍKAMSPARTAR Í TRÚARBRÖGÐUM
Hannes Lárusson myndlistarmaður opnar með gjörningi sýningu með
nýjum verkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýningin er síðust í
röð þriggja sýninga á vegum Listvinafélagsins sem kallast Kristin minni.
Sýningarstjóri er Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður.
11. DESEMBER – LAUGARDAGUR
14:00-17:00 HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN
Listvinafélag Hallgrímskirkju og tónlistarfólk kirkjunnar býður til
tónlistarveislu á aðventu. Samfelld dagskrá með kórsöng og orgeltónlist
og kirkjugestum er velkomið að syngja með.
14:00 Drengjakór Reykjavíkur.
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson.
14:30 Hörður Áskelsson leikur á Klaisorgelið.
15:00 Mótettukór Hallgrímskirkju.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
15:30 Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klaisorgelið.
16:00 Schola cantorum.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
16:30 Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klaisorgelið.
Aðgangseyrir 1.000 kr. / ókeypis fyrir yngri en 16 ára.
Heitt súkkulaði selt á vægu verði til styrktar Listvinafélaginu.
24. DESEMBER – AÐFANGADAGUR
17:00 BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON LEIKUR Á KLAIS-ORGELIÐ.
18:00 AFTANSÖNGUR
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
prédikar og þjónar fyrir altari.
Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Organisti: Björn Steinar
Sólbergsson.
23:00 HÖRÐUR ÁSKELSSON
LEIKUR Á KLAIS-ORGELIÐ
23:30 MIÐNÆTURGUÐSÞJÓNUSTA Á JÓLANÓTT
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.
Stjórnandi og organisti: Hörður Áskelsson.
29. DESEMBER – MIÐVIKUDAGUR OG
30. DESEMBER – FIMMTUDAGUR
20:00 „ÉG HELD GLAÐUR JÓL“
- Kristinn Sigmundsson og Mótettukór
Hallgrímskirkju á jólum
Jólatónleikar Mótettukórsins hafa í
nærri þrjá áratugi verið fastur liður í
aðventubyrjun í Hallgrímskirkju. Að þessu
sinni verða tónleikar kórsins milli jóla og
nýárs. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari
syngur með kórnum meðal annars lög sem
hann flutti ásamt kórnum á metsöluplötunni
„Ég held glaður jól“ frá árinu 1985. Björn
Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Tilvalin jólagjöf. Falleg gjafabréf í boði.
Aðgangseyrir 3.500 kr. / listvinir 2.500 kr.
31. DESEMBER – GAMLÁRSDAGUR
17:00 HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
Hátíðartónlist fyrir tvo trompeta og orgel.
Flytjendur: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson
trompetleikarar ásamt Herði Áskelssyni á orgel.
Aðgangseyrir 2.500 kr. / listvinir 1.500 kr.
18:00 AFTANSÖNGUR
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.
Stjórnandi og organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Miðasala Hallgrímskirkju 510 1000 I www.listvinafelag.is