Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 73
S alan á jólabjór hefur aukist ár frá ári og þó framleið- endur séu sífellt að auka framleiðsluna hefur íslenski jólabjórinn jafnan selst upp og þá oft nokkru fyrir jól. Sem dæmi um það má nefna að á síðasta ári jókst salan um rúman helming frá árinu á und- an og margar tegundir seldust upp um miðjan desember. Jólabjór er alla jafna bragðmeiri og dekkri en sá bjór sem landsmenn drekka hversdags og eins er hann frábrugðinn á milli ára, því þó menn fylgi sömu uppskriftinni frá ári til árs þá er bjórinn lifandi og því alltaf einhver áherslumunur, aukinheldur sem margir bruggmeistarar gera smá áherslubreytingar milli ára, fín- stilla bjórinn ef svo má segja. Fyrir þessi jól senda fimm framleiðendur frá sér jólabjór, Ölgerðin framleiðir Jólabjór og Malt Jólabjór, Mjöður Jólajökul, Víking Jóla Bock og Jóla- bjór, Bruggsmiðjan Jóla Kalda og Ölvisholt Jólabjór. Jóla Malt og Jólabjór Jólabjórinn frá Ölgerðinni er ann- ars vegar Egils Jóla Malt og svo Eg- ils Jólabjór, en einnig flytur Ölgerð- in inn jólabjór frá Tuborg. Bruggmeistari Ölgerðarinnar, Guð- mundur Mar Magnússon, segir að í grunninum sé uppskriftin að jóla- bjórnum sú sama og síðustu ár, en þó sé alltaf ákveðinn munur á milli ára. „Við erum alltaf að fínpússa uppskriftina þó hún sé sú sama í grunnatriðum. Við breytum aðeins til í humlamagni og karamellukorni, en það er bara fínpússning, og gefur ekki meira en blæbrigðamun.“ Guð- mundur segir að mjög svipað magn verði á boðstólum og í fyrra, um 100.000 lítrar af Egils jólabjórunum og annað eins af Tuborg. Hann segir að það verði sennilega ekki nóg, enda sýnist sér salan verða meiri en í fyrra og því líklegt að jólabjórinn klárist fyrir jól. Jólajökull frá Miði Bruggverksmiðjan Mjöður fram- leiðir Jökul bjór og Skriðjökul bjór og líka jólabjórinn Jólajökul. Gissur Tryggvason, framkvæmdastjóri Mjaðar, segir að þetta sé í annað sinn sem boðið sé upp á Jólajökul, en verksmiðjan er ekki gömul, sendi frá sér fyrsta bjórinn 1. október 2008. Hann segir að bjórinn eigi að vera nákvæmlega eins og fyrir ári og not- uð sé nákvæmlega sama uppskrift. „Hann heppnaðist það vel hjá okkur í fyrra.“ Jólajökull er rauðleitur maltbjór með sex mismunandi malttegundum og þremur humlategundum að sögn Gissurar. „Okkar hefð er þýsk enda er bruggmeistarinn þýskur og upp- setningin líka. Við fórum mjög var- lega af stað með jólabjórinn í fyrra og hann seldist upp, var því miður búinn 5. desember, en núna erum við með mörgum sinnum meira magn.“ Jólakaldinn á oss blés Bruggsmiðjan á Árskógsströnd bruggar Kalda bjóra og þar á meðal Jóla Kalda. Að sögn Agnesar Sigurðardóttur er byggt á sömu uppskrift og í fyrra, enda þótti hún heppnast mjög vel. „Við bruggum þó heldur meira en í fyrra, enda var jólabjórinn orðinn uppseldur 10. desember, enda fengum við mjög góða dóma.“ Þetta er þriðja árið sem Brugg- smiðjan framleiðir jólabjór og bæði árin hefur hann selst upp um svipað leyti í byrjun desember. Það verður þó þar við að sitja, því að sögn Agnesar verður framleiðslan ekki aukin mikið meira að svo stöddu. „Við erum að keyra allt í botn og þar sem við notum ekki rotvarnarefni getum við ekki unnið mikið fram fyr- ir okkur.“ Ólafur Þ. Ólafsson framleiðslu- stjóri tekur í sama streng með að uppskriftin sé sú saman, en bendir á að það sé alltaf smá munur á milli ár- ganga eftir því hvernig uppskeran er á korni og humlum. „Ég vil meina að hann sé örlítið dekkri og maltaðri en í fyrra, meira út í þýskt eða tékk- neskt myndi ég segja, enda er bruggmeistarinn tékkneskur og bruggað eftir pilsnerhefð, enginn sykur eða aukefni.“ Beðið eftir jólabjór Jólabjórinn frá Ölvisholti er enn í tönkunum og kemur ekki á markað fyrr en í byrjun desember. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari segir að hann sé tæknilega sá sami og á síð- asta ári, bruggaður í sama stíl, bock- bjór, en dálítið dekkri og maltmeiri og meira kryddaður. „Ég hef aðeins verið að fikta við uppskriftina og því er þetta ekki sami bjórinn þó ég leggi upp með sama grunn. Hann er reyndar gjörólíkur og tölvuvert sterkari.“ Valgeir segist vonast til þess að bjórinn frá Ölvisholti eigi orðið sinn fasta kúnnahóp sem hafi beðið eftir því að prófa nýja bjórinn frá Ölvisholti. „Við erum ekki með sama árstíðarbjórinn tvisvar í röð, en reynum að halda hlutunum spennandi, ekki síst fyrir okkur sjálfa. Bjórsölukerfið á Íslandi er þannig sett upp að það býður ekki upp á það að koma með mikið af nýj- um tegundum og því er jólabjórinn tækifæri sem maður hlakkar til allt árið.“ Jólabjór og Jóla Bock Vífilfell kynnir tvo jólabjóra að þessu sinni, annars vegar hinn hefð- bundna Viking jólabjór og svo Jóla Bock, sem er bruggaður í fyrsta sinn. Honum hefur verið vel tekið, fékk til að mynda hæstu einkunn í bragðprófun í DV fyrir stuttu, og var uppseldur frá fyrirtækinu aðeins nokkrum dögum eftir að hann kom á markað. Baldur Kárason brugg- meistari segir að vinsældirnar hafi komið mönnum nokkuð a óvart, því þó þeir hafi vitað að þeir væru með góða vöru í höndunum áttu þeir ekki von á svo góðum viðtökum. „Við héldum að þetta væri bjór sem væri frekar fyrir bjórsérvitringa eða mikla bjóráhugamenn en almennan kúnna, enda er hann sterkari og bragðmeiri en venjulegur bjór og líka dýrari. Við tókum því bara eitt brugg af honum, og það kláraðist um leið,“ segir Baldur og bætir við að Jóla Bockinn taki svo langan tíma í framleiðslu að ekki sé hægt að brugga meira fyrir þessi jól. Hvað varðar hefðbundinn Viking jólabjór segir hann að sá sé óbreytt- ur frá síðasta ári, enda uppskriftin óbreytt og öll vinnsla nema að því leyti að nú er mun meira bruggað. „Það var svo gríðarleg aukning í sölu í fyrra að hann kláraðist löngu fyrir jól, en vonandi eigum við nóg af hon- um núna.“ arnim@mbl.is Íslenskur jólabjór Á síðustu árum hefur skapast hefð fyrir íslenskum jóla- bjór og margir bíða þess með eftirvæntingu að hann berist í áfengisverslanir og öldurhús. Sala á honum hef- ur aukist að sama skapi og er svo komið að margar teg- undanna eru uppseldar löngu fyrir jól. Árni Matthías- son kannaði framboð af íslenskum jólabjór. 60 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Nýopnuð verslun H&M í Varsjá var sveipuð rauðum borða í tilefni opn- unarinnar á dögunum. Ekki er ólík- legt að einhverjir heimamenn komi til með að finna jólafötin sín í versl- uninni góðu. Reuters Innpökkuð verslun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.