Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 74
Pipar-
kökukarl
og rautt
epli
Gaman getur verið að skreyta jóla-
pakkana með fallegum merki-
miðum. Nú eru nýkomnir á markað
skemmtilegir jólamerkimiðar frá
íslenska fyrirtækinu Tulipop.
Þær Signý Kolbeinsdóttir og
Helga Árnadóttir standa á bak við
fyrirtækið góða. Signý hannar ýms-
ar vörur undir merkjum fyrirtæk-
isins, á borð við stílabækur, vegg-
skraut og kort, sem flestar eru
skreyttar flottum fígúrum úr henn-
ar eigin smiðju.
Á jólamerkimiðunum má svo sjá
ýmsa fylgifiska jólanna á borð við
piparkökukarl, rautt epli, jólatré
og jólasvein.
Jólamerkimiðarnir fást meðal
annars í Epal í Skeifunni, Bókabúð
Máls og menningar og á vefsíðunni
www.tulipop.com.
Pakki með fimm jólamerkimiðum
kostar 380 krónur.
birta@mbl.is
Nýir jólamerkimiðar frá ís-
lenska fyrirtækinu Tulipop.
Jólablað Morgunblaðsins 2010 61
t
Ferskt, framandi og ógleymanlegt eru einkunnarorð
Hrefnu Rósu Sætran yfirkokks og eiganda
Fiskmarkaðarins. Hér sýnir hún okkur landsliðstakta sem
við getum notað í eigin eldhúsi.
Girnileg matreiðslubók þar sem Asía og Ísland
mætast á miðri leið.
Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðiprófessor og
listakonan Æja túlka hér valda kafla úr Biblíunni.
Þessi nýstárlega, gullfallega bók gefur nútímalega
mynd af þeim uppbyggjandi skilaboðum sem er þar
að finna. Hún býr bæði yfir huggun og hvatningu um
að halda ótrauð áfram til móts við nýjan dag.
t. . . eitthvað fallegtfrá Sölku
Jólagjöf
sælkerans
Ljós í
skammdeginu
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
S
alka
/M
E
L
Ungt par virðir fyrir sér árlegar
jólaskreytingar í verslanamiðstöð í
Búkarest í Rúmeníu. Full ástæða er
til að gefa skrautinu gaum þar sem
það komst í Heimsmetabók Guin-
ness í fyrra fyrir fjölda ljósapera,
en þær eru alls 449.658 talsins.
birta@mbl.is
Reuters
Heimsmet í
jólaljósum