Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 81
68 Jólablað Morgunblaðsins 2010
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000NB
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
Ein gjöf sem hentar öllum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
18
8
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina
og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
Hangikjöt er hátíðarmatur Íslend-
inga. Í könnun sem gerð var fyrir
nokkrum árum kom fram að um
90% landsmanna hafa hangikjöt á
borðum um jólin, að því er fram
kemur á vef Landssamtaka sauð-
fjárbænda. Oft er hangikjötið á
borðum á jóladag og er algengast
að hafa kartöfluuppstúf og grænar
baunir en annað meðlæti er t.d.
laufabrauð, gulrætur eða rauðkál.
Milt og safaríkt
Þeir sem vilja bragðmikið kjöt
með reykbragði kjósa gjarna tað-
reykt kjöt, reykt á hefðbundinn
hátt, en þeir sem vilja milt og safa-
ríkt kjöt kjósa ef til vill fremur kjöt
minna reykt. Kjöt sem reykt er og
soðið á beini er yfirleitt bragðmeira
og betra en úrbeinað kjöt.
Ýmsar aðferðir eru til við að
sjóða hangikjöt. Versta aðferðin er
að hafa vatnið bullsjóðandi og sjóða
kjötið of lengi, þá er nokkuð öruggt
að það verður þurrt og rýrnar mik-
ið. Betra er að láta það malla við
hægan hita og margir nota þá að-
ferð að setja kjötið í pott með köldu
vatni, hita rólega að suðu og
slökkva síðan undir pottinum þegar
suðan er komin upp en láta hann
standa á hellunni og láta kjötið
kólna í soðinu. Þannig fæst mátu-
lega soðið kjöt, safaríkt og meyrt.
Með laufabrauði og smjöri
Afganga af soðnu hangikjöti má
nýta á ýmsa vegu. Algengast er að
bera kjötið fram eins og það kemur
fyrir, t.d. með laufabrauði og
smjöri, eða skera það í bita, hræra
því saman við kartöflujafning og
grænmeti og bera fram í tartalett-
um. Gott, bragðmikið hangikjöt er
líka ljómandi gott, jafnvel soðið. Þá
eru skornar þunnar sneiðar af hráu
hangikjöti og þær síðan bornar
fram sem forréttur á ristuðu
brauði.
saudfe.is
Morgunblaðið/RAX
Veisla Íslendingar gera hangikjötinu jafnan góð skil og á velflestum heim-
ilum er það á borðum um jólin. Þá er löng hefð fyrir því að nemendur í Há-
teigsskóla í Reykjavík bjóði foreldrum sínum í hangikjötsveislu fyrir jól.
Hátíðarmatur á
heimilum landsins
V
erkunin á hangikjötinu
fylgir hefðum sem
þróast hafa á löngum
tíma. Vinnsluferlið tekur
þrjár til fjórar vikur, það er frá
því að kjötið er lagt í pækil uns
búið er að reykja það. Þá skiptir
miklu máli að saltstigið sé rétt.
Sama gildir raunar um reyk-
inguna þar sem kynt er með
sauðataði, birki og afklippum af
trjám,“ segir Sigurður Ágúst Þór-
arinsson, bóndi og kjötverkandi í
Skarðaborg í Reykjahverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Á borðið á jóladag
Hangikjötið er sígildur matur í
aðdraganda hátíðarinnar, á jóla-
hlaðborðum sem og í heimahúsum
og má fullyrða að varla sé það
heimili á Íslandi að hangikjötið sé
ekki á borð borið á jóladag. Og
víst er að allflestir gera því góð
skil - því hvað er betra en kjötið
góða borið fram með íslenskum
kartöflum, jafningi, grænum
baunum og blandi þar sem malt
og appelsín eru á sama kút.
Hangikjötsmenningin á sér
djúpar rætur meðal þjóðarinnar
og þá ekki síst í sveitum norðan-
lands. Raunar má fullyrða að á
velflestum sveitabæjum landsins
sé kjöt sett í reyk fyrir hina heil-
ögu hátíð. „Það að verka og
reykja mat byggist á sterkri hefð
hér á Norðurlandi, til dæmis í
Aðaldalnum og í Mývatnssveit.
Þegar við veljum kjöt í reyk er
það yfirleitt af veturgömlu og
ungum ám. Þegar kjötið hefur
verið verkað til þarf það að vera
tólf til fjórtán daga í salti og
ámóta lengi í reyk,“ segir Sig-
urður sem byrjaði sjálfur að
reykja allt sitt kjöt fyrir fjórum
árum og fer þar eftir gamalli
uppskrift fenginni frá Aðalsteini
Guðmundssyni, bónda á Kvísl-
arhóli á Tjörnesi.
Vinnslan heim á bæi
Sigurður setti fyrir skemmstu á
laggirnar með fjölskyldu sinni
heimavinnsluna Skarðaborg –
matvöru. Þar er í boði lambakjöt,
hangikjöt, bjúgu, hakk og fleira
sem viðskiptavinir geta pantað og
fengið sent heim.
„Við erum í félaginu Beint frá
býli. Hér vinnum við og seljum
kjöt af okkar fé sem er slátrað í
sláturhúsunum á Blönduósi og hjá
Norðlenska á Húsavík. Ég trúi
því að í framtíðinni muni mat-
vælavinnsla í vaxandi mæli færast
heim á bæi, þróunin er í þá átt.
Bæði sjá bændur hag í þessu og
möguleika á að auka tekjur sínar
og neytendur geta núna fengið
kjöt frá þeim framleiðendum sem
þeir óska – til dæmis jólahangi-
kjötið sem enginn vill vera án,“
segir Sigurður á Skarðaborg.
sbs@mbl.is
Fjórtán dagar í salti og svo í reykinn
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kjötmeistari Verkun á hangikjötinu fylgir hefðum sem þróast hafa, segir Sigurður Ágúst Þórarinsson í Reykjahverfi.
Heimavinnsla á kjöti færist í vöxt. Á Skarðaborg í
Reykjahverfi er unnið hangikjöt samkvæmt gömlum
norðlenskum hefðum. Sígildur matur sem er á borð-
um á allflestum íslenskum heimilum á jóladag, borið
fram með jafningi og grænum baunum.