Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 82

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 82
Jana Gajic, 5 ára Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég veit það ekki. Hvað borðarðu á jólunum? Piparkökur. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Nei, maður fær bara svoleiðis þegar maður er óþekkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg E kki er auðvelt að lifa og hrærast í neyslusamfélaginu, og hvað þá um jólin. Því sem mann langar í eina stundina missir maður áhuga á þá næstu, og alltaf er eitthvað nýtt og spennandi sem birtist í hillunum. Alhliða óskalisti Amazon er hjálpartæki sem vert er að gefa gaum þessi jólin, sérstaklega ef fólk brennir sig á því ár eftir ár að fá ekki neitt sem það langar sérstaklega í. Flestir ættu að þekkja þá óskalista sem margar betri vefverslanir leyfa fólki að setja saman, og síðan dreifa svo lítið beri á á tölvupóstföng ætt- ingja og vina. Þess þekkjast meira að segja dæmi hér á landi að búðir séu komnar með svo fullkomna netverslun og t.d. vinsælt hjá tilvonandi brúðhjónum að velja sér þar á gjafalista það sem gott væri að fá til heimilisins. En vandinn er einmitt þessi, að óskalistarnir ná yf- irleitt ekki út fyrir viðkomandi vefverslun. Slíkt gengur ekki í dag, þegar netið er ein alls- herjarverslunarmiðstöð. Þar kemur „Al- hliða óskalistinn“ eða „Universal Wishlist“ frá netbúðinni Amazon.com til sögunnar. Um er að ræða lítið forrit, að kalla má, sem auðvelt er að stilla inn í allar helstu vafrateg- undir. Lítill takki er þá alltaf til taks í sjálfum vafraglugganum, og þegar fólk rekst á áhuga- verðan hlut er einfaldlega smellt á hnappinn og birtist þá lítið skema til að fylla inn nánari upplýsingar áður en bætt er við óskalistann. Hnappurinn skimar eftir verði og myndum af því sem verið er að skoða og fyllir oft sjálfkrafa út helstu upplýsingar. Stundum verður þó að fletta upp réttu myndinni til að tengja við hlutinn, og eins slá inn handvirkt heiti, verð eða lýsingu. Öllu er svo safnað saman í einn heildar-óskalista sem haldið er utan um gegnum vef Amazon. Þar má síðan forgangsraða, flokka og sortera í aðskilda lista eftir þörfum og tilefni, og deila með þeim sem þurfa endilega að vita hvaða gjafir myndu gera mesta lukku þessi jól. ai@mbl.is Haldið utan um allar mögulegar netverslanir á einum lista Óskalistinn sem nær yfir allt Kjartan Hugi Rúnarsson, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Star Wars-legó og Star Wars-mynd. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Hvað heitir hann aftur þessi litli, já Stúfur. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Ég hef fengið tígrisdýr og gíraffa og kassa sem er með sandi og svo finn- ur maður risaeðlu í kassanum. Hvað borðarðu á jólunum? Ég borða flatköku og hangikjöt og brauð og pasta. Hver á afmæli á jólunum? Ég á allavega ekki afmæli á jólunum en ég á gildru fyrir Grýlu. Hún getur étið þig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólablað Morgunblaðsins 2010 69 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 0 1 1 1 4 2 Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert, ef þú færð niðurgang eða ef þú hefur fengið fylgikvilla (blæðingar eða sár í meltingarfærum) vegna bólgueyðandi verkjalyfja. Láta skal lækni/lyfjafræðing vita ef bólgueyðandi verkjalyf eru notuð. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Júlí 2010.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.