Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 84

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 84
Jólakort Á tækniöld mundi maður halda að jólakort heyrðu sögunni til. Þvert á móti er sá siður fastur í sessi og hlý- leg og hjartnæm jólakveðja ávallt kærkomin. Að fá jólakort er eins og viðurkenning á mikilvægi tilveru manns í lífi annars. Jólaviðburðir Ekkert er betur til þess fallið að koma manni í jólaskapið en að fara á hefðbundinn jólaviðburð. Sjá há- tíðlegan svip barnanna og spenn- inginn á jólaleikritum í skólum og leikskólum. Ómetanleg er ferð með góðum vinum á aðventutónleika. Jólalög Opinber dagsetning til að fara að spila jólalög er 1. des. Flestir eru nú farnir að stelast til að spila þau strax í byrjun nóvember og syngja hástöfum með laginu um Snæfinn snjókarl. Í nútímasamfélagi þar sem allir vinna fullan dag þá dugar ekki að hafa einungis desember til hreingerninga, föndurs, baksturs og jólagjafakaupa. Flestir byrja að einhverju leyti í nóvember og þá verður auðvitað að hlusta á jólalög með, annars mundi hreinlega eitt- hvað vanta í jólakökurnar. Jólaskraut Sumir eru hógværir, aðrir fá útrás fyrir jólabarnið í sér með óteljandi marglitum og spilandi jólaseríum, jólasveinum, snjókörlum og ýmsu öðru. Gleðjandi og hlýlegt í skamm- deginu og alltaf gaman að gera músastiga. Jólagott Eitt það allra besta við jólin er gotteríið sem maður finnur í skón- um sínum í glugganum og makkin- tossið sem flæðir úr skálunum um hátíðirnar. Jólamynd The Grinch og National Lampoon’s Christmas Vacation eru ómissandi hluti af jólahátíðinni. Jólatré Lifandi eða gervi, það er ekki hægt að hugsa sér að vera án þess. Marg- ir halda ennþá þeirri hefð að skreyta tréð á Þorláksmessukvöld og hlusta á lestur jólakveðja á Guf- unni með angan af kæstri skötu og hangikjöti í loftinu. Jólaboð Stærsta jólahefðin er fjölskyldu- boðin. Systkin, foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur. Oft á tíðum er þetta eina skiptið á árinu sem fólk hittist. Sumar fjölskyldur halda jafnvel í þá hefð að dansa í kringum jólatréð og einhver frænd- inn bregður sér í rautt og útdeilir gotteríi hrópandi „Hóhóhó“. Jólagjafir Sjálfgefið. Öllum finnst gaman að fá pakka og allir njóta þess að sjá brosviprur þess sem opnar pakka. Spenningur í andlitum barnanna yfir pökkunum er sérstök upplifun. Allir verða barnslega einlægir í gleði sinni og spenningi yfir að fá nýja bók til að fara með inn í jóla- nóttina. Jólasveinn Við erum svo heppin að eiga okkur þrettán jólasveina sem létu af hrekkjum og tóku upp gjafmildari sið hins heilaga Nikulásar. Öfunduð um allan heim af þessum forrétt- indum. Þrettán jól á hverju ári! Bandarísk kona sá mynd af ís- lensku jólasveinunum, benti á einn þeirra og sagði: „Þessi er alveg eins og hundurinn minn.“ Það var Gáttaþefur. arndishuldu@gmail.com Skrautlegt Fólk skreytir mis mikið í kringum sig eins og gengur. Topp tíu jólahefðir Jólablað Morgunblaðsins 2010 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.