Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 89

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 89
76 Jólablað Morgunblaðsins 2010 náttúrulega góð jólagjöf 100% náttúrulegar snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Þú færð mikið úrval af skemmtilegum jólagjafaöskjum frá Dr.Hauschka Dr.Hauschka snyrtivörur fyrir húðina Dr.Hauschka fæst í Yggdrasil, Heilsuveri Fjarðarkaupum og Maður lifandi. L itla jólabúðin var opnuð árið 2001, nán- ar tiltekið í janúar, verður það ekki að teljast harla óvenjulegur opnunartími fyrir jólaverslun? „Jú það var auðvitað létt klikkun, en þannig er það bara með þessa konu sem á þessa versl- un, hún er bara létt klikkuð,“ segir umræddur eigandi, Anne Helen Lindsay. „Ég var með heildverslun með vörur fyrir ferðamannaverslanir en sá að það myndi verða lítið að gera í þeim efnum nema yfir hásumarið þegar flestir ferðamenn koma hingað til lands á þeim tíma, þetta hefur breyst. Nú eru ferða- menn að koma allt árið. Þá ákvað ég að opna jólabúð í bílskúrnum heima í þrjá mánuði á ári, fyrir jólin. Svo lengdist tíminn og varð að verslun allt árið. Ég man að ferðamönnum fannst það eilítið sérstakt, að koma inn í blóm- um prýddan garðinn minn að sumarlagi og sjá þar risastórt furutré alsett jólaskrauti og jóla- ljósum,“ rifjar hún upp. „Þetta spurðist fljótt út og var mjög vinsælt. Svo var þetta orðið heldur mikið áreiti á heim- ilið, þegar fólk var farið að hringja dyrabjöll unni snemma á morgnanna um helgar eða seint á kvöldin og vildi kaupa jólaskraut.“ Laufabrauðið vinsælt Bílskúrinn var því kvaddur og Litla jólabúð- in var opnuð við Laugaveg. Þar selur Anne Helen jólaskraut allan árs- ins hring og hefur sett heildsölustarfið til hlið- ar í bili. „Við byrjuðum í pínulitlu húsnæði hérna við hliðina en ég sá strax á fyrstu tveim- ur vikunum að það væri allt of lítið. Við fluttum okkur svo um set og höfum verið hér í fjögur ár,“ segir Anne Helen. „Ferðamenn koma mikið til mín á sumrin og sækjast eftir íslenskri hönnunarvöru,“ segir Anne Helen, sem hefur þurft að koma til móts við óskir útlendinganna, sem hún segir að kaupi aðra hluti en Íslendingarnir. „Ég byrjaði til dæmis með lunda sem hægt er að hengja á jólatréð og bauð svo uppá litlar lopapeysur sem þjóna sama tilgangi. Þetta er mjög vinsælt hjá ferðamönnunum, en sárafáir Íslendingar skreyta jólatréð sitt með lundum,“ segir Anne Helen. „Laufabrauðið á ég til í ýmsum útfærslum og ýmsa aðra fallega hönnunarvöru sem lands- menn eru hrifnir af.“ Skreytir allt í nóvember Anne Helen þvertekur fyrir það að jóla- stússið allan ársins hring slái á eftirvænt- inguna fyrir jólunum sjálfum. „Nei nei nei, elskan mín. Ég bý á þremur hæðum og þar er allt í skrauti. En ég skreyti í lok nóvem ber því það er ansi mikið að gera hjá mér í desember,“ segir hún. „Ég var alltaf með lifandi jólatré en hætti því þegar það var orðið of mikið stress í des- ember að ná að skreyta það. Nú er ég búin að kaupa jólagjafirnar og jafnvel kaupa í jóla matinn löngu fyrir tímann. Það þýðir ekkert að eiga eftir að kaupa nokkrar gjafir þegar ann- ríkið í búðinni er skollið á.“ birta@mbl.is Lundar og lopapeysur á jólatréð Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaskraut Anne Helen stendur vaktina í Litlu Jólabúðinni. Á veggnum má meðal annars glitta í agnarsmáar lopapeysur sem hengja má á jólatréð. Litla jólabúðin selur einungis jólavörur. Verslunin byrjaði í bílskúr en er nú til húsa við Laugaveg og er opin allan ársins hring. Hrafnhildur Finnbogadóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar að fá hoppukastala. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Kertasníkir, hann gefur mér oftast nammi. Hvað borðarðu á jólunum? Ég borða oftast rjúpu. Af hverju höldum við jól? Út af því að það var einhver kall sem átti afmæli, hann bjó eiginlega til jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vanda Sólrún Ísarsdóttir, 4 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Bolta. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Jólasveinninn gaf mér einu sinni bók í jólagjöf. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei. Hvað borðarðu á jólunum? Ég borða graut. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.