Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 91

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 91
Löberar og laufabrauð af list 78 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Skór og töskur í miklu úrvali Sérverslun með www.gabor.is Fákafeni 9 • Sími 553 7060 Opið mánud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 11-16 Í slensku laufabrauði eru gerð verðug skil á sýningu sem Hugrún Ívarsdóttir opnar í menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú um helgina. Þar verða sýnd fimm skúlptúrverk unnin í plexígler og er hvert verk hálfur annar metri í þvermál. Mynstrið í verk- unum þekkjum við frá íslenska laufabrauðinu. Á síð- ustu árum hefur Hugrún Ívarsdóttir unnið með ís- lensku laufabrauðskökuna svo úr hefur orðið falleg hönnunarvara. Á miðum menningarhefðar Laufabrauðsmenningin á sér traustar rætur á Norð- urlandi. Hér áður fyrr gaf laufabrauðsskurður fólki einstakt tækifæri til að reyna sig í hagleik og listfengi og þegar sest var niður við að skera í kökurnar, jafnan á fyrsta sunnudegi í aðventu, var hátíð í bæ. Kleinu- járn voru notuð til að móta hringlaga form kökunnar, oftast eftir diski. Skreytingin sjálf var aftur á móti unnin með hníf. Á miðri 20. öld voru hagleiksmenn farnir að smíða sérstök laufabrauðsjárn og urðu þau fljótlega vinsæl. „Ég byrjaði árið 2001 að safna saman ýmsum þeim mynstrum sem í tímans rás hafa sést í íslenskum laufabrauðskökum. Hef í gegnum tíðina nýtt þau með ýmsu móti í hönnunarverki og öðru og þannig róið á mið þeirrar menningarhefðar sem þjóðin þekkir. Marg- ar fjölskyldur eiga til dæmis sitt sérstaka laufa- brauðsmynstur,“ segir Hugrún sem hefur látið fram- leiða vörulínu þar sem bjóðast dúkar, löberar, viskustykki og margt fleira – allt með laufabrauðs- mynstrum. Það nýjasta í þeim efnum eru dúkar, sem eru hálfur annar metri á breidd, og eru þeir seldir eftir máli. Frekari þróun og hönnun Að Strandgötu 43 á Akureyri starfrækir Hugrún Laufabrauðssetrið og þar er öll vörulínan til sölu þar má jafnframt skoða laufabrauð og ýmis mynstur. „Þessu hefur verið vel tekið. Fólki finnst skemmtileg upplifun að koma hingað. Viðtökurnar sem vörulínan hefur fengið gefur tilefni til bjartsýni og ég stefni á frekari þróun og hönnun,“ segir Hugrún sem kveðst vera með ýmsar hugmyndir á teikniborðinu sem taki sinn tíma að koma í framkvæmd. Hún lærði á sínum tíma útstillingahönnun í Danmörku og hefur starfað við það. Áhuginn á laufabrauðinu er hins vegar kominn úr barnæskunni, en Hugrún er líkt og stór meirihluti íslensku þjóðarinnar alin upp við þann sið að skera út laufabrauð og steikja. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mynstur Hugrún við jólaborðið sem er skreytt með laufabrauðsmynstum rétt eins og falleg svuntan hennar. Gluggi Jólasveinninn Gluggagæir gerir sig efalaust heimakominn hér. Kerti Margt fallegt má fá í Laufarbrauðssetrinu svo sem kerti með fallegu laufabrauðsskrauti. Skúlptúrar af laufabrauðskökum sýndir í Hofi á Akureyri. Fjölskyldurnar eiga sitt mynstur. Sterk hefð fyrir laufabrauðsgerð á Norðurlandi. Kökur Fjölbreytni í laufabrauðsmynstrum er mikil og sé hugmyndaflugið í lagi eru í raun engin takmörk til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.