Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 99

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 99
Kveðja Björg Björnsdóttir með kortin góðu sem Barnaheill gefur út fyrir þessi jól. Jólakortin bera metnaði þeirra listamanna sem viðfengum til liðs við okkur fagurt vitni,“ segirBjörg Björnsdóttir, verkefnisstjóri kynningar-mála hjá Barnaheillum – Save the Children á Ís- landi. Samtökin gefa nú fyrir jólin út jólakort og fengu þrjá þekkta íslenska barnabókahöfunda, Björk Bjarkadóttur, Gerði Kristnýju og Þorvald Þorsteins- son, til að skrifa stuttan texta eða minningu um jólin inn í kortin. Þorvaldur og Björk gerðu myndir með sínum textum en Gerður Kristný fékk Halldór Bald- ursson myndlistarmann til að myndskreyta sitt texta- brot. Mynd og texti „Tengingin á milli texta og mynda er afar skemmti- leg. Ég er líka viss um að margir eiga eftir að þekkja sínar minningar eða hughrif um jól í textum þessara frábæru höfunda. Við höfum ekki farið þessa leið við gerð kortanna áður en erum himinlifandi yfir því hvernig tekist hefur til,“ segir Björg, sem bætir við að sala jólakortanna sé skemmtilegur liður í starfi sam- takanna og ein mikilvægasta fjáröflunarleið þeirra. Björg segir að nú sem aldrei fyrr sé starf Barna- heilla – Save the Children á Íslandi mikilvægt. Sam- tökin styðji við og standi vörð um réttindi barna og það sé ekki síst áríðandi á niðurskurðartímum. Meðal áherslna í starfi Barnaheilla – Save the Children á Ís- landi er forvarnarstarf, verndun barna gegn ofbeldi auk þess sem samtökin halda úti vefsetrinu heyr- umst.is þar sem ungmenni geta leitað svara við ýms- um spurningum sem á þeim brenna og jafnframt leit- að hjálpar. Þörfin er mikil „Við finnum að þörfin fyrir starf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er mikil, ekki síst nú í aðdrag- anda jólanna þegar þröngt er í búi á mörgum heim- ilum,“ segir Björg. sbs@mbl.is barnaheill.is Minningar og hughrif um jólin Þrír rithöfundar og lista- menn skreyta jólakort Barnaheilla að þessu sinni. Morgunblaðið/Golli 86 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Margir senda jólakort og sumir senda vinum og vandamönnum jólagjafir til útlanda með aðstoð póstsins. Ákjósanlegt er að allar gjafir og kort komist á áfangastað áður en jólin ganga í garð og því er vissara að gæta vel að síðustu öruggu skiladögum jólapóstsins. Eftirfarandi upplýsingar fengust á heimasíðu Íslandspósts: Síðustu öruggu skiladagar jólapóstsins 2010 eru: 22. nóvember Pakkar sendir með sjópósti innan Evrópu 26. nóvember Pakkar sendir með sjópósti til Norðurlanda 3. desember B póstur utan Evrópu 6. desember Pakkar sendir með flugpósti utan Evrópu 10. desember B póstur innan Evrópu, A póstur utan Evrópu 13. desember Pakkar sendir með flugpósti innan Evrópu 17. desember A póstur innan Evrópu & Pakkar sendir með flugpósti til Norðurlanda 20. desember Jólakort og jólapakkar innanlands Síðustu öruggu skila- dagar jólapóstsins góða heilsu í jólagjöf www.laugarspa.is sími: 553 0000 Laugar - Spöngin - Hafnarfjörður - Turninn - Ögurhvarf - Mosfellsbær - Seltjarnarnes - Kringlan - Í húsi Orkuveitunnar www.worldclass.is Gefðu þeim sem þér þykir vænt um Mikið úrval gjafakorta í heilsurækt, snyrti- og nuddmeðferðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.