Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 105
Það er ekki ofsögum sagt að
hjá Endurmenntun Háskóla
Íslands sé boðið upp á fjöl-
breytt námskeið.
Hinn 7. desember verður til
að mynda boðið upp á námskeið
eina kvöldstund sem ber yfir-
skriftina Súkkulaði … himneskt
um jólin.
Umsjónarmenn eru Héðinn Svarf-
dal Björnsson, félagsvísindamaður
og rithöfundur, og Karl Viggó Vigfús-
son, konditor og framkvæmdastjóri ís-
lenska kokkalandsliðsins.
Á námskeiðinu eru erlendri og hér-
lendri sögu súkkulaðis gerð skil og fjallað
um hlutverk súkkulaðis í trúarbrögðum,
ást, menningu og auðvitað jólunum. Þátt-
takendur læra ýmislegt um notkun súkku-
laðis í matargerð og bakstri, fá nokkrar valdar uppskriftir til að taka með
sér heim og jafnframt tækifæri til að smakka himneska súkkulaðimús og
konfekt, segir meðal annars í námskeiðslýsingu á vef Endurmenntunar.
Skráningarfrestur er til 30. nóvember næstkomandi.
birta@mbl.is
Himneskt um jólin
92 Jólablað Morgunblaðsins 2010
www.gjofsemgefur.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
102985
V
ið bjóðum í raun gestum
okkar að halda jólin með
okkur og kynnum þannig
erlendum gestum íslenskt
jólahald,“ segir Brynja Brynjars-
dóttir, eigandi sveitahótelsins
Hraunsnefs.
„Við byrjuðum á þessu fyrir
þremur árum og þetta er orðið hluti
af jólahaldi fjölskyldunnar. Ég verð
að viðurkenna að börnin mín voru
ekkert allt of ánægð með þetta í
fyrstu en við höldum í staðinn ára-
mótin alveg út af fyrir okkur. Þá er
lokað á hótelinu.“
Það er óhætt að segja að öllu jóla-
legu sé til tjaldað á jólunum í
Hraunsnefi. Staðurinn er skreyttur
hátt og lágt og dagskráin hefst á
Þorláksmessu þegar gestum er boð-
ið upp á kæsta skötu.
„Á aðfangadag hefjast hátíða-
höldin klukkan 18 eins og venja er,
við hlustum á kirkjuklukkurnar
hringja inn jólin og svo er sest til
borðs. Eftir matinn bíður svo jóla-
gjöf til allra gestanna undir jóla-
trénu okkar,“ segir Brynja og bætir
við að afar heimilisleg stemning hafi
myndast á jólum í Hraunsnefi und-
anfarin ár.
„Gestirnir bjóðast meira að segja
til að hjálpa til við uppvaskið og vilja
taka þátt í þessu með okkur.“
Heitur pottur í fosti
Brynja segir fólk frá ýmsum þjóð-
löndum hafa eytt með þeim jólunum,
meðal annars Bretar, Bandaríkja-
menn og Þjóðverjar.
„Svo dvaldist eitt sinn hjá okkur
yfir jólin fólk frá Líbanon. Það var
talsverð upplifun fyrir okkur ekki
síður og okkur þótti gaman að kynn-
ast þeim og þeirra jólavenjum,“ seg-
ir Brynja.
„Það er mjög gaman hvað hefur
myndast góð stemning hjá okkur og
gestirnir allir áhugasamir um íslenskt
jólahald. Svo skemmir ekki fyrir upp-
lifuninni að kíkja í heita pottinn hjá
okkur á aðfangadagskvöld og láta
fara vel um sig í heita vatninu í frost-
inu með stjörnubjartan himininn fyrir
ofan sig,“ segir Brynja að lokum.
birta@mbl.is
Jólalegt Hótelið er skreytt hátt og lágt fyrir jólin.
Jólaljós Eigandi Hraunsnefs segir gesti áhugasama um íslensku jólin.
Jól á Hraunsnefi
Eigendur hótelsins kynna
erlendum gestum sínum
íslenskt jólahald.
Það má nýta hina ýmsu hluti til jólaskreytinga. Það sannaðist best þegar
þetta forláta jólatré var afhjúpað í Sydney í Ástralíu á dögunum.
Efniviðurinn er eingöngu notuð reiðhjól sem fara aftur til notkunar á
strætum Sydney milli jóla og nýárs.
Getty Images
Jólahjól