Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 107

Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 107
94 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Hringadróttinsþrennan – Lord Of The Rings I-III. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um afreksverk Peters Jack- sons, sem tókst það ómögulega, að kvikmynda ævintýrabálkinn hans Tolkiens um leitina að hringnum goðsagnakennda. Umhverfið á Nýja-Sjálandi er oft á tíðum ynd- islega íslenskt og sagan á greini- legar rætur í norrænni goðafræði. En fyrst og fremst eru þær meist- araleg, sígild afþreying um átök góðs og ills, það er um áratugur lið- inn frá því að sú fyrsta birtist á tjald- inu og orðið tímabært að sjá þetta stórkostlega þríeyki aftur og kynna það í leiðinni nýjum áhorfendum. Little Miss Sunshine Litla fröken sólskin, er ein af gull- molum þessa áratugar. Jákvæð, fyndin, ádeilin með frábærum leik- hóp sem skilar undursamlega fjöl- skyldu sem er skipuð samvöldum hornrekum mannlífsins. Ljósi punkturinn er Olive litla (sú eina sem er nokkurn veginn í lagi), sem fær boð um að taka þátt í fegurð- arkeppninni sem titillinn vísar til og er fyrir börn, Steve Carell, Greg Kinear, Tony Collette og Paul Dano, eru öll óborganleg sem samvaldir kexruglaðir fjölskyldumeðlimir sem leggja í ógleymanlega ferð út á þjóð- veginn á rúgbrauðsdruslunni. Abigail litla Breslin og Alan Arkin (uppskar Óskar), eru toppurinn á ljúfustu og háðskustu mynd seinni ára. The Grinch That Stole Christmas Ósvikin jólamynd. Trölli er for- ljótur og úrillur skrattakollur sem hefur flúið mannheima og hírist ut- angarðs á fjallstoppi ásamt hundtík sinni. Verst líður honum á jólunum, svo hann tekur sig til og stelur þeim. Sígilt og skemmtilegt ævintýri með alvarlegum undirtón. Jim Carrey fær að láta öllum illum látum í aðal- hlutverki Trölla og jafnframt er veg- ið að kaupmennskunni, gjafajól- unum, hræsninni, yfirborðs- mennskunni og græðginni sem orðin er samdauna hangikjötslyktinni. It’s a Wonderful Life (1939) Ef til er klassísk jólamynd er það þessi perla frá Frank Capra og James Stewart. Sá stórkostlegi leik- ari hefur ekki verið betri sem faðir sem óskar þess að hann hafi aldrei fæðst – og verður að ósk sinni. Hyggst fremja sjálfsmorð þegar verndarengillinn hans sýnir þessum örvinglaða manni fram á hversu mikilvægur hann er í augum þeirra sem hann ann mest. Viðkvæmt efnið er aldrei væmið, oftar fyndið en al- vörugefið og leikararnir hver öðrum betri. Henry Travers er einkar minnisstæður sem engillinn og Donna Reed sem eiginkonan. Mynd sem kemur öllum í sannkallað jóla- skap! Miracle on 34th Street (1947) Önnur fullkomin jólamynd og tær kvikmyndaklassík. Jólasveinn (Edmund Gwenn) á vegum stór- verslunarinnar Macy’s í New York fullvissar litla telpu (Natalie Wood) um að hann sé ósvikinn og kennir henni í leiðinni að meta hinn eina sanna jólaboðskap. Ætti að vera skylduáhorf á öllum jólum. Sann- kölluð kraftaverkamynd sem kem- ur manni jafnan í gott og blessað jólaskap. Slumdog Millionaire (2008) Hirti öll helstu Óskarsverðlaunin fyrir tveimur árum, enda eitt af meistaraverkum Dannys Boyle, eftirtektarverðasta leikstjóra sam- tímans. Ekki dæmigerð jólamynd en á þess betur heima sem hluti af hátíðahöldunum með sínum aug- ljósa og fallega boðskap um misjöfn kjör mannanna. Segir ógleym- anlega af velgengni indversks, bláfátæks drengs sem fær allar óskir sínar uppfylltar – þvert á blá- kaldan raunveruleikann. Kemur öllum í gott skap og fyllir menn bjartsýni, sem er gott mál – ekki síst undir núverandi kring- umstæðum. White Christmas (1954) Einn ekta, gamaldags jólasöng- leikur á vel heima í hópnum. Hlaðinn heimsfrægum tónsmíðum snillings- ins Irvings Berlin, með Bing Crosby og Danny Kaye sem leika fyrrver- andi stríðsfélaga sem hafa gert það gott sem skemmtikraftar. Fara um landið þvert og endilangt, syngjandi og dansandi. Jólin nálgast og fé- lagarnir eru staddir á sveitakrá í Vermont þegar það kemur í ljós að eigandi hennar er fyrrverandi yf- irmaður þeirra í herþjónustunni (Dean Jagger) og reksturinn er að fara í hundana. Crosby, Kaye og Vera Ellen dansa og syngja sem aldrei fyrr og fylla kassann af pen- ingum og koma fjármálunum á rétt- an kjöl. A Christmas Carol (1951) Visælasta jólaævintýri allra tíma er að sjálfsögðu hið eina sanna eftir Charles Dickens. Sagan af nirfl- inum Skrögg hefur verið kvik- mynduð í óteljandi skipti en margir telja besta þessa bresku útgáfu með Alastair Sim og ætti hún að vera sýnd oftar en á jólunum. Hinn aðlaðandi Sim gerir Skrögg að margflóknum persónuleika í heillandi kvikmyndagerð sem fylgir sögunni betur en flestar aðrar út- gáfur. Die Hard I og II (1988 og 1990) Langt í frá hreinræktaðar jóla- myndir en gerast á hátíði ljóssins þegar Bruce Willis hefur nóg að gera við að salla niður óféti. En báð- ar gerast á jólunum og einhver ógleymanlegasta notkun á jólalagi er þegar dölunum rignir yfir Los a Angeles-búa ofan úr stórhýsi og undir dynur „Let it snow, let it snow, let it snow. Spennumyndir gerast ekki betri og boðskapurinn skaðar engan. Fín til brúks, eigum við að segja annan í jólum? Holiday Inn (1942) Jólamynd fyrir þá sem hafa yndi af tónsmíðum Irvings Berlin og söng Bings Crosbys, sem fer með aðalhlutverk eiganda skemmti- staðar sem eingöngu er opinn yfir hátíðirnar. Fred Astaire kemur einnig við sögu ásamt Marjorie Reynolds. Gott sýnishorn af jóla- myndagerð undir hildarleik seinna stríðs. Allt létt, sætt og sykrað til að gleyna hörmung- unum. The Muppet’s Christmas Carol (1992) Sjálfur Sir Michael Caine fer á kostum sem Skröggur í bráð- skemmtilegri jólamynd með Prúðu- leikurunum, vitaskuld byggðri á Jólaævintýri Dickens. Allar leik- brúðurnar góðu koma við sögu, en það er Caine sem stelur senunni og er einstaklega kostulegur á yfirreið sinni á jólanótt. Scrooge (1972) Enn og aftur í sporum Skröggs sem að þessu sinni er leikinn af snilld af Albert Finney, öðrum breskum stórleikara. Annað breskt stórmenni úr leikarastétt, Sir Alec Guinnes, fer vel með hlutverk draugsins sem sækir að nirflinum á jólanótt. Hér fær efnið söng- og dansmyndameðferð undir stjórn Ronalds Neame en Leslie Bricusse semur tónlistina. Scrooged (1988) Nú er sjálfur háðfuglinn Bill Murray í aðalhlutverki Skröggs. Hann er að venju harðsoðinn skratti, og er illa séður stjórnandi í sjónvarpi, umhverfið New York undir lok síðustu aldar. Er að setja upp Jólaævintýri Dickens þegar hann fær sjálfur óvægna jóladraugana í heimsókn. Þeim tekst, með harðfylgi þó, að leiða Skrögginn inn í birtuna og gleðina. Einkum fyrir aðdáendur Murrays sem svíkur þá ekki í djöf- ullegum ofleik sem honum er ein- um laginn. Dýrðleg. Trölli Menn gerast ekki mikið ójólalegri en hinn græni Grinch, sem Jim Carrey túlkaði svo eftirminnilega. Jólamynd Margir horfa á Chase og fjölskyldu á hverjum jólum. Svart hvít Klassíska jólaperlan It’s a Wonderful Life. Ósviknar og óhefðbundnar, Í jólamyndaumfjölluninni í ár reynir Sæbjörn Valdi- marsson að finna þverskurð af þessari ómissandi skemmtun. Fjallað verður um þessar klassísku kvik- myndir sem fá má á næstu leigu eða kaupa á diski, margar hverjar. Auk þess eru taldar til góðar afþrey- ingarmyndir sem skilja áhorfendur eftir í góðu skapi, jafnvel sannkölluðu jólaskapi. Þá verða lauslega kynntar til sögunnar myndirnar sem koma fyrir sjónir okkar í kvikmyndahúsunum um hátíðarnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.