Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 109

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 109
96 Jólablað Morgunblaðsins 2010 V elflestir Íslendingar eiga jólaminningar sem tengj- ast miðborginni í Reykja- vík, sem helst í hendur við þá staðreynd að hjarta höfuðborg- arinnar og mannlífið þar er okkur flestum afar kært,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon, framkvæmda- stjóri Miðborgarinnar okkar. Jólabær á Hljómalindarreit „Þetta umhverfi er hlýlegt um- hverfi og notalegt, á sér helst líka í Georgetown í Washington eða elsta hluta Stokkhólms. Fólk sækir í svona staði. Á síðustu misserum hefur mið- borgin verið í sókn og nú er setið um hvert rými sem losnar á svæðinu frá Kvos upp að Hlemmi. Nýjar versl- anir eða annar rekstur fylla oftast nær samstundis þau skörð sem kunna að myndast,“ segir miðborg- arstjórinn glaður í bragði. Þessa dagana er verið að færa miðborgina í jólabúning ljósa og skreytinga, eins og vera ber. Skipu- lögð jóladagskrá hefst 9. desember og stendur fram til Þorláksmessu- kvölds. Af mörgu markverðu sem fyrirhugað er ber líkast til hæst Jólabæinn á Hljómalindarreitnum en það svæði markast af Laugavegi og Hverfisgötu annars vegar og Klapparstíg og Smiðjustíg hins veg- ar. „Þessi reitur er vel rammaður inn og skjólsæll. Hann hentar því vel fyr- ir margvíslega viðburði. Það hefur líka sýnt sig að fólk hefur mikinn áhuga á að vera þarna með sölutjöld, bása, bjálkahús og uppákomur fyrir jólin,“ segir Jakob Frímann. „Þarna ætlum við að bjóða upp á glæsilega jóladagskrá með Grýlu, Leppalúða og Jólasveinum auk fjöl- margra sönghópa , hljóðfæraleikara og annarra skemmtikrafta. Við ákváðum nýverið að stækka Jóla- þorpið upp í að vera Jólabær vegna aukinnar ásóknar og getum nú boðið nokkrum aðilum til viðbótar að slást í hópinn. Sama gildir um áhugasama listamenn sem geta sent okkur línu á midborgin@midborgin.is hafi þeir áhuga á að vera með í Jólahúsi mið- borgarinnar.“ Gjafakort og vefsíða Miðborgin okkar er vettvangur miðborgarmála kostaður af þeim sem eru með rekstur í miðbænum, Ráðhúsinu og Bílastæðasjóði. Á sl. ári tók Miðborgin okkar svo við þeim hlutverkum og skyldum sem Þróun- arfélag miðborgarinnar og Miðborg Reykjavíkur gegndu áður. Jakob hefur verið í forsvari fyrir miðborgarmál og annast skipulagn- ingu þeirra undanfarin ár. Eru ýmis járn í eldi um þessar mundir, svo sem í markaðsmálum og má þar nefna Gjafakort miðborgarinnar. Það er gjafakort sem verslanir, veitinga- staðir og fleiri í miðborginni hafa þróað í samvinnu við Landsbankann og getur innistæða kortsins, sem gildir á velflestum stöðum í miðborg- inni, verið að vali hvers og eins. Þá er ný vefsíða Miðborgarinnar okkar komin í loftið og er þar áhersla lögð á gagnvirk samskipti. Sífelld gerjun „Áhugi á rekstri í miðborginni er mikill og þar er sífelld gerjun. Nú er til að mynda tískuverslunardrottn- ingin Svava Johansen að opna nýja glæsiverslun á Laugavegi 26 þar sem Skífan var til skamms tíma, en Skíf- an opnaði aftur nýverið verslun á horni Laugavegar og Frakkastígs. Hönnunar- og skartgripaverslunin Aurum sem er neðst í Bankastrætinu hefur nýlega stækkað verulega við sig, Cintamani er að opna í Banka- stræti og margir bíða eftir að fá inni í nýbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis og í nýuppgerðum húsum á Laugavegi 4 og 6. Þá er at- hafnaskáldið Friðrik Weisshappel að undirbúa skemmtilega starfsemi í Austurstræti þar sem þvottahús og kaffihús eru undir einu sama þaki og svona gæti ég lengi haldið áfram,“ segir Jakob Frímann. „Skólavörðustígurinn nýtur þess svo að vera nýuppgerður og heil- steyptur. Athafnafólkið þar er líka áberandi samstiga og félagslega þroskað eins og vígorð þeirra ber merki um: Skólavörðustígurinn – alltaf brattur!“ Skýr vilji borgaryfirvalda Jakob Frímann segir að vilji borg- aryfirvalda til uppbyggingar í mið- borginni sé skýr og bendir m.a. á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörp- una, nýuppbyggt horn Austurstrætis og Lækjargötu, Laugaveg 4 og 6 og fleiri staði. „Skýr miðborgarstefna hefur unn- ið með okkur og eins ýmsir ytri þætt- ir. Fólk fer minna til útlanda en áður og ferðamönnum sem hingað koma hefur stórfjölgað. Engum blöðum er um það að fletta að hér er eldgosið í Eyjafjallajökli áhrifaþáttur. Elds- umbrotin ollu vitundarvakningu um Ísland sem skyndilega öðlaðist ríf- andi heimsfrægð sem við njótum um ókomin ár,“ segir miðborgarstjórinn. „Lífleg verslun í miðborginni í dag virkar hvetjandi fyrir þá sem þar starfa til að vinna að frekari upp- byggingu og endurreisn. Í dag skynj- um við sterkan vilja til að styrkja Laugaveginn frá Hlemmi niður að Vitastíg sem í eina tíð var raunar sterkasta svæði miðborgarinnar meðan þar voru verslanir á borð við Karnabæ. Mikilvægt sé að gera bragarbót á Hlemmtorgi og uppi eru hugmyndir um að gera staðinn að fjölskylduvænni og iðgrænni gróð- urmiðstöð, einskonar Blóma- Hlemmi, en í dag skortir nokkuð á að ímynd og orðspor staðarins geri hann að nægilega aðlaðandi horn- steini miðborgarinnar. Þá hefur ver- ið varpað fram hugmyndum um að endurvekja tenginguna við náttúru og dýralíf í húsinu við hliðina á Hlemmi, en þar var áður til húsa Náttúrugripasafn Íslands. Þar væri tilvalinn staður fyrir náttúrugripa- kaffihús með uppstoppuðum dýrum og fræðsluefni,“ Tækifærin brosa við okkur Jakob finnst þetta ríma vel við þá staðreynd að handan götunnar, við horn Laugavegar og Rauðarárstígs var nýverið opnuð hin vinsæla heilsu- vöruverslun Yggdrasill og einnig eru uppi áform hjá Strætó að innleiða græna rafmagnsvagna sem tvímæla- laust gætu þjónað eins konar upplif- unarhlutverki fyrir börn og fullorðna ekki síður en að sinna almanna- samgöngum. „Ég sé fyrir mér nýstárlega troð- fulla vagna af innlendum og erlend- um farþegum sem gætu fengið líf- lega leiðsögn í útsýnisferðum um borgina með ljóða- og söngvaskáld- um um borð í vögnum knúðum ís- lenskri grænorku. Með þessu móti gæti Græni-Hlemmur orðið fyrsti áfangastaður farþega úr skemmti- ferðaskipunum sem leggja að Skarfabakka. Þetta fólk er í dag allt flutt í Kvosina og þarf síðan að ganga upp í móti – upp í miðborgina – í stað þess að byrja við Hlemm eða Hall- grímskirkju og ganga niður í móti. Verkefnin og tækifærin brosa alltént við okkur, hvert sem litið er í mið- borginni,“ segir miðborgarstjórinn. sbs@mbl.is midborginokkar.is Morgunblaðið/Eggert Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon er framkvæmdastjóri Mið- borgarinnar okkar sem vinnur að ýmsum góðum framfaramálum í miðborginni. Morgunblaðið/Kristinn Friður Friðargangan frá Hlemmi niður í Kvos á Þorláksmessukvöld er meðal dagskrárliða í miðborg Reykjavíkur sem mörgum finnast ómissandi enda er fyrir góðum málstað barist. Kertin tákna kærleik sem skal ríkja um veröld víða. Morgunblaðið/Golli Þorpið Jólaþorp Reykjvíkinga er á Hljómalindarreitnum sem er fyrir miðjum Laugaveginum. Dagskráin þar er fjölbreytt og við opnun þorpsins í fyrra söng Flugfreyjukórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar fyrir gesti og gangandi. Viðburðaglað- ur Jólabær í miðborginni Miðborgin er færð í búning ljósa og skreytinga. Jólaminningar úr miðborg. Hátíð við Hljóma- lind. Margar hugmyndir eru í deiglunni. Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258 storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is Jólagjafir prjónakonunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.