Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 110

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 110
Kristján Geir Gunnarsson A uðvitað felst talsverð ögr- un í því að róa á ný mið með þeim hætti sem við gerum nú. Í fyrsta skipti í níutíu ára sögu Nóa Síríuss erum við núna með listaverk á konfekt- kössunum – en höfum hingað til verið með ljósmyndir úr íslensku landslagi. Þetta er í raun talsverð breyting,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Sí- ríuss. Myndir úr sjávarplássum Hluti af konfektkössunum frá Nóa Síríus verður með nýju lagi fyrir þessi jól. Þeir eru kassalaga með jafnlöngum hliðum ólíkt hefð- bundnu kössunum sem eru ílangir. Þá fengu fengu stjórnendur sæl- gætisverksmiðjunnar listakonuna Gunnellu, Guðrúnu Elínu Ólafs- dóttur, til að mála fjögur olíu- málverk sem lýsa íslensku þjóðlífi og menningu. Gunnella sækir myndefni sitt í íslensk sjávarpláss og á hverri mynd sést iðandi mannlíf. Saga er á bak við hverja mynd og gaman fyrir unga og aldna að skoða þær. Ef þessi tilraun með listaverk á konfektkössunum tekst vel þá mun Nói Síríus væntanlega bjóða fleiri íslenskum listamönnum að myndskreyta konfektkassa á kom- andi árum. Klippt út og rammað inn „Í gamla daga var algengt að fólk klippti út og rammaði inn ljósmyndirnar á konfektkössunum rétt eins og myndirnar úr dagatöl- um Eimskipafélagsins. Nú er spurning hvort sá siður lifnar við á ný,“ segir Kristján um hina sí- gildu kassa með ljósmyndum af ís- lensku landslagi – en í ár eru meðal annars myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðu- hálsi. „Konfektkassar tilheyra jóla- hefðinni hjá stórum hluta lands- manna og margir eiga sína uppá- haldsmola. Í nýju konfekt- kössunum með myndunum hennar Gunnellu er að finna einn nýjan konfektmola sem ekki hefur sést áður, mjög ljúffengan mola sem inniheldur kaffi og núggat. Nýja molann verður eingöngu að finna í kössunum með nýja laginu - sem ætti að auka mjög á freistinguna,“ segir Kristján Geir Gunnarsson. sbs@mbl.is noi.is Eggert Jóhannesson Listakonan Gunnella málaði myndir á konfektkassa Nóa Síríus en slíkar myndskreytingar eru nýmæli hjá fyrirtækinu. Konfekt- málverkin eru ögrun Landslagsmyndir Nóa Síríuss fá samkeppni. Nú eru myndir frá Gunnellu á kössunum sem inni- halda eftirlæti Íslendinga. Jólablað Morgunblaðsins 2010 97 -Yfir 400 einfaldar og fljótlegar uppskriftir úr hinum sívinsælu þáttum Eldsnöggt með Jóa Fel. Í bókinni má finna fjölda uppskrifta og hugmynda fyrir jólabaksturinn og af jólamatnum. ELDAÐ MEÐ JÓA FEL F A B R IK A N VERÐ: 2.995 KR. NÝ MATREIÐSLUBÓK FRÁ JÓA FEL María Þrastardóttir, 5 ára. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Dúkkuhús. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Gluggagægir. Hefurðu fengið kartöflu í skólinn? Nei! Það er bara ef maður er óþekkur. Hvað borðarðu á jólunum? Jólakjöt, stundum. Ásta Maya Houghton, 4 ára. Hvað langar þig í í jólagjöf? Prinsessudót. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Rauði jólasveinninn. Hvað borðarðu á jólunum? Kökur. Hefurðu fengið kartöflu í skóinn? Já. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.