Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 110
Kristján Geir Gunnarsson
A
uðvitað felst talsverð ögr-
un í því að róa á ný mið
með þeim hætti sem við
gerum nú. Í fyrsta skipti
í níutíu ára sögu Nóa Síríuss erum
við núna með listaverk á konfekt-
kössunum – en höfum hingað til
verið með ljósmyndir úr íslensku
landslagi. Þetta er í raun talsverð
breyting,“ segir Kristján Geir
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs Nóa Sí-
ríuss.
Myndir úr sjávarplássum
Hluti af konfektkössunum frá
Nóa Síríus verður með nýju lagi
fyrir þessi jól. Þeir eru kassalaga
með jafnlöngum hliðum ólíkt hefð-
bundnu kössunum sem eru ílangir.
Þá fengu fengu stjórnendur sæl-
gætisverksmiðjunnar listakonuna
Gunnellu, Guðrúnu Elínu Ólafs-
dóttur, til að mála fjögur olíu-
málverk sem lýsa íslensku þjóðlífi
og menningu.
Gunnella sækir myndefni sitt í
íslensk sjávarpláss og á hverri
mynd sést iðandi mannlíf. Saga er
á bak við hverja mynd og gaman
fyrir unga og aldna að skoða þær.
Ef þessi tilraun með listaverk á
konfektkössunum tekst vel þá
mun Nói Síríus væntanlega bjóða
fleiri íslenskum listamönnum að
myndskreyta konfektkassa á kom-
andi árum.
Klippt út og rammað inn
„Í gamla daga var algengt að
fólk klippti út og rammaði inn
ljósmyndirnar á konfektkössunum
rétt eins og myndirnar úr dagatöl-
um Eimskipafélagsins. Nú er
spurning hvort sá siður lifnar við
á ný,“ segir Kristján um hina sí-
gildu kassa með ljósmyndum af ís-
lensku landslagi – en í ár eru
meðal annars myndir af eldgosinu
í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðu-
hálsi.
„Konfektkassar tilheyra jóla-
hefðinni hjá stórum hluta lands-
manna og margir eiga sína uppá-
haldsmola. Í nýju konfekt-
kössunum með myndunum hennar
Gunnellu er að finna einn nýjan
konfektmola sem ekki hefur sést
áður, mjög ljúffengan mola sem
inniheldur kaffi og núggat. Nýja
molann verður eingöngu að finna í
kössunum með nýja laginu - sem
ætti að auka mjög á freistinguna,“
segir Kristján Geir Gunnarsson.
sbs@mbl.is
noi.is
Eggert Jóhannesson
Listakonan Gunnella málaði myndir á konfektkassa Nóa Síríus en slíkar
myndskreytingar eru nýmæli hjá fyrirtækinu.
Konfekt-
málverkin
eru ögrun
Landslagsmyndir Nóa Síríuss fá samkeppni. Nú
eru myndir frá Gunnellu á kössunum sem inni-
halda eftirlæti Íslendinga.
Jólablað Morgunblaðsins 2010 97
-Yfir 400 einfaldar og fljótlegar uppskriftir úr
hinum sívinsælu þáttum Eldsnöggt með Jóa Fel.
Í bókinni má finna fjölda uppskrifta og hugmynda
fyrir jólabaksturinn og af jólamatnum.
ELDAÐ MEÐ
JÓA FEL
F
A
B
R
IK
A
N
VERÐ: 2.995 KR.
NÝ MATREIÐSLUBÓK FRÁ JÓA FEL
María Þrastardóttir, 5 ára.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Dúkkuhús.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
Gluggagægir.
Hefurðu fengið kartöflu í skólinn?
Nei! Það er bara ef maður er óþekkur.
Hvað borðarðu á jólunum?
Jólakjöt, stundum.
Ásta Maya Houghton, 4 ára.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Prinsessudót.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
Rauði jólasveinninn.
Hvað borðarðu á jólunum?
Kökur.
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?
Já.
Morgunblaðið/Árni Sæberg