Ný saga - 01.01.1990, Page 12

Ný saga - 01.01.1990, Page 12
EGILL ÓLAFSSON Þóröur Þoriáksson biskup í Skálholti taldi nauösynlegt aö sporna gegn „stórum vandræöa málum ... so framt sem guö ei styggist, samviskan veikist eöur náunginn hneykslist. “ Meö Þóröi á myndinni er kona hans Guöríöur Gísladóttir. æru fólks. Einn af þessum góðu mönnum var Paul Beyer fulltrúi amtmannsins á Bessa- stöðum en bændur og búend- ur á Álftanesi í Gullbringu- sýslu virðast hafa haft gaman af því að uppnefna hann og aðra granna sína í byrjun 18. aldar. Beyer reiddist heiftar- lega þessum uppnefnum og á héraðsþingi í Kópavogi 13. nóvember 1704 lagði hann fram kæru þar sem hann seg- ist hafa fornumið, að nokkrar per- sónur hér í Álftaneshrepp, hafi með óviðurkvæmileg- um lastmælum og illyrðum uppnefnt, hans kongl. Majst. til Danmerkur ... Commerce Raad og Amt- mann yfir þessu landi vel- eðla og velbyrðigan hr. Christian Múller og hans velbyrðigheita þénustufólk. Einnig mig, mína kvinnu og vinnufólk hér á Bessa- stöðum. Sömuleiðis heiðar- legt og velskikkað fólk í Garðahverfi og annars stað- ar á Álftanesi, sem er bæði í móti guðs vilja og kóngl. Majst. allra náðugasta út- gefnu lögmáli...32 Beyer gaf þinginu þau fyri- mæli að rannsóknin skyldi ná til allra, jafnt húsbænda sem vinnuhjúa. Greinilegt er að til- efni ákærunnar var fyrst og fremst sú aö hann og hans heimafólk hafði verið kallað „viðurstyggilegum nafngift- um.“ Rannsóknin á uppnefna- málinu varð mjög umfangs- mikil sem sjá má á því að Beyer stefndi öllum bændum og búendum í Álftaneshrepp til Kópavogsþings til að bera vitni. Hreppstjórar höfðu áður skrifað niður nöfn og upp- nefni allra þeirra sem upp- nefndir höfðu verið. I>ar var um að ræða furðulegt saman- safn viðurnefna. Skiljanlegt er að sumir hafi reiðst. Hrepp- stjórarnir náðu að skrá niður uppnefni 19 kvenna og 24 karla. í þeim tilfellum sem konur voru uppnefndar var uppnefnið oftast nær á ein- hvern hátt tengt kynferði, til dæmis kettlingamóðir, yrð- lingamóðir, burhrúa, útburða- móðir og kossaglenna. A list- anum eru tvö mjög klámfeng- in uppnefni, það er ærkunta og kuntusleikjari og önnur vægari, kossaglenna og garða- jagari. Það er greinilegt að í mörgum tilfellum var verið að draga dár að fólki með upp- nefninu. Dæmi um þetta eru uppnefni eins og Jón búrsnati, Sigurður skita, Þórður þirils- haus með þrem hnútum, Sig- uröur gráskeggur, Ásmundur allra bænda skítur, slorkvíga og fleiri. Á listanum eru líka nokkur uppnefni sem erfitt er að skilja hvað eiga þýða. í heild má segja að flest öll séu uppnefnin á einhvern hátt móðgandi fyrir þann sem fyrir þeim varð. Á lista hreppstjóranna var kona Beyers efst á blaði. Því miður er uppnefni hennar ó- kunnugt þar eð dómabókin er nokkuð skemmd. Ekki er ólík- legt að Beyer hafi upphaflega kært vegna þessa uppnefnis. Reynt var að grafast fyrir um hvort Múller amtmaður og Beyer hefðu verið uppnefndir. Heldur gekk illa að fá frant skýr svör þar um. Þingsóknar- menn kváðust hafa heyrt þá uppnefnda en enginn gat munað hvaða viöurnefni þeir höfðu fengið, sama hversu á- kveðið var um það spurt. Lík- legt má telja að enginn hafi þorað að nefna uppnefnin á svo virðulegum embættis- mönnum, jafnvel þó þau væru mörgum kunn. Fjórum sinnum var þingað í málinu í Kópavogi en illa gekk að fá fram ótvíræðar sannanir. Vinnufólkiö sem var grunað um að hafa búið til og notað uppnefnin sór af sér alla sök. Á héraðsþingi 26. júní 1705 lagði Beyer fram bréf og má á því sjá að hon- um þótti þinghaldið stefna í ranga átt. Beyer spurði hvort ekki ætti að refsa ákærðu svo sem Norsku lög gerðu ráð fyr- ir. í öðru lagi hvort þeir halldast eða reiknast eigi í erlegra manna tölu, að æru og rétt- arfari, sem þvílík skammar- leg og viðurstyggileg smán- ar upþnefni iðkað eöur brúkað hafa, sem í héraðs- bókina innfærð eru...33 Dómsmönnum varð fátt um svör en þeir vísuðu í lögin: Sannprófist nokkur að því að hann skrifað hafi eður uppdiktað, nokkur last- mæli, smánarlegar nafngiftir eður kveðling, um eða upp á nokkuð erlegt fólk, en vill þó ei vera bekéndur síns nafns, þá honum að missa sína æru og straffist í Rannsóknin á upp- nefnamálinu varö mjög umfangsmikil sem sjá má á því aö Beyer stefndi öllum bændum og búendum í Álftaneshrepp til Kópavogsþings til aö bera vitni. Hrepp- stjórar höföu áöur skrifaö niöur nöfn og uppnefni allra þeirra sem uppnefndir höföu veriö. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.