Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 13

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 13
ÓHLÝÐNI OG AGALEYSI Á ÍSLANDI Á 17. OG 18. ÖLD járnum á Brimarhólmi sína lífstíö, eða með öðru stór- felldu straffi. En sé soddan gjört við yfirvaldið, þá sé sá seki straffaður á sínu lífi.34 Vísaði rétturinn síðan mál- inu til Sigurðar Björnssonar lögmanns. Um endalok máls- ins er ekkert frekar að finna. Sigurður missti lögmannsemb- ætti um þetta leyti svo óvíst er hvort nokkuð hefur verið að- hafst meira í því. Þetta mál vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar. Fyrir utan þá áleitnu spurningu um endalok ákærunnar, vekur mesta furðu hversu mildilega er tekið á sakborningunum. Líklegt má telja að fleiri en margnefndir fjórir einstakling- ar hafi tekið þátt í að upp- nefna. Það má vel vera að það hafi haft einhver áhrif á dóms- niðurstöðuna. Það má einnig hugsa sér að tregða dómar- anna til að fara að vilja Beyers megi túlka sem andstöðu þeirra við hann. En það sluppu ekki allir jafn vel og vinnuhjúin af Álftanesi. Árið 1730 urðu hjónin Guð- mundur Pálsson og Ásdís Teitsdóttir uppvís að því að búa til og brúka uppnefni um maddömu Þóru Björnsdóttur á Útskálum, konu séra Halldórs Brynjólfssonar síðar biskups. Guðmundur og Ásdís kölluðu Þóru „helvíska brettu og fettu.“ Einnig lék grunur á að þau hefðu kallað hana „fol- alda móður.“ Auk þess höfðu þau nefnt suma nágranna sína ýmsum ónefnum, eins og Guðrúnu í Sandhólakoti sem þau kölluðu „Sandhólabuddu" og ýmsar stelpur „srnokka" og drengi „viðrini." Jafnframt því að sannað þótti að hjónin hefðu búið til þessi og fieiri nöfn kom fram að uppnefnin hefðu verið notuð af „fólki“ þar í sveit. Engu að síður var látið nægja að refsa þeim hjónum einum. Þau voru dæmd til að borga Þóru eitt hundrað í gildum landaurum og tuttugu álnir í málskostnað. Auk þess áttu þau að biðja hana fyrirgefningar í kirkju og standa opinbera aflausn. Maddama Þóra var lýst flekk- laus.3S Fólki sem átti eitthvað undir sér likt og |:>au Þóra og Beyer hefur þótt illt að vera atyrt með þessum hætti. Meiri líkur voru á dómssátt ef vinnuhjú voru uppnefnd en ef prófastsfrú varð fyrir því. Þetta sýna deilur vinnukvenn- anna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðbjargar Halldórsdóttur. Guðrún stefndi Guðbjörgu árið 1722 fyrir að hafa móðg- að sig. Þær voru þá vinnukon- ur á prestssetrinu á Mosfelli í Mosfellssveit. Prestmaddaman Vilborg Stephensdóttir sagðist við yfirheyrslur oft hafa þurft að hlusta á kýtur og þrætur ntilli þeirra. Það sem fékk Guðrúnu til að kæra var að Guðbjörg kallaði hana „- Gröðu-Gunnu“ og „Tvítóla- Gunnu“ í vitna viðurvist. Ekki var dæmt í málinu vegna þess að það tókst að sætta þær áður en til þess kom. Guð- Þetta mál vekur óneit- anlega upp ýmsar spurningar. Fyrir utan þá áleitnu spurningu um endalok ákærunn- ar, vekur mesta turöu hversu mildilega er tekiö á sakborn- ingunum. björg bað Guðrúnu fyrirgefn- ingar á öllum þeim orðum sem hún hafði talað til hennar í reiði og til hneyksla horfðu. Þetta staöfestu þær „með handabandi og kossi oftar en einu sinni."36 Það var ekki einhlítt að þeim sem uppnefndu væri refsað. í upphafi árs 1716 kallaði einhver Valgerði Ei- ríksdóttur úr Súðavíkursókn í Isafjarðarsýslu ókunnu upp- nefni sem leiddi til þess að hún missti stjórn á skapi sínu og hreytti út úr sér: „Bölvaðir veri þeir sem upp með þær hafa komið, þeir sem það segja og allir sem því trúa bæði eftir lífið og fyrir og aldrei komist þeir úr kvölun- um.“ Valgerður bað guö og menn fyrirgefningar á orðum sínum fyrir réttinum en sýslu- manninum þótti ekki rétt að láta svona illmælgi órefsað og dæmdi hana til að líða alvar- legt húðlát. Það var á hana lagt samdægurs að þing- mönnum ásjáandi.37 Slett úr klaufunum. Þrátt fyrir tilskipanir yfirvatda og nákvæmar reglur um hvernig almúginn átti aö hegöa sér haföi fóik í reynd allmikiö frelsi til aö haga sér aö eigin vild. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.