Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 15

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 15
ÓHLÝÐNI OG AGALEYSI Á ÍSLANDI Á 17. OG 18. ÖLD Egill, var fundinn sekur á al- þingi 1683 um að hafa með „stráklegum orðum og straffsverðu athæfi, óhæfileg- um ofsahljóðum og ómátalegu málæði" hneykslað marga menn. Á Öxaráþingi þetta ár hafði hann til dæmis verið með ófrið og rifið eitt tjald að nóttu til. Egill var illa haldinn líkamlega en var þó látinn líða „nokkra líkamlega refsing, eft- ir því sem góðum mönnum virðist burðum hans hæfa megi.‘“' Það að málæði þeirra Egils og Björns var ekki um- borið sýnir að yfirvöld þoldu ekki hegðun sem gekk á ein- hvern hátt í bága við samfé- lagsnormin. Eins og áður segir var lögð áhersla á að leita sátta áður en til dóms kom. í sumum tilfell- um virðist sem meiri áhersla hafi verið lögð á að koma á friði en að dæma menn fyrir ófrið. Þetta fór þó eftir mála- vöxtum. Á manntalsþingi í Eyjafirði 27. apríl 1699 var „sú drykkjuskapar óeiningar mis- klíð“ milli Guðbrands Björns- sonar og Símonar Guðmunds- sonar látin niður falla, enda sættust þeir heilum sáttum. Þessi sátt var gerð „fyrir góðra manna tillögur.“'15 Athyglisvert er að þessi sátt var formleg og gerð fyrir rétti. Svipuð sátt var gerð í máli séra Þorláks Skúlasonar og Björns Péturssonar bónda á Einarsstöðum í Þingeyjarsýslu. Séra Þorlákur hafði uppi móðgandi orð við Björn 28. mars 1704 en þann dag var hann mjög drukkinn. Við yfir- heyrslur kvaðst hann ekki muna eftir að hafa talað illa til Björns. Engu að síður bað hann Björn afsökunar á öllum óvirðingarorðum sem hann hafði látið sér um munn fara. Síðan báðu þeir báðir sýslu- manninn um að fella niður deilur þeirra í milli svo að ekki yrði meiri „mæðuauki eða ýfingar friði“ en orðið var.'16 Drykkjuskapur orsakaði oft Islendingar eru ekki síöur óhlýönir í dag en á 17. og 18. öld. Agaleysiö heíur þó tekiö á sig nýja mynd í breyttu þjóöfétagi. óeiningu milli manna eins og ofangreind dæmi sýna. Þetta olli sumum áhyggjum eins og til dæmis Ludvig Harboe. Fáir valdsmenn höfðu þó efni á að hneykslast yfir drykkjuskap al- ntennings því að samskipti þeirra sjálfra einkenndust mjög oft af drykkjuskap, sví- virðingum og jafnvel slagsmál- um. Yfirvöld voru því sjaldn- ast fyrirmynd góðra dyggða. Yfirvöld virðast ekki hafa haft tilhneigingu til að taka hart á drykkjumönnum jafnvel þó að framkoma þeirra væri stundum með þeim hætti að lífi fólks væri ógnað. Jón Jóns- son frá Fagradal í Dalasýslu drakk sig svo fullan 20. júlí árið 1653 að hann var „naum- ast hestfær og ... hafði að mestu tapað viti og burðum.“ Að kvöldi sama dags réðist hann að séra Erlendi Einars- syni presti að Skarðsþingum meö gaffli og hótaði að drepa hann. Séra Erlendur kærði en Jóni var ekki refsað því þeir sættust á héraðsþingi að Stað- arhóli 1. ágúst sama ár og „óskuðu að vera sem vinir“ upp frá því.'17 Morðhótanir nægðu því ekki alltaf til að mönnum yrði refsað. Fáir valdsmenn höföu þó efni á aö hneyksiast yfir drykkjuskap almenn- ings því aö samskipti þeirra sjáifra ein- kenndust mjög oft af drykkjuskap, svívirö- ingum og jafnvel slagsmálum. HVERS VEGNA ÞURFTI AGA? Segja má að nokkurs tvískinn- ungs gæti í afstöðu yfirvalda til óhlýðni og agaleysis. Út frá ályktunum valdsmanna og til- skipunum má lesa mjög harða afstöðu til aga. Þetta kemur best fram í Húsagatilskipun- inni frá 1746 þar sem reynt er að beina hegðun fólks inn á rétta braut með boðum og bönnum. Þar segir til dæmis að menn eigi „að vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti.“4B Ef hins veg- ar er litið á dóma og bréf þar sem yfirvöld eru að fást við ó- hlýðið fólk frá degi til dags kemur í ljós að oft vantar mikið upp á að tilskipunum sé fylgt. Ósamræmi er milli orða og athafna. Þegar einstaklingar áttu í deilum var algengt að þær enduðu með sátt. Yfirvöld lögðu sig oftast nær fram við að ná sáttum og í sumum til- fellum báðu deiluaðilar yfir- völd um að reyna að korna á friði. Ef orð eða framkoma hins ákærða voru ekki því al- varlegri lögðu yfirvöld enga sérstaka áherslu á að hegna. Þó skipti það greinilega rnáli 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.