Ný saga - 01.01.1990, Side 25
DIGBYBAGALLINN, ÍSLENSK USTASMÍÐ
Baglar voru afýmsum geröum. Sumir voru látlausir og einfaldiren aörir margbrotin Hstaverk eins og Digbybagallinn.
kórónu með laufamynstri. í
vinstri hendi heldur hann á
ríkisepli en í þeirri hægri á
gríðarmikilli snaghyrndri öxi
sem er tákn hans. Hann er
með skykkju á herðum og i
síðum kufli sem liggur í löng-
um fellingum niður eftir lík-
amanum. Fæturnir eru huldir
meö blómskrúði. Ólafur er
mun kraftalegri og meiri um
sig en biskupinn. Stíllinn á
honum er síðgotneskur eins
og gerðist á síðari hluta 14.
aldar.
Yfirbragð bagalsins, hið
granna og fíngerða lauf svo
og mannamyndirnar, er got-
neskt en það vekur strax at-
hygli að formið á honum,
spírallinn og laufvindingarnir,
eru af því tagi sent tíðkaðist
meðan rómanski stíllinn var
og hét. Hér er því á ferðinni
gott dæmi um þá stílseinkun
sem er svo einkennandi fyrir
norska og íslenska myndlist á
14. og 15. öld og jafnvel síðar.
Hin fíngerða vinna sem er á
útskurðinum sýnir að skurð-
meistarinn hefur verið ekki
verið neinn hagleiksmaður úr
bændastétt sem stundaði út-
skurð i frístundum heldur at-
vinnumaður í sinni grein sem
stóð á gömlum merg hvað
tækni og kunnáttu áhrærir.
Eins og áður sagði þá hefur
bagallinn hingað til verið tal-
inn norskur eða danskur enda
verkiö á honum næst ólíkt því
sem við eigum að venjast í ís-
lenskum útskurði. Við fyrstu
sýn datt undirrituðum ekki í
hug að draga áðurnefnda
greiningu í efa.
ÍSLENSKT
LISTAVERK ...
Nokkru eftir að ég fór að
rannsaka bagalinn og sögu
hans sá Sverrir Tómasson
handritafræðingur mynd af
honum hjá mér og hvatti mjög
til þess að skrautið á honum
væri borið saman við íslensk-
an útskurð, vefnað og lýsingar
í handritum og viti menn ekki
hafði verið lengi leitað þegar
sitthvað sérkennilegt fór að
koma í ljós. Það var bók
Björns Th. Björnssonar um
Teiknibókina í Árnasafni (AM
673a, III 4to) sem kom mér á
sporið. Um leið og ég byrjaði
að skoða skissurnar í teikni-
bókinni varð mér ljóst að
mjög líkur svipur var yfir lauf-
inu og blómaskrautinu á bagl-
inum og í teiknibókinni. Má
nefna sem dæmi könglana
sem áður hafa verið nefndir
og eru bæði í Teiknibókinni
og á baglinum, einnig er lauf-
ið mjög líkt, bæði heildarsvip-
urinn og svo hvernig það
vindur sig hvað um annað.