Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 25

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 25
DIGBYBAGALLINN, ÍSLENSK USTASMÍÐ Baglar voru afýmsum geröum. Sumir voru látlausir og einfaldiren aörir margbrotin Hstaverk eins og Digbybagallinn. kórónu með laufamynstri. í vinstri hendi heldur hann á ríkisepli en í þeirri hægri á gríðarmikilli snaghyrndri öxi sem er tákn hans. Hann er með skykkju á herðum og i síðum kufli sem liggur í löng- um fellingum niður eftir lík- amanum. Fæturnir eru huldir meö blómskrúði. Ólafur er mun kraftalegri og meiri um sig en biskupinn. Stíllinn á honum er síðgotneskur eins og gerðist á síðari hluta 14. aldar. Yfirbragð bagalsins, hið granna og fíngerða lauf svo og mannamyndirnar, er got- neskt en það vekur strax at- hygli að formið á honum, spírallinn og laufvindingarnir, eru af því tagi sent tíðkaðist meðan rómanski stíllinn var og hét. Hér er því á ferðinni gott dæmi um þá stílseinkun sem er svo einkennandi fyrir norska og íslenska myndlist á 14. og 15. öld og jafnvel síðar. Hin fíngerða vinna sem er á útskurðinum sýnir að skurð- meistarinn hefur verið ekki verið neinn hagleiksmaður úr bændastétt sem stundaði út- skurð i frístundum heldur at- vinnumaður í sinni grein sem stóð á gömlum merg hvað tækni og kunnáttu áhrærir. Eins og áður sagði þá hefur bagallinn hingað til verið tal- inn norskur eða danskur enda verkiö á honum næst ólíkt því sem við eigum að venjast í ís- lenskum útskurði. Við fyrstu sýn datt undirrituðum ekki í hug að draga áðurnefnda greiningu í efa. ÍSLENSKT LISTAVERK ... Nokkru eftir að ég fór að rannsaka bagalinn og sögu hans sá Sverrir Tómasson handritafræðingur mynd af honum hjá mér og hvatti mjög til þess að skrautið á honum væri borið saman við íslensk- an útskurð, vefnað og lýsingar í handritum og viti menn ekki hafði verið lengi leitað þegar sitthvað sérkennilegt fór að koma í ljós. Það var bók Björns Th. Björnssonar um Teiknibókina í Árnasafni (AM 673a, III 4to) sem kom mér á sporið. Um leið og ég byrjaði að skoða skissurnar í teikni- bókinni varð mér ljóst að mjög líkur svipur var yfir lauf- inu og blómaskrautinu á bagl- inum og í teiknibókinni. Má nefna sem dæmi könglana sem áður hafa verið nefndir og eru bæði í Teiknibókinni og á baglinum, einnig er lauf- ið mjög líkt, bæði heildarsvip- urinn og svo hvernig það vindur sig hvað um annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.