Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 27

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 27
DIGBYBAGALUNN, ÍSLENSK LIS IASMÍD koma til. í umfjöllun sinni um lýsing- arnar í Helgastaðabók og höfund þeirra segir Dr. Selma Jónsdóttir: „Listamanni þessum get ég ekki beinlínis eignað aðrar handritalýsingar íslensk- ar sem ég þekki; en lýsingarn- ar i Nikulás sögu og stíll þeirra allur virðist eiga heima í flokki með nokkrum íslensk- um handritalýsingum frá síðari helmingi 14. aldar.“ Síðan tel- ur hún þessi handrit uþþ en meðal þeirra eru Stjórn (AM 227 fol.), Teiknibókin, Tveggja þostula saga (AM 651 I 4to), Ártíðarskrá Svalberðinga (AM 249 e fol.) ofl. Síðar segir hún: „Klæðfellingar, þykkar og j^ungar, eru mjög líkt teiknaðar í heilsíðumyndunum í Nikulás sögu og á krossfest- ingarmyndinni....(í Ártíðar- skránni. Innskot mitt G. J. G.) Þarna eru bæði langfellingar, sem falla beint niöur eftir klæðunum, og þverfellingar, sem slaþa niður og mynda eins og þríhyrninga, hvern niður af öðrum.“6 Síðan bendir hún á nokkur dæmi um klæðfellingar af þessu tagi og segir að hér geti ekki verið um tilviljun að ræða. Að því Heilagur Þorlákur? = ESf] l 1 'Jf , 1 Krossfestingarmynd úr ártíöaskrá Svalberðinga (Am 249e, fol.). Þríhyrndu fellingarnar á fótum þeirra Maríu og Jóhannesar og S-laga fellingarnar á feldinum má einnig sjá á Digbybaglinum. búnu nefnir hún dæmi um annars konar klæðfellingar í þessum flokki handrita. „Mjög sérkennilegar fellingar á faldi eða kanti neðst á klæöum fólks eru áberandi bæði á heilsíðumyndunum í Nikulás- sögu og á krossfestingarmynd- inni. Eru fellingar þessar alls staðar teiknaðar með boga- dreginni línu, sem hringar upp á sig til endanna, þó með nokkrum tilbrigðum."7 Síðan koma dæmi um svona faldfell- ingar í lýsingum annara hand- rita svo sem í Stjórn og Teiknibókinni. Á Digbybaglinum má sjá ná- kvæmlega sömu stíleinkenni. Framan á biskupinum eru sömu þungu og slapandi þrí- hyrndu klæðisfellingarnar hver niður af annarri eins og Selma lýsti í tilvísuninni hér að framan. Á kulTi Ólafs kon- ungs eru hins vegar langfell- ingarnar mest áberandi en neðst á faldi kuflsins koma svo bogadregnu s-laga felling- arnar sem hringa sig svo skemmtilega upp til endanna. Selma bendir enn fremur á að ýmis stíleinkenni á lýsing- um þessara handrita eigi upp- runa sinn í Englandi, nánar til- tekið í Austur-Anglíu.8 Þegar tillit er tekið til alls þess sem hér hefur verið uþþ- talið sýnist mér líklegt að Digbybagallinn sé gerður hér á landi og listamaðurinn hafi notað svipaðar fyrirmyndir að skreytingunni og myndunum á honum og þeir ágætu lista- menn sem lýstu handritin sem Selma Jónsdóttir nefnir í kafl- anum um lýsingarnar í Helga- staðbók og riti sínu um lýsing- arnar í Stjórn. ... EÐA NORSKT ? Norðmenn telja hins vegar að bagallinn sé norskur og var hann flokkaður með norskum listmunum á mikilli sýningu á norskum munum í erlendri eigu sem haldin var í Osló árið 1972.9 í sýningarskránni er sett fram sú tilgáta að bisk- upinn á baglinum sé heilagur Eysteinn, biskup í Þrándheimi. Þessi ályktun um uppruna bagalsins byggir á grein sem Knut Berg birti í norska tíma- ritinu Kunst og kultur árið 1957. Þar lýsir Berg baglinum og leitar eftir hliðstæðum í norskri list en verður því mið- ur lítið ágengt. Helstu rök hans fyrir norskum uppruna bagalsins er áðurnefnd stíls- einkun en það fyrirbæri fyrir- finnst ekki í sænskri og danskri list frá svipuðum tíma. Þar fyrir utan var mjög lítið unnið í rostungstönn utan Noregs og íslands þegar hér var komiö sögu. Knut Berg hefur greinilega skoðað ís- lensku Teiknibókina en virðist ekki hafa áttað sig á líkingun- 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.